Námsmannaflóttinn

Heimsreisa fyrir þá sem vilja sjá sem mest af heiminum - KILROY
Frá ISK 540.144 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Námsmannaflóttinn er frábær heimsreisa og sérstaklega hönnuð fyrir þá sem vilja sjá sem mest af heiminum. Hér ferðast þú til frábærra áfangastaða í 5 heimsálfum. Fylgstu með dýralífinu í Suður Afríku, lærðu að kafa í Asíu, farðu í surfskóla í Ástralíu og upplifðu road trip um Bandaríkin. Bókaðu heimsreisuna þína með KILORY!

Mundu að þessi heimsreisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og við mögulega getum.

Flugleiðin:
KEFLAVÍK – BARCELONA – CASABLANCA – KAÍRÓ – NAIRÓBÍ – JÓHANNESARBORG – DUBAI - MALDÍVEYJAR - SRI LANKA - BANGKOK // PHUKET – KUALA LUMPUR // SINGAPORE - BALÍ - MELBOURNE // SYDNEY – AUCKLAND – FIJI – LOS ANGELES // SAN FRANSISCO – SEATTLE – KEFLAVÍK  

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Námsmannaflóttinn

1. Spánn

Spánn hefur verið uppáhalds áfangastaður Íslendinga í langan tíma. Frábært að byrja á því að stoppa í Barcelona í nokkra daga og upplifa þar skemmtilega tapas bari, magnaðan arkitektúr, merkilega sögu, fallega garða og ævintýralegt næturlíf.

La Sagrada Familia í Barcelona

2. Marokkó

Í Marokkó finnur þú endalaust af ströndum, eyðimerkum, pálmatrjám, dramatískum fjöllum og heillandi menningu. Upplifðu náttúruna í einstakri gönguferð, farðu í eyðimerkur safarí og lærðu að surfa. Mundu einnig eftir því að prútta á mörkuðunum og vera alltaf með klósettpappír meðferðis.

Ferð um eyðimörkina í Marokkó

3. Egyptaland

Upplifðu hina ótrúlegu sögu Egyptalands. Skoðaðu pýramídana og Sphinxin á úlfalda, lærðu að kafa í Rauðahafinu og farðu í siglingu á lengstu á heimsins, Níl.

Skoðaðu hina heimsfrægu pýramída í Egyptalandi

4. Kenýa

Í Kenýa verður þú að fara í safarí í Masai Mara. Það mun verða mögnuð upplifun fyrir þig að sjá alla fílana, gíraffana, sebrahestana, buffalóana og ljónin með eigin augum. Bókaðu nokkurra daga safarí ferð og njóttu þess að fylgjast með dýrunum í sínu náttúrulega umhverfi.

Safarí í Kenýa

5. Suður Afríka

Suður Afríka er stórt land með marga möguleika. Farðu í safarí ferð í Kruger Park, skelltu þér í surfskóla og lærðu að kafa? Langar þig einnig að láta gott af þér leiða og kynnast menningunni betur? Þá er tilvalið að stoppa lengur og taka þátt í sjálfboðastarfi.

Magnað landslagið í Suður Afríku

6. Dubaí

Í Dubaí finnur þú mögnuð háhýsi, skemmtigarða, verslanir og fallegar strendur. Stoppaðu þar í nokkra daga og njóttu arabísku gestrisninnar.

Útsýnið yfir Dubai

7. Maldíveyjar

Allir verða að heimsækja Maldíveyjar alla vega einu sinni á ævinni. Þar finnur þú hvítar strendur, grænblátt haf, falleg blá lón, litríkt sjávarlíf og svipmikil pálmatré. Ef þú ert ekki komin/n með köfunarprófið þá ættir þú að nýta tækifærið og læra að kafa á Maldíveyjum!

Neðansjávar litardýrðin - Maldíveyjar

8. Sri Lanka

Sri Lanka er lítil og falleg eyja í Suðaustur-Asíu. Hér finnur þú magnaða surfstaði og ef þú hefur enga reynslu er tilvalið að skella sér í surfskóla. Að auki verður þú að fylgjast með fílahjörðum í Yala National Park, upplifa magnað útsýni á World´s End og skoða fornminjar í borgunum Polonnaruwa og Anaradhapura.

Einstök upplifun að heimsækja Sri Lanka

9. Tæland

Tæland er einn vinsælasti áfangastaðurinn í Asíu en þar getur þú slappað af á fallegum eyjum, lært að kafa, fengið útrás fyrir adrenalínþörfina í Chiang Mai og látið gott af þér leiða sjálfboðastarfi

Einstök upplifun að ferðast um Tæland

10. Malasía

Taktu nokkra daga í Malasíu til þess að upplifa dýralífsparadísina Borneo. Njóttu þess að ferðast landleiðina frá Kuala Lumpur niður til Singapore!

Magnað dýralíf á Borneo

11. Singapore

Í Singapore finnur þú allar tegundir af asískum mat og mundu að fara á þá þá veitingastaði sem heimamennirnir borða - því fleiri gestir, því betri matur. Hér er tilvalið að taka smá pásu og upplifa borgarlífið í Singapore.

Einstök matarupplifun í Singapore

12. Balí

Surf, köfun, hof og hvítar strandir einkenna þessa fallegu eyju. Ef þig langar að kynnast Balí og menningunni mælum við með því að þú stoppir þar í að minnsta kosti 2-3 vikur. Margir nýta viku í surfskóla á Balí. Ef þú hefur tíma þá er einnig gaman að heimsækja Gili eyjar, Lombok og fleiri fallega staði í Indónesíu.

Drauma eyjan Balí

13. Ástralía

Farðu í ævintýralegt road trip frá Melbourne til Cairns í Ástralíu! Tilvalið er að leigja húsbíl en mundu að þeir keyra öfugum megin á veginum miða við okkur! Ef þú treystir þér ekki í það er sniðugt að fjárfesta í rútupassa.

Road trip um Ástralíu

14. Nýja Sjáland

Skoðaðu ótrúlegt landslag Nýja Sjálands sem þú kannast eflaust við úr Lord of the Rings. Þar er einnig tilvalið að fá útrás fyrir adrenalínþörfina. Farðu í teygjustökk eða fallhlífarstökk það er ef þú þorir!

Fallhlífarstökk í Nýja Sjálandi

15. Fiji

Njóttu letilífsins á paradísareyjum Fiji og kafaðu á nokkrum bestu köfunarstöðum heims. Fiji samanstendur af 333 eyjum og er því sniðugt fyrir þig að fjárfesta í hop on–hop off miða sem gefur þér ákveðið frelsi til að ferðast á milli þerra.

Njóttu letilífsins á Fiji

16. Bandaríkin

Endaðu ferðin á því að fara í road trip á vesturströnd Bandaríkjanna. Leigðu bíl og upplifðu einstök ævintýri á ferð þinni frá Los Angeles til San Francisco. Mundu að stoppa við í Las Vegas og Grand Canyon. Síðasta stoppið í þessari ferð er Seattle þar sem þú getur stoppa í nokkra daga og notið þess að borða góðan mat, hlusta á lifandi tónlist og versla áður en haldið er heim.

Náttúruparadísin Grand Canyon

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

 

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Hafa samband