Gjugg í borg

Heimsreisa - Asía & Eyjaálfa
Frá ISK 275.300 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Gjugg í borg er reisa fyrir þá sem vilja heimsækja Asíu og Eyjaálfu á sem ódýrastan hátt. Sjá mikið - borga lítið! Upplifðu stórborgir, framandi menningu, fallegar strandir og geggjuð road trip.

Mundu að þessi heimsreisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og við mögulega getum.

Flugleiðin:
KEFLAVÍK – KAUPMANNAHÖFN – DUBAI – MALDÍVEYJAR - SRI LANKA - SINGAPORE – MELBOURNE  // SYDNEY – BANGKOK – HONG KONG– DUBAI– KAUPMANNAHÖFN - KEFLAVÍK

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Gjugg í borg

1. Dubai

Byrjaðu ferðina í Dubai þar sem þú getur skoðað mögnuð háhýsi, farið í skemmtigarða eða notið sólarinnar á ströndinni. Ef þig langar að upplifa eitthvað nýtt getur þú farið í eyðimerkurferð á kameldýri.

Litrík og spennandi borg - Dubai

2. Maldíveyjar

Upplifðu hvítar silkimjúkar strendur, turkísbláan sjó, falleg blá lón, litríkt sjávarlíf og svipmikil pálmatré. Maldíveyjar er dásamlegur áfangastaður sem allir ættu að heimsækja einu sinni á ævinni. Nýttu tækifærið og lærðu að kafa á Maldíveyjum!

Upplifðu einstaka litardýrð neðansjávar - Maldívseyjar

3. Sri Lanka

Sri Lanka er stórkostleg eyja í Suður-Asíu. Taktu þér tíma í að fylgjast með fílahjörðum í Yala National Park, upplifa útsýnið á World´s End og skoða fornminjar í borgunum Polonnaruwa og Anaradhapura. Einnig er þetta frábær staður til þess að læra að surfa!

Filahjörð í Sri Lanka

4. Singapore

Hér er tilvalið að taka smá pásu frá ströndinni og surfinu og upplifa stórborgarlífið í Singapore.  Einnig finnur þú þar allar tegundir af asískum mat og mundu að mest spennandi matarupplifunin er á veitingastöðunum þar sem heimamennirnir borða - því fleiri gestir, því betri matur!

Frábær matarupplifun í Singapore

5. Ástralía

Farðu í ævintýralegt road trip meðfram austurströnd Ástralíu! Tilvalið er að leigja húsbíl en mundu að þeir keyra öfugum megin á veginum miða við okkur! Ef þú treystir þér ekki í það er sniðugt að fjárfesta í rútupassa.

Upplifðu ævintýrin í Ástralíu

6. Tæland

Það er ekki að ástæðulausu að Tæland er vinsælasti áfangastaður Asíu. Þar getur þú farið í gönguferðir í ósnortinni náttúru, tekið þátt í sjálfboðastarfi, lært að kafa, slappað af á fallegum eyjum og fengið útrás fyrir adrenalínþörfina í Chiang Mai og nágrenni. Frá Tælandi getur þú einnig skellt þér í skipulagða ferð um Tæland, Kambódíu, Víetnam og Laos.

Tæland er einn vinsælasti áfangstaðurinn í Asíu

7. Hong Kong

Hong Kong hefur allt sem þig dreymir um. Þar getur þú farið í ævintýralegar gönguferðir, heimsótt margvísleg söfn og smakkað á frábærri austurlenskri matargerð. Gefðu þér nokkra daga í að upplifa stórborgarlífið í Hong Kong!

Næturlífið í Hong Kong

8. Dubai

Nú er ferðin á enda og nýttu því tækifærið og verslaðu í Dubai á heimleiðinni.

Sólarlagið í Dubai

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

 

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Hafa samband