Þessi klassíska

Klassíska heimsreisan - KILROY
Frá ISK 356.800 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC Kort
Framandi menning, heillandi paradísareyjar, epísk road trip og fallegar strendur. Þetta er klassísk heimsreisa sem tekur þig frá hinni ævintýralegu Suðaustur-Asíu til Austurstrandar Bandaríkjanna með viðkomu á Balí, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Fiji. Þægileg og hagstæð flugleið sem gerir þér kleift að ferðast mikið landleiðis og upplifa ólíka áfangastaði.

Mundu að þessi heimsreisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og mögulegt er.

Flugleiðin:
KEFLAVÍK - KAUPMANNAHÖFN - DUBAI - BANGKOK // SINGAPORE - BALI - SYDNEY // BRISBANE - AUCKLAND - FIJI - LOS ANGELES // SAN FRANCISCO - NEW YORK - KEFLAVÍK

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Klassíska

1. Dubai

Í Dubai finnur þú nóg af háhýsum, skemmtigörðum og verslunarmiðstöðvum. Ef þú færð leið á borgarlífinu getur þú farið í eyðimerkurferð þar sem ferðast er á kameldýri.

Það er gaman að stoppa í nokkra daga í Dubai

2. Tæland

Það er margt að sjá og gera í Tælandi. Þú getur farið í gönguferðir í óstnortinni náttúru, unnið í sjálfboðastarfi með fílum, lært að kafa, slappað af á fallegum eyjum og fengið útrás fyrir adrenalínþörfina í Chiang Mai og nágrenni. Frá Tælandi er einnig hægt að ferðast til Kambódíu, Víetnam og Laos áður en þú heldur niður skagann í átt að Malasíu.

Tæland - Menning, saga, náttúra og strandir

3. Singapore

Það er gaman að eyða nokkrum dögum Singapore, sem er eitt ríkasta og nútímalegasta land Asíu. Hér getur þú farið í sniðugar skoðunarferðir, matreiðslunámskeið o.fl.

Háhýsi Singapore

4. Balí

Surf, köfun, hof og hvítar strandir einkenna þessa fallegu eyju. Margir nýta viku eða tvær í surfskóla á Balí. Það er líka gaman að heimsækja Gili eyjar og fleiri fallega staði í Indónesíu, t.d. Komodo og Sumatra ef þú hefur tíma.

Surf á Balí

5. Ástralía

Í Ástralíu mælum við með því að þú farir í ævintýralegt road trip á húsbíl meðfram austurströndinni.

Ástralía: surf, strönd og sól!

6. Nýja Sjáland

Skoðaðu ótrúlegt landslag Nýja Sjálands sem þú kannast eflaust við úr Lord of the Rings og fáðu útrás fyrir adrenalínþörfina.

Það er vinsælt að fara í fallhlífastökk í Nýja Sjálandi

7. Fiji

Njóttu letilífsins á paradísareyjum Fiji og kafaðu á nokkrum bestu köfunarstöðum heims.

Yasawa Islands - Fiji

8. Kalifornía

Það er fátt klassískara en road trip í USA! Þú getur heimsótt Los Angeles, Las Vegas, Grand Canyon, Yosemite, San Francisco og fleiri epíska staði. 

Death Valley - USA

9. New York

New York er frábær áfangastaður til þess að klára minniskortið á myndavélinni og gera góð kaup áður en haldið er heim.

Það er snilld að eyða nokkrum dögum í New York

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Hafa samband