Ferðalangurinn

Heimsreisa um Afríku, Mið- og Suður-Ameríku - KILROY
Frá ISK 341.500 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Ferðalangurinn er heimsreisa fyrir þá sem vilja kanna Mið-Ameríku, Suður-Ameríku og Afríku á hagstæðan hátt. Sjáðu magnaðar fornminjar í Mexikó og Perú, dansaðu salsa á Kúbu, borðaðu steik í Argentínu, sleiktu sólina í Brasilíu og endaðu á spennandi safaríi í Suður Afríku!

Mundu að þessi heimsreisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og mögulegt er.

Flugleiðin:
KEFLAVÍK - NEW YORK - MEXIKÓBORG // SAN JOSE - HAVANA - BOGOTA -  LIMA // SAO PAULO - JÓHANNESARBORG // HÖFÐABORG - DUBAI - KAUPMANNAHÖFN - KEFLAVÍK 

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Ferðalangurinn

1. New York

Byrjaðu ferðina í spennunni í New York! Farðu í leikhús, borðaðu góðan mat, sjáðu öll epísku kennileitin sem þú þekkir úr bíómyndunum og keyptu síðustu nauðsynjarnar áður en ævintýrið byrjar af alvöru!

New York - USA

2. Mexíkó

Gleymdu þér í gleðinni í Mexíkó! Farðu samt varlega í tequilað, þú vilt geta notið þess að slappa af á gullfallegum ströndum, að kafa eða að skoða merkar fornminjar.

Chichen Itza - Mexikó

3. Kosta Ríka

Kosta Ríka er paradís bakpokaferðalanga í Mið-Ameríku. Magnaðar strandir, spennandi frumskógar, frábær surfskóli, flottir köfunarstaðir og endalaus tækifæri til þess að fá útrás fyrir adrenalínþörfina.

Það er vinsælt að surfa í Kosta Ríka

4. Kúba

Ó elsku Kúba, við fáum ekki nóg af þér! Að sitja á eldgömlum bar í Havana, drekka Mojito og hlusta á salsa á meðan þú spjallar við heimamennina er ómetanlegt! Svo eru æðislegar strandir og skemmtilegir bæir annarsstaðar á eyjunni.

Tónlistarmenn - Havana

5. Kólumbía

Kólumbía er land sem kemur skemmtilega á óvart! Hér finnur þú frábærar gönguleiðir, leyndar strendur og heillandi þorp. Andstæðurnar í umhverfinu og náttúrunni gera Kólumbíu að ótrúlega skemmtilegum áfangastað.

Gist í tjaldi á Playa Blancha - Kólumbía

6. Perú

Það er auðvitað skylda fyrir alla sem heimsækja Perú að sjá Machu Picchu, og helst að labba Inca Trail eða aðra leið upp að þessari fornu borg. En Perú býður upp á margt fleira skemmtilegt svo ekki flýta þér of mikið í gegnum þetta heillandi land. 

Lake Titicaca - Perú

Frá Perú getur þú ferðast á eigin vegum eða í skipulagðri ferð í gegnum Bólivíu, Chile og Argentínu áður en þú kemur að Brasilíu.

7. Brasilía

Brasilía er jafn fjölbreytt og hún er stór! Nútímalegar borgir, dásamlegar strandir, villtur Amazon frumskógurinn og litlar borgir sem virka eins og klipptar út úr Þýskalandi eða Hollandi. Hér getur engum leiðst!

Salvador - Brasilía

8. Suður-Afríka

Ævintýrið endar með látum! Að fara í safarí í Suður Afríku er eitthvað sem allir ættu að gera a.m.k. einu sinni í lífinu. Sjáðu öll stærstu dýr Afríku og sofðu inni í Kruger þjóðgarðinum svo þú getir sofnað við urrin í ljónunum.

Kruger Park - Suður Afríka

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Hafa samband