Langstökkvarinn

Epísk heimsreisa með KILROY!
Frá ISK 317.868 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kortið
Í þessari heimsreisu færð þú tækifæri til þess að upplifa marga ólíka áfangastaði í Bandaríkjunum, Eyjaálfu og Asíu og færð frábært tækifæri til þess að ferðast landleiðis um mögnuð svæði. Fullkomin heimsreisa fyrir þá sem vilja hafa flugin í lágmarki en upplifunina í hámarki! Upplagt fyrir road trip á bíl, húsbíl eða með rútupassa. Stökktu af stað!

Langstökkvarinn er heimsreisa fyrir þá sem vilja eyða góðum tíma í hverju landi og upplifa sem mest. Ótal ævintýri bíða þeirra sem fara í þessa ferð, og í stað þess að skrifa fleiri orð um það ætlum við að sýna þér smá sýnishorn af þeirri epík sem þú gætir upplifað!

Mundu að þessi reisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og mögulegt er.

Flugleiðin:
KEFLAVÍK - LOS ANGELES // SAN FRANCISCO - AUCKLAND // CHRISTCHURCH - SYDNEY // CAIRNS - MANILA - SINGAPORE - COLOMBO - MALÉ - DUBAI - AMSTERDAM - KEFLAVÍK

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Langstökkvarinn

1. Bandaríkin

Flogið eru til vesturstrandar Bandaríkjanna þar sem þú getur farið í road trip. Leigðu bíl og keyrðu meðfram ströndinni á milli Los Angeles og San Francisco, eða haltu inn í landið og upplifðu Las Vegas, Yosemite þjóðgarðinn og Grand Canyon!

California Road Trip

2. Nýja Sjáland

Upplifðu náttúrufegurðina, skemmtilega fólkið og veröld hobbitanna í Nýja Sjálandi. Flogið er til Auckland og þaðan getur þú ferðast til Christchurch á bílaleigubíl, húsbíl, með rútupassa, á puttanum, með einkaflugvél...hvernig sem þér sýnist! Þú átt eftir að skemmta þér konunglega og eignast ógleymanlegar minningar í Nýja Sjálandi, alveg sama hvaða ferðamáta þú velur þér.

Hobbiton í Nýja Sjálandi

3. Ástralía

Kafa í Great Barrier Reef, surfa í Surfers Paradise, sigla um Whitsundays, sjá kengúrur í Sydney...allt þetta og meira til getur þú gert í hinni stóru og mögnuðu Ástralíu! Ímyndaðu þér þriggja vikna húsbíla-ferðalag þar sem þú eyðir dögunum í að surfa, synda, skoða og sóla þig en kvöldunum í grill á ströndinni og pöbbarölt í Brisbane. Hljómar nokkuð vel, ekki satt?

Húsbíla roadtrip um Ástralíu

4. Filippseyjar

Í stuttu máli; yfir 7.000 paradísareyjar þar sem þú getur notið lífsins í rólegheitum án allra túristanna sem heimsækja nærliggjandi lönd, eins og Tæland. Á Filippseyjum getur þú lært að kafa, kannað frumskóga, klifið fjöll og farið í sjálfboðastarf. Drífðu þig að kanna þetta einstaklega fallega land áður en það fyllist af ferðamönnum!

Filippseyjar - fullkomnar strendur og einstök náttúra

5. Singapore

Eftir afslöppunina á Filippseyjum er upplagt að rífa sig upp úr letinni og kanna stórborgina Singapore. Frábær matur, magnaðar byggingar og hér er líka virkilega gott að versla!

Singapore - STÓR stórborg

6. Sri Lanka

Sri Lanka er yndislegt land þar sem þú finnur fallega náttúru, fjölbreytt dýralífi, hreinar strendur og dásamlegt fólk. Landslagið er ótrúlega fjölbreytt miða við hvað eyjan er lítil. Frábært er að ferðast með lestum þar sem þú getur fylgst með grænum teekrum þjóta hjá. Það er auðvelt að gleyma sér á þessari fallegu eyju þar sem nóg er við að vera; surf, sjálfboðastarf, gönguferðir og fleira.

Sri Lanka ævintýri

7. Maldíveyjar

Í lok heimsreisu er fátt betra en að eyða nokkrum dögum á hvítum ströndum við tærbláan sjó, og hvaða staður er betri fyrir það en Maldíveyjar? Þetta er ekki ódýrasti áfangastaðurinn, en án efa einn sá eftirminnilegasti! Hagstæð leið til þess að upplifa Maldíveyjar er að fara á köfunarnámskeið.

Paradísin Maldíveyjar

8. Dubai

Kláraðu ferðina á stórborg í eyðimörkinni, Dubaí. Hér getur þú farið í hæstu byggingu heims, eyðimerkur-safarí eða fyllt bakpokann í lúxus verslunarmiðstöðvum.

Dubai

 

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

 

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Hafa samband