Leiðin til Fiji - 2

Leiðin til Fiji - 2
Frá ISK 290.000 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Þessi frábæra flugleið gerir þér kleift að læra að kafa og surfa í Ástralíu, fara í road trip um Nýja Sjáland og heimsækja paradísareyjurnar Fiji og Hawaii. Við elskum þessa reisu!

Mundu að þessi heimsreisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og við mögulega getum.

Flugleiðin:
Keflavík - Sydney // Brisbane - Auckland - Fiji - Hawaii - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Leiðin til Fiji 2 

1. Sydney, Ástralía 

Stórborgin Syndey á eftir að heilla þig með sínu frábæra andrúmslofti og fjöldamörgu afþreyingarmöguleikum. Að auki finnur þú þar frábærar strendur þar sem þú getur notið sólarinnar og/eða skellt þér á surfnámskeið. Og ekki gleyma því að kanna Ástralíu. Frá Sydney getur þú skellt þér í skipulagða ævintýraferð, farið í húsbíla-ferðalag eða fjárfest í hop-on/hop-off rútupassa. 

Sydney - borg ævintýranna - KILROY

2. Brisbane, Ástralía

Já það er rétt - yfir 300 sólardagar á ári! Sólin, sjórinn og skemmtunin bíða þín í Brisbane. Búðu þig undir fullt af grillveislum á ströndinni með nóg af bjór og hressu fólki. 

Hvitar strendur og kristaltær sjór - Ástralía

3. Auckland, Nýja Sjáland

Einstök blanda af náttúru og spennu! Upplifðu stórkostlega náttúru Nýja Sjálands í road trip ferð og finndu hjartað hamast í fallhlífarstökki, flúðasiglingu eð jöklaferð.Vertu viss um að hafa nægan tíma - við mælum með að minnsta kosti þremur vikum.

Magnað rafting á Nýja Sjálandi - KILROY

4. Fiji

Lokaðu augunum og ímyndaðu þér Fiji. Sérðu hvítar sandstrendur, pálmatré, kristaltæran sjó, fallega fossa og litríka kokteila? Þá hefur þú rétt fyrir þér. Fiji er hitabeltisparadís sem bíður einnig upp á fullt af spennandi ævintýaferðum og afþreyingarmöguleikum. Ekki missa af því kanna neðansjávarlífríkið í ævintýralegri snorkl og/eða köfunarferð!

Sannkölluð paradís - Fiji

5. Hawaii, Bandaríkin

Aloha! Hawaii er sannkölluð paradísareyja þar sem þú finnur frábærar strendur, eldfjöll, fjölbreyttan gróður og auðvitað einstakt fólk. Skelltu þér í skipulagða ferð með öðrum ævintýragjörnum einstaklingum og upplifðu allt það besta sem Hawaii hefur upp á að Bjóða. Fullkomin endir á frábæru ferðalagi um heiminn!

Kilaue eldfjöllin á Hawaii - KILROY

 

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

 

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 125,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Hafa samband