Safarí og Sólarströnd

Snilldar heimsreisa um Afríku og Asíu - KILROY
Frá ISK 299.750 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Þessi reisa er fyrir þá sem vilja upplifa mögnuð ævintýri en flatmaga á ströndinni þess á milli. Fullkomin leið fyrir þá sem vilja sameina spennu og slökun! Sjáðu spennandi áfangastaðir í Afríku og Asíu, fjölbreytta náttúru og framandi menningu á frábæru verði!

Mundu að þessi heimsreisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og við mögulega getum.

Flugleiðin:
KEFLAVÍK - KAUPMANNAHÖFN - DUBAI - HÖFÐABORG // JÓHANNESARBORG - NAIROBI - MUMBAI - SINGAPORE - BALI - SINGAPORE // BANGKOK - DUBAI - KAUPMANNAHÖFN - KEFLAVÍK 

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Safarí og Sólarströnd

1. Dubai

Ferðin hefst í Dubai sem er borg öfganna. Hér finnur þú mikið af ríku fólki, ótrúlegum byggingum og fullt af sandi. Farðu í ævintýralega ferð um eyðimörkina.

Ferð um eyðimörkina í Dubai

2. Suður-Afríka

Suður-Afríka er stórt land með marga möguleika. Hér byrjar þú í Cape Town - prufaðu að kafa með hvíthákörlum það er ef þú þorir! Frá Cape Town getur þú farið í skipulagða ferð til Jóhannesarborgar eða fjárfest í hop on - hopp off rútupassa. Langar þig að kynnast menningunni betur? Bættu við nokkrum vikum og taktu þátt í sjálfboðastarfi - úrval sjálfboðaverkefna í Suður Afríku er mikið og fjölbreytt.

Sjálfboðastarf í Suður-Afríku

3. Kenýa

Í Kenýa eru margir frábærir þjóðgarðar og vötn sem eru heimkynni ótrúlegt dýralífs. Það er einstök upplifun að fara þar í safarí. Þú átt ekki eftir að trúa því hversu mikið er um stór og tignarleg dýr í þessu magnaða landi. Upplifðu það að horfa á alla fílana, gíraffana, sebrahestana, buffalóana og ljónin í sínu náttúrulega umhverfi. 

Safarí í Kenýa

4. Indland

Indland er landið sem þú annað hvort elskar eða hatar. Til þess að fá góð fyrstu kynni af Indlandi mælum við með komupakka og skipulagðri ferð. Upplifðu ævintrýalega menningarheima í þessu næst fjölbýlasta landi heims.

Upplifðu menninguna Í Mumbai - Indland

5. Singapore

Hér er tilvalið að taka smá pásu og upplifa matarmenninguna í Singapore. Þar finnur þú allar tegundir af asískum mat og mundu að mest spennandi matarupplifunin er á veitingastöðunum þar sem heimamennirnir borða - því fleiri gestir, því betri matur!

Matarmenningin í Singapore

6. Balí

Surf, köfun, hof og hvítar strandir einkenna þessa fallegu eyju. Langar þig að kynnast menningunni - stoppaðu þá á Balí allavega í 2-3 vikur. Margir nýta viku í surfskóla og/eða að læra að kafa. Ef þú hefur tíma þá er einnig gaman að heimsækja Gili eyjar, Lombok og fleiri fallega staði í Indónesíu.

Surfskóli á Balí

7. Singapore

Ef þú hafðir ekki nægan tíma til að gera allt sem því vildi í Singapore í fyrra stoppinu getur þú nýtt þetta stopp. Hér ferðast þú landleiðina til Tælands - í gegnum Malasíu. Nýttu tækifærið og farðu í skipulagða ferð en þannig getur þú einbeitt þér aðeins að því að njóta þess að vera í nýju landi. 

Borgarlifið í Singapore

8. Tæland

Nú fer ferðinni að ljúka og ekki leiðinlegt að eyða dögunum í Tælandi. Þar getur þú farið í gönguferðir í ósnortinni náttúru, tekið þátt í sjálfboðastarfilært að kafa eða slappað af á fallegum eyjum. Einnig getur þú nýtt tímann vel og skelltu þér í skipulagða ferð um Tæland, Kambódíu, Víetnam og Laos.

Mögnuð náttúrua - Tæland

9. Dubai

Nú er ferðin á enda og nýttu því tækifærið og verslaðu í Dubai á heimleiðinni.

Mögnuð borg - Dubai

 

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

 

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Hafa samband