Emirates - Flugmiðar fyrir ungt fólk og námsmenn

Kannaðu heiminn með Emirates - KILROY
Emirates er með frábært leiðakerfi sem gerir þér kleift að stoppa á mörgum spennandi áfangastöðum á leið þinni til Asíu, Ástralíu eða Nýja Sjálands án þess að það kosti þig neitt aukalega (fyrir utan flugvallaskattana sem er mjög lítil upphæð). Með Emirates er alltaf möguleiki að stoppa í Dubai, en það eru fleiri möguleikar í boði eins og t.d. Indland, Sri Lanka, Maldíveyjar, Tæland, Singapore og Malasía.

Emirates/KILROY ungmenna- og námsmannamiðarnir eru með 12 mánaða gildistíma. Þeir eru vanalega ódýrari en aðrir flugmiðar því að við erum með lág fargjöld, en auk þess þarftu ekki að greiða neitt aukalega fyrir auka stopp og flóknar samsetningar á áfangastöðum. Með Emirates/KILROY miða hefur þú einnig sveigjanleika til þess að breyta ferðadagsetningunum þínum og áfangastöðum gegn gjaldi (en upphæðin veltur á því hversu mikið er laust í nýja flugið sem þú vilt fara í).

Hlutir sem þú ættir að vita um Emirates/KILROY ungmenna- og námsmannamiðana

  • Ef þú ert með gilt ISIC kort eða ert yngri en 26 ára getur þú keypt Emirates/KILROY ungmenna- og námsmannamiða.
  • Þú getur breytt öllum KILROY/Emirates ungmenna- og námsmannamiðum fyrir eða eftir brottför. Hafðu bara samband við KILROY í gegnum heimasíðuna eða síma.
  • Þú greiðir ekki aukalega fyrir sveigjanleikann. Ungmenna- og námsmannaflugmiðarnir eru ódýrari en venjulegir flugmiðar og jafvel ódýrustu Emirates flugmiðarnir eru sveigjanlegir.
  • Emirates flugmiða er hægt að bóka bæði sem aðra leiðina eða báðar leiðir.
  • Með Emirates  ungmenna og námsmanna fargjaldi KILROY er hægt að búa til flugleiðir með stoppi í Afríku, Asíu og Eyjaálfu.

Emirates/KILROY flugleiðir með mörgum stoppum

Emirates/KILROY  ungmenna- og námsmannamiðana er hægt að bóka þannig að þú stoppir á mörgum ólíkum áfangastöðum. Við hjá KILROY getum sem sagt sameinað mörg flug í einn miða svo að þú greiðir ekkert aukalega fyrir að heimsækja marga áfangastaði. Þessa miða er ekki hægt að bóka á internetinu. Ef þú hefur áhuga á að ferðast ódýrt skaltu því hafa samband við ferðaráðgjafa okkar sem mun setja saman snilldar ferð fyrir þig.

Það eru til nánast endalausir möguleikar af flugleiðum með Emirates, en hér eru nokkur dæmi um vinsælustu leiðirnar:

Reisa 01: Mið-Austurlönd, Indlandshaf, Asía

Emirates reisa 1Evrópa - Dubaí - Maldíveyjar - Sri Lanka - Singapore // Bangkok - Dubaí - Evrópa

Reisa 02: Mið-Austurlönd og Asía

Emirates reisa 2Evrópa - Dubaí - Bangkok - Hong Kong // Peking - Dubaí - Evrópa

Reisa 03: Mið-Austurlönd, Asía, Ástralía, Nýja Sjáland

Emirates reisa 3Evrópa - Dubaí - Bangkok - Sydney - Christchurch // Auckland - Singapore - Dubaí - Evrópa

Reisa 04: Mið-Austurlönd, Asía, Ástralía

Emirates resia 4Evrópa - Dubaí - Bangkok - Melbourne - Alice Springs - Cairns // Sydney - Dubaí - Evrópa

Reisa 05:

Mið-Austurlönd, Asía, Ástralía, Nýja Sjáland

Emirates reisa 5Evrópa - Dubaí - Bangkok - Sydney - Christchurch // Auckland - Sydney - Manila - Dubaí - Evrópa

// = travel on your own

 

Hvernig á að bóka Emirates/KILROY ungmenna- og námsmannamiðana?

Þú getur bókað Emirates/KILROY aðra leið eða báðar leiðir í gegnum heimasíðuna okkar. Ef þú ert að leita eftir flóknari leiðum (vilt fljúga til einnar borgar ein heim frá annarri borg, eða stoppa á mörgum áfangastöðum) skaltu hafa samband við ferðaráðgjafa okkar.

Viltu hafa samband við KILROY ferðasérfræðing?
Sendu okkur tölvupóst

  

Emirates upplifunin

 

Afþreying um borð

Þú hefur aðgang að yfir 1000 rásum af afþreyingu í Emirates flugi, óháð því hvar þú situr.

  • Upplýsingar: Fylgstu með fluginu þínu, njóttu útsýnisins úr háloftunum með hjálp myndavéla sem festar eru utan á vélina og lestu þér til um Dubaí og Emirates.
  • Samskipti: Hringdu, sendu SMS og email úr sætinu þínu, eða hrindu í vini og fjölskyldu sem sitja annarsstaðar í flugvélinni.
  • Afreying: Yfir 1500 rásir af frábærri skemmtun tryggja að þú ert með nóg af afþreyingu á meðan á fluginu stendur. Nýjustu og bestu kvikmyndirnar, sjónvarpsþættirnir, tónlistin, og leikirnir víðsvegar að úr heiminum.

Emirates flotinn

Emirates notast við einn yngsta flugvélaflota í heiminum. Reglulegar endurnýjanir tryggja að flugfélagið heldur áfram að veita farþegum sínum hágæða þjónustu og reynslu. Emirates flugflotinn nær yfir 206 flugvélar. Þar af eru 195 farþegaflugvélar og 11 fraktflugvélar.

Emirates afþreying um borð

 

Myndband: Emirates A380 First 3C-Check 

 

 

Hafa samband