Leiðin til Fiji - 1

Leiðin til Fiji - 1
Frá ISK 259.600 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Dreymir þig um að heimsækja Fiji? Í þessari frábæru reisu færð þú tækifæri til að upplifa menninguna í Suðaustur-Asíu, læra að surfa í Ástralíu og fara í road trip um Nýja Sjáland á leið þinni til Fiji. Hvítar strendur, heillandi landslag, litrík kóralrif og ferskar kókoshnetur - allt þetta bíður þín!

Mundu að þessi reisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og við mögulega getum.

Flugleiðin:
Keflavík - Bangkok // Singapore - Melbourne // Sydney - Auckland - Fiji - Los Angeles - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Leiðin til Fiji 1

1. Bangkok, Tæland

Það er margt að sjá og gera í Tælandi. Þú getur lært að kafa, tekið þátt í sjálfboðastarfi eða slappað af á fallegum eyjum. Frá Tælandi getur þú einnig ferðast um Kambódíu, Víetnam og Laos áður en þú heldur niður skagann í átt að Singapore. Nýttu tímann og bókaðu skipulagða ævintýraferð!

Einn vinsælasti áfangastaður Asíu - Tæland

2. Singapore

Það er gaman að eyða nokkrum dögum í Singapore. Njóttu þess að ganga um miðbæinn, China Town og Little India. Og ekki gleyma matnum en þar finnur þú dásamlega blöndu af malasískri, kínverskri, indverskri, indónesískri og evrópskri matargerð.

Stórborgin Singapore - KILROY

3. Melbourne, Ástralía

Melbourne er fullkomin byrjun á ferð þinni um Ástralíu og allra þeirra ævintýra sem bíða þín „Down Under”. Stoppaðu þar í nokkrar nætur áður en þú leggur af stað í ævintýralegt road trip. Ef þú treystir þér ekki til þess að keyra er tilvalið að fjárfesta í rútupassa!

Upplifðu the great ocean road - Melbourne

4. Sydney, Ástralía

Sydney á eftir að heilla þig upp úr skónum með með sínu einstaka andrúmslofti og endalausu afþreyingarmöguleikum. Þar finnur þú einnig frábærar strendur þar sem þú getur notið þín í sólinni og/eða lært að surfa!

Frábær borg fyrir alla ferðalanga - Sydney

5. Auckland, Nýja Sjáland

Þú kemst eiginlega ekki lengra frá Íslandi! Skelltu þér í ævintýralegt road trip og kannaðu ótrúlegt landslag Nýja Sjálands. Einnig átt þú eftir að fá fjölda tækifæra til að fá útrás fyrir adrenalínþörfina. Farðu í teygju- eða fallhlífarstökk - það er ef þú þorir!

Fallhllífarstökk á Nýja Sjálandi - KILROY

7. Fiji

Já, nú er kominn tími fyrir afslöppun á ströndinni! Fiji á eftir að bjóða þig velkomna/velkominn á allt annan hátt en þú hefur áður upplifað og á „Bula” mjög líklega eftir að verða uppáhalds orðið þitt. Þar sem Fiji samanstendur af um 333 eyjum er augljóst að besta leiðin til að kanna landið er í gegnum eyjahopp. Þú getur bæði valið ákveðna ferð eða sett saman þína eigin með hop-on / hop-off passa.

Einstök upplifun að kafa á Fiji - KILROY

8. Los Angeles, Kalifornía

Endaðu ævintýrið með stæl í hinni frægu Kaliforníu. Kannaðu heimsþekkt náttúruundur, magnaða skemmtigarða, einstakar strendur, risastórar verslunarmiðstöðvar og frægar borgir. Og ef þig langar að ferðast um með öðrum ævintýragjörnum einstaklingum er tilvalið að bóka skipulagða ferð.

Road trip um Kaliforníu - KILROY

 

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

 

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 125,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Hafa samband