Könnuðurinn

Könnuðurinn - heimsreisa með KILROY
Frá ISK 344.500 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Fullkomin reisa fyrir þá sem hafa nægan tíma og vilja heimsækja marga ólíka áfangastaði í Asíu, Eyjaálfu, Mið- og Norður-Ameríku og upplifa sem mest! Hljómar nokkuð vel, ekki satt?

Mundu að þessi reisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og við mögulega getum.

Flugleiðin:
Keflavík - Kaupmannahöfn - Doha - Hanoi - Kuala Lumpur - Balí - Sydney - Christchurch - Auckland - Los Angeles // Phoenix - San Jose (Mexíkó) // Cancun - Miami - New York - Madrid - Kaupmannahöfn - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Könnuðurinn

1. Katar

Katar er eitt af ríkustu löndum heims og það mun ekki fara fram hjá þér. Þrátt fyrir það getur þú enn upplifað hinn sanna arabíska anda með því að heimsækja stóra markaði, glitrandi moskur, gist í tjöldum, borðað á teppum inni í dimmum hellum og látið skrúbba á þér bakið í hefðbundnum „hammam” baðhúsum.

Höfuðborg Katar, Doha - KIlROY

2. Suðaustur-Asía

Flogið er til Hanoi í Víetnam en þaðan er auðvelt að ferðast einnig til Kambódíu, Laos og Tælands á eigin vegum eða í skipulagðri ferð. Upplifðu dásamlega menningu og matargerð í Suðaustur-Asíu!

Halong Bay í Víetnam - KILROY

3. Malasía

Malasía er oft vanmetinn áfangastaður í Asíu sem mun koma þér skemmtilega á óvart með öllum sínum andstæðum. Hin nútímalega höfuðborg Kuala Lumpur með öllum sínum skýjakljúfum, hefðbundin og afskekkt þorp þar sem þú getur smakkað hefðbundna matargerð, fallegar moskur, dásamlegar strendurnar og fjölbreytt dýralífið. 

Kota Kinabalu moskan, Malasía - KILROY

4. Balí

Surf, köfun, jóga, fitness námskeið, hof og hvítar strendur! Langar þig að kynnast menningunni - stoppaðu á Balí allavega í 2-3 vikur. Og ef þú hefur tíma þá er einnig gaman að heimsækja Gili eyjar, Nusa Lembongan og Lombok.

Kuta, Balí - KILROY

5. Ástralía

Kafa í Great Barrier Reef, surfa í Surfers Paradise, sigla um Whitsundays, kanna Fraser Island og sjá kengúrur og kóalabirnir - allt þetta og meira til getur þú gert í hinni stóru og mögnuðu Ástralíu! 

Road trip í Ástralíu - KILROY

6. Nýja Sjáland

Upplifðu náttúrufegurðina og adrenalínfull ævintýri á Nýja Sjálandi. Farðu í teygjustökk eða fallhlífarstökk það er ef þú þorir! Í þessari reisu heimsækir þú bæði norður og suðureyjuna og er tilvalið að fjárfesta í hop on/hop off rútupassa.

Fallhlífarstökk á Nýja Sjálandi - KILROY

7. Bandaríkin

Ímyndaðu þér þriggja vikna húsbíla-ferðalag þar sem þú eyðir dögunum í kanna stórbrotna þjóðgarða, fallegar strendur, frægar stórborgir, bestu skemmtigarðana og litlar hamborgabúllur sem bjóða upp á risastóra heimagerða hamborgara. Já, þú átt eftir að skemmta þér konunglega og eignast ógleymanlegar minningar.

Road trip um Bandaríkin - KILROY

8. Mexíkó

Hver elskar ekki Tacos, Guacamole, Enchiladas og Quesadillas? Farðu samt varlega í tequilað og Margaríturnar - þú vilt geta notið þess að skoðaðu fornar Maya minjar, surfað, kafað eða legið í leti í sólinni á fallegum ströndum.

Upplifðu menninguna í Mexíkó - KILROY

9. Miami

Það eru engar ýkjur þegar sagt er að Miami sé heimsóknar virði bara vegna mannfólksins. Ekki sleppa því að heimsækja Miami Beach en þar finnur þú frábærar strendur og lífleg útikaffihús sem iða af lífi og góðu andrúmslofti. 

Einstakar strendur á Miami - KILROY

10. New York

New York er frábær áfangastaður til þess að klára minniskortið á myndavélinni og gera góð kaup áður en haldið er heim. Farðu í leikhús, borðaðu góðan mat og sjáðu öll epísku kennileitin sem þú þekkir úr bíómyndunum.

Manhattan, New York - KILROY

11. Madrid

Já öll ævintýri verða því miður að enda. Njóttu þess að eyða síðustu dögunum þínum í að skoða Madrid, borða tapas og drekka Sangríu. 

Tapas á Spáni - KILROY

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi?
Bóka fund!

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér

Hafa samband