Karabíski draumurinn

Karabíski draumurinn
Frá ISK 243.000 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Þessi reisa er fullkomin fyrir þá sem dreymir um paradísareyjar, hvítar sandstrendur, heitan sjó og litríka menningu. Frábær fyrir bæði ferðalanga sem vilja slaka á í hengirúmi með svalandi drykk sem og ævintýratýpuna sem langar að prófa fjölbreytt vatnasport og upplifa stórfenglega náttúru!

Mundu að þessi reisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og mögulegt er.

Flugleiðin:
Keflavík – Toronto – Kúba – Cayman-eyjar – Jamaíka – Turks og Caicos – Dóminíska Lýðveldið – Miami – New York – Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

1. Toronto

Þú byrjar ferðalagið í hinni líflegu borg, Toronto í Kanada. Borgin er þekkt fyrir spennandi „underground hreyfingu í tónlist, kvikmyndagerð og myndlist ásamt því að næturlífið er frábært. Þá er einnig algjör skylda að sjá íshokkíleik og upplifa útsýnið frá Panorama Lounge og CN Tower turnininum. Stutt er í ósnerta náttúru og tilvalið að skella sér í smá road trip og upplifa kraftinn í Niagra fossunum og kanna Miklu Vötnin. 

Heimsreisan hefst í Kanada - KILROY

2. Kúba

Það er ekkert land í heiminum eins og Kúba! Þar er ekkert stress, tíminn skiptir ekki máli og hlutirnir gerast á „mañana time”. Nýttu tækifærið og lærðu spænsku og að dansa salsa á sama tíma og þú kynnist menningunni og slappar af á fullkomnum ströndum með svalandi Mojito.

Heimsæktu Kúbu í heimsreisu þinni - KILROY

3. Cayman-eyjar

Kristaltær sjór, hvítar sandstrendur, litríkir kokteilar og frábær matur. Cayman-eyjarnar eru svo miklu meira en skattaparadís! Ekki vera of lengi í Georgtown (vinsælt viðkomustaður ferðamannaskipa) og kannaðu frekar Little Cayman og Cayman Brac. Finnst þér gamna að kafa - Cayman Island er draumaáfangastaður allra kafara! Þetta er ekki ódýrasti áfangastaðurinn er klárlega þess virði að heimsækja sérstaklega vegna litríka neðansjávarlífsins sem þar er að finna.

Kannaðu neðansjávarífið við Cayman Islands

4. Jamaíka

Reggí og meira reggí! Jamaíka á eftir að heilla þig með stórkostlegu fjalllendi, neðansjávarhellum, hvítum sandströndum, turkísbláum sjó og líflegri menningu. Mottó Jamaíka eru „No Problem“ og „No Worries“. Njóttu þessa að slaka á í hengirúmi í skugganum af pálmatré og hlustaðu á reggí spilað í fjarska. Sannkölluð paradís á jörðu!

Slakaðu á í sólinni á Jamaíka - KILROY

5. Turks og Caicos

Með yfir 350 sólardaga á ári getum við auðveldlega sagt að Turks og Caicos er sannkölluð paradís sólardýrkandans! Hvítar sandstrendur og heitur sjór og ekki má gleyma léttum andvara frá sjónum sem kælir þig. Hér færð þú fjölda tækifæra til að kafa, snorkla, kanna nálægar eyjar og smakka frábæra sjávarrétti.

Einstakar strendur á Turks og Caicos

6. Dóminíska Lýðveldið

Hvítar strendur, pálmatré sem vaggast rólega í vindinum, iðgrænir dalir, fallegir fossar, skógi vaxin fjöll og ekki má gleyma heita Karíbahafið sem hefur að geyma litrík kóralrif, fiska og skjaldbökur. Dóminíska Lýðveldið er vinsæll áfangastaður bakpokaferðalanga en þar er verðlagið lágt og fullkomin vindskilyrði fyrir surf og annars konar vatnasport.

Dominican Republic - palm trees on beach

7. Miami

Miami draumaáfangastaður þeirra sem elska sólina, líkamsrækt, ströndina, hafið og kúbverskan mat. Frá Miami getur þú farið í fjölbreyttar og spennandi skoðunarferðir og séð krókódíla og höfrunga. Ekki gleyma því að keyra yfir hina frægu Seven Mile Brigde og kanna næturlífið í Key West.

Upplifðu sólina, ströndina og matinn á Miami - KILROY

8. New York

Það er ekki hægt að enda ævintýrið á betri stað en New York! Farðu í leikhús, borðaðu góðan mat og sjáðu öll epísku kennileitin sem þú þekkir úr bíómyndunum! New York er frábær áfangastaður til þess að klára minniskortið á myndavélinni og gera góð kaup áður en haldið er heim.

Þér mun ekki leiðast í New York - KILROY

 

Hljómar þetta eins og draumareisan þín?
Hafðu samband

 

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Hafa samband