Ást við fyrstu sýn

Ferðast um fimm heimsálfur - Ást við fyrstu sýn
Frá ISK 473.800 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Þessi heimsreisa er fyrir þá sem hafa nægan tíma og vilja upplifa heiminn nánast eins og hann leggur sig! Farið er til fimm heimsálfa og nóg er að sjá! Munið þó að þessi heimsreisa er aðeins uppástunga og ef þig langar að breyta eða bæta og laga eftir þínum þörfum þá er það velkomið. Hafðu samband og ferðaráðgjafar okkar búa til drauma heimsreisuna þína.

Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og mögulegt er.

Flugleiðin:
KEFLAVÍK – KAUPMANNAHÖFN – DUBAI – PEKING // HONG KONG – BANGKOK // KUALA LUMPUR – BALÍ  - DELHI // MUMBAI - NAÍRÓBÍ – JÓHANNESARBORG – SAO PAULO // LIMA – BOGOTA- NEW YORK - KEFLAVÍK

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Ást við fyrstu sýn

ÁST VIÐ FYRSTU SÝN - HEIMSREISA MEÐ KILROY

Oft er dýrt og erfitt að setja saman heimsreisur sem fara til Asíu, Afríku og Suður-Ameríku en með góðum samningum við fjölda flugfélaga getur KILROY sett upp hagstæð flug á milli ótal staða í þessum heimsálfum. Við ákváðum að kalla þessa heimsreisu ÁST VIÐ FYRSTU SÝN því að hún er gullfalleg og allir sem líta hana augum verða strax ástfangnir af tilhugsuninni um svona ævintýri. 

Við gætum líst reisunni í hálfgerðri ritgerð, eða einfaldlega sýnt þér hvers konar ævintýri bíða þín á þessari leið!

1. Dubai

Dubai er borg öfganna. Hér finnur þú fullt af eyðimörk, ríku fólki og hæstu byggingu heims.

Upplifðu hitann í eyðimörkinni í Dubai - KILROY

2. Kína

Kína er í einu orði sagt magnað land. Ferðast er frá Hong Kong til Peking í skipulagðri ferð eða á eigin vegum.

Upplifðu náttúrufegurðina í sveitum Kína

3. Tæland - Kambódía - Víetnam - Laos - Malasía

Flogið er til Bangkok og þaðan er auðvelt að ferðast landleiðis til Kambódíu, Víetnam og Laos. Einnig er hægt að ferðast þann hring í skipulagðri ferð sem tekur 30 daga. Því næst er tilvalið að kanna eyjarnar í suðri áður en haldið er yfir landamærin til Malasíu.

Lærðu að kafa á Koh Tao - Tæland

4. Balí

Flogið er frá höfuðborg Malasíu, Kuala Lumpur, til Balí - þekktustu eyju Indónesíu. Njóttu strandarinnar, menningarinnar, lærðu að kafa, surfa eða ferðastu til Gili eyja.

Gili eyjar - Indónesía

5. Indland

Landið sem þú annað hvort elskar eða hatar. Til þess að fá góð fyrstu kynni af Indlandi mælum við með komupakka og skipulagðri ferð. Ferðast er frá Delhi til Mumbai.

Það er alltaf líf á götum Indlands

6. Kenýa

Kenýa er gullfallegt land með miklum fjölda þjóðgarða þar sem frábært er að fara í safarí.

Safarí - Kenýa

7. Suður Afríka

Suður Afríka er einstakt land hvað varðar bæði sögu, menningu og náttúru. Ferðastu frá Jóhannesarborg til Cape Town með bíl eða rútu, farðu í sjálfboðastarf eða safarí.

Safarí - Suður Afríka

8. Brasilía - Argentína - Bólivía - Perú

Flogið er til Sao Paulo og ferðast á eigin vegum eða í skipulagðri ferð til Perú. Á leiðinni er hægt að ferðast um mörg fallegustu svæði Suður Ameríku og það er ótal margt að sjá og upplifa. Flestir ferðast um Brasilíu, Argentínu og Bólivíu en ef þú hefur nægan tíma mælum við með að þú heimsækir líka Chile.

Uyuni salteyðimörkin - Bólivía

9. Kólumbía

Kólumbía er land sem kemur öllum skemmtilega á óvart. Falleg náttúra og heillandi menning einkenna landið.

Kólumbía

10. New York

Það er óþarfi að lýsa New York - það er bara þannig.

Stórborgarlífið í New York

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér

Hafa samband