Flugfélög með ungmenna- og námsmannflugmiða

KILROY býður upp á sérstaka flugmiða fyrir fólk sem er 25 ára og yngra og námsmenn sem eru 33 ára eða yngri. Þessir flugmiðar eru ódýrir, sveigjanlegir og fullkomnir fyrir lengri ferðalög og þá sem eru í námi eða starfsnámi erlendis.

Mikilvægasta atriðið er að þessir ungmenna- og námsmannaflugmiðar eru oftast ódýrari en venjulegir flugmiðar, eru með sveigjanlegri reglur og skilmála og bjóða oft upp á fleiri möguleika á samsetningu ólíkra áfangastaða en venjulegir flugmiðar.

Kostir ungmenna- og námsmannaflugmiða:

  • Gildistími er 12 mánuðir eða meira
  • Sveigjanleiki sem leyfir þér að breyta ferðadagsetningum
  • Ódýr eða ókeypis stopp á leiðinni
  • Ódýrari flugmiðar aðra leið miðað við venjulega flugmiða
  • Fleiri og ódýrari möguleikar á að sameina marga áfangastaði í einum flugmiða

Bókaðu á netinu

KILROY flugmiða fyrir ungt fólk og námsmenn er hægt að bóka á netinu, en þó aðeins miða sem fer báðar eða aðra leið. Ef þú ert að leita eftir samsettum miðum fyrir lengri ferðalag, heimsreisu eða annarskonar ferðalag þá biðjum við þig um að hafa samband við ferðráðgjafa okkar

Nýttu millilendingarnar

Þú getur snúið leiðinlegri millilendingu (sem þýðir oftast dýr matur, óþægileg sæti og bakverkir) upp í skemmtilega upplifun! Með KILROY flugmiðunum getur þú framlengt millilendinguna og fengið nokkurra daga, eða jafnvel nokkurra vikna, stopp á spennandi áfangastað. Það besta er að það þarf ekki að kosta þig neitt aukalega! Vinsælir staðir til að taka langa millilendingu á eru t.d. Dubai, Tæland, Hong Kong, Singapore, Miami og New York. Þetta er ekki hægt að bóka á netinu og því mælum við með að þú hafir samband við ferðaráðgjafa KILROY.

Ungmenna- og námsmannaflugmiðar
Bókaðu á netinu
Hafa samband