Asíski draumurinn

Reisa um Asíu
Frá ISK 330.660 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Þessi reisa er fyrir þá sem vilja upplifa Asíu nánast eins og hún leggur sig. Upplifðu magnaðar stórborgir, einstaka náttúrufegurð, hvítar strendur og litrík kóralrif.

Mundu að þessi heimsreisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og við mögulega getum.

Flugleiðin:
KEFLAVÍK – KAUPMANNAHÖFN – DUBAI – MALDIVES – SRI LANKA – SINGAPORE – BALI - KUALA LUMPUR – BANGKOK – HONG KONG // PEKING – SEOUL - TOKYO – DUBAI – KAUPMANNAHÖFN – KEFLAVÍK

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Asíski draumurinn

1. Dubaí

Margar heimsreisurnar okkar stoppa í Dubaí því að oft er hægt að bæta borginni við sem fríum áfangastað. Hver er ekki til í ókeypis stopp í spennandi borg?

Stoppaðu frítt í Dubai með KILROY

2. Maldíveyjar

Maldives er mögulega einn dýrasti áfangastaður í heiminum, enda eru strendurnar fullkomnar og meira og minna alltaf gott veður. Hjá okkur getur þú hinsvegar bókað hagstæða siglingu, snorklferð og köfunarnámskeið og þannig fengið hagstæða gistingu og einstakt ævintýri í þessari sólarparadís!

Langar þig að snorkla eða kafa við Maldíveyjar?

3. Sri Lanka

Sri Lanka einkennist af grænum hlíðum, fallegum hofum, litríkum gróðri, dásamlegum ströndum, brosandi fólki te-ekrum og fílum. Farðu í skipulagða ferð með einka-driver (nei, það er ekki dýrt!) eða ferðastu um landið með lestum. Svo getur þú líka lært að surfa á þessari merkilegu eyju.

Konur týna te í  Sri Lanka

4. Singapore

Singapore er eitt ríkasta og nútímalegasta land Asíu. Farðu í næturdýragarðinn, borðaðu góðan mat, skoðaðu töff húsin og gerðu góð kaup.

Singapore - Asía

5. Balí

Balí er þekktasta eyja Indónesíu. Hvít strandlengjan heillar marga sólardýrkendur en þar eru líka falleg fjöll, endalausir hrísgrjónaakrar, merkileg hof og fullkomnar aðstæður til þess að surfa. Hingað koma margir til þess að læra jóga og hugleiðslu.

Candidasa Tirta Gangga Water Temple Balí

6. Kuala Lumpur

Kuala Lumpur er höfuðborg Malasíu. Hér finnur þú Petrona Turnana, fallegar strendur, moskvur og margt fleira.

Kuala Lumpur - Malasía

7. Bangkok

Bangkok, höfuðborg Tælands, er mekka bakpokaferðalangans. Nánast allir sem ferðast um Suð-Austur Asíu koma við í Bangkok. Hér er auðvelt og ódýrt að ferðast norður til Chiang Mai, áfram til Kambodíu, Víetnam og Laos eða til fallegra eyja þar sem hægt er að liggja í sólbaði allan daginn eða læra að kafa.

Floating Market - Bangkok

8. Kína

Kína er í einu orði sagt magnað! Felsta fólkið, þriðja stærsta landið og ein elsta siðmenningin. Þar er einstök náttúra, ótrúlegar fornminjar og fullt af spennandi stórborgum. Hong Kong er uppáhald margra og þaðan getur þú ferðast alla leið upp til Peking þar sem hægt er að sökkva sér í sögu landsins. Við mælum með að fara í skipulagða ævintýraferð um Kína.

Hrísgrjónaakrar - Kína

9. Seoul

Seoul er 10 milljóna borg sem aldrei sefur! Suður Kórea býður upp á eitthvað fyrir alla; frábæran mat, heillandi menningu, áhugaverðar hefðir og einstaka tísku.

Seoul - Suður Kórea

10. Tókýó

Tókýó er höfuðborg Japan. Borgin er ein tæknivæddasta borg heims. Hér finnur þú eflaust besta sushi heims, fólk í furðulegum fötum, troðfullar lestir og skemmtilegt mannlíf. Þú ættir þó að ferðast meira um Japan og heimsækja merkilegar borgir eins og Osaka og Kyoto þar sem heillandi saga og menning Japan er enn meira áberandi. Það er vinsælt og hagstætt að ferðast með lestum um Japan, sérstaklega ef keyptur er lestarpassi áður en lagt er af stað.

Hof í Kyoto - Japan

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

Betri möguleikar með ISIC kortinu

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Hafa samband