Sir Attenborough

Heimsreisa að hætti David Attenborough
Frá ISK 545.500 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Þessi heimsreisa er kennd við mikinn snilling, Sir David Attenborough. Hún er fullkomin fyrir þá sem vilja fyrst og fremst upplifa magnað dýralíf og framandi náttúru í reisunni sinni. Sjáðu ljón í Keníu, lemúra á Madagaskar, gíraffa í Suður-Afríku, lamadýr í Perú, skjaldbökur á Galapagos og krókódíla í Flórída.

Mundu að þessi heimsreisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og við mögulega getum.

Flugleiðin:
KEFLAVÍK – KAUPMANNAHÖFN – NAIRÓBI – MADAGAGSKAR – JÓHANNESBORG - SAO PAULO // BUENOS AIRES - LIMA // QUITO // GALAPAGOS // QUITO - MIAMI - KEFLAVÍK  

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Sir Attenborough

1. Kenía

Í Kenía eru margir frábærir þjóðgarðar og vötn sem eru heimkynni ótrúlegt dýralífs. Að fara í safarí í Masai Mara er einstök upplifun. Þú trúir því ekki hversu mikið er um stór og tignarleg dýr í þessum magnaða þjóðgarði áður en þú kemur þangað og sérð alla fílana, gíraffana, sebrahestana, buffalóana og ljónin með eigin augum. 

Blettatígrar í Masai Mara - safarí - Kenýa

2. Madagaskar

Plöntu- og dýralíf Madagaskar er í einu orði sagt ótrúlegt. Madagaskar er 4. stærsta eyja í heimi og heimkynni ca 5% alls dýralífs í heiminum. Þekktustu dýr landsins eru lemúrar, en það eru yfir 100 tegundir lemúra í Madagaskar. Þetta er draumastaður allra dýralífsmynda-unnenda.

Lemúr - Madagaskar

3. Suður-Afríka

Kruger Park er sannkölluð safaríparadís! Ef þú vilt komast í enn meiri nálægð við framandi dýr skaltu fara í sjálfboðastarf með dýrum - úrval dýraverndunarverkefna í Suður Afríku er mikið og fjölbreytt.

Kruger Park - safarí - Suður Afríka

4. Brasilía

Amazon er stærsti regnskógur heims og hér iðar allt af lífi! Skógurinn nær yfir mörg lönd í Suður Ameríku en langstærsta borgin í Amazon er í Brasilíu, Manaus, og þaðan byrja flestar Amazonferðirnar. Það er ekki möguleiki að telja upp öll dýrin sem búa í Brasilíu - þú verður bara að koma og sjá það með eigin augum!

Api - Amazon skógurinn - Brasilía

5. Argentína

Frá iðagrænum og þéttum Amazonskóginum að snæviþöktu fjalllendi Patagóníu í Argentínu - andstæðurnar gerast ekki mikið meiri. Á Valdesskaga og í nágrenni getur þú séð mikinn fjölda mörgæsa, sela, hvala og sæljóna. Athugaðu að mikilvægt er að vera á réttum tíma í Patagóníu til þess að sjá dýralífið, en besti tíminn er október - nóvember.

argentina-ushuaia-seals.jpg

6. Perú

Frá Perú er líka hægt að heimsækja Amazon skóginn, t.d. frá Puerto Maldonado. Þú sérð líka fullt af lamadýrum út um allt í Perú. Svo er um að gera að taka smá pásu frá dýralífskönnun og skoða stórmerkilegar fornminjar; Machu Picchu.

Lamadýr - Machu Picchu - Perú

7. Ekvador og Galapagos

Það er ekki hægt að fara í dýralífs-heimsreisu án þess að heimsækja Galapagos eyjar! Líkt og í Madagaskar er mikið af dýarlífinu hér sannarlega einstakt og finnst hvergi annars staðar í heiminum. Best er að fara í skipulagða siglingu um Galapagos eyjar, en slíkar ferðir byrja oftast í Quito. Í Ekvador er einnig fjölbreytt dýralíf og hægt er að fara í skemmtilegar ferðir um Ekvador-hluta Amazon.

Skjaldbaka - Galapagos eyjar - Ekvador

8. Flórída

Frá Miami er hægt að fara í spennandi skoðunarferðir þar sem dýralífið neðansjávar er í aðalhlutverki. Þú getur séð krókódíla, höfrunga eða litríka fiska í snorklferð.

Krókódíll - Flórída - USA

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér!

Hafa samband