Suðræn Sveifla

Allt það besta sem Mið- og Suður-Ameríka hafa upp á að bjóða!
Frá ISK 374.400 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Suðræna sveiflan er fyrir þá sem vilja kanna það besta sem Mið- og Suður-Ameríka hafa upp á að bjóða. Þú upplifir fjölbreytt landslag og mannlíf á þessum slóðum; allt frá hinni einstöku höfuðborg Havana til grænna frumskóga Costa Rica og hvítra stranda Rio de Janeiro. Búðu þig undir spennandi ævintýri og einstakt andrúmsloft latnesku Ameríku!

Mundu að þessi reisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og mögulegt er.

Flugleiðin:
KEFLAVÍK - AMSTERDAM - RIO DE JANEIRO // BUENO AIRES - LIMA - BOGOTA - PANAMABORG // SAN JOSE - GVATEMALA - SAN SALVADOR - HAVANA - AMSTERDAM - KEFLAVÍK 

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Suðræn Sveifla

1. Brasilía

Brasilía er jafn stórkostleg og hún er stór. Það er ekki að ástæðulausu að Rio de Janeiro er ein frægasta borg heims, hér iðar allt af lífi og náttúran er stórkostleg. Að ferðast með rútum yfir til Argentínu er mjög þægilegt og mikið af spennandi stöðum sem hægt er að sjá á leiðinni, t.d. Ilha Grande, Paratí, Florianópolis og póstkorta-paradísarbæir sem liggja meðfram allri strandlengjunni.

Rio de Janeiro - Brasilía

2. Argentína

Flestir koma yfir landamærin frá Brasilíu hjá Iguazu fossum, en þú getur séð þessa náttúruperlu frá landamærum bæði Argentínu og Brasilíu. Þaðan er hægt að taka næturrútu til hinnar heillandi Buenos Aires þar sem tangó, rauðvín, nautasteikur og fótbolti eru allsráðandi. Aðrir vinsælir áfangastaðir í Argentínu eru borgirnar Córdoba og Salta sem og víngerðarhéraðið Mendoza. Þeir sem hafa nægan tíma ættu að fara suður til Patagóníu og drekka í sig einstaka náttúrufegurð svæðisins.

Iguazu fossar - Argentína

Ef þú hefur nægan tíma getur þú líka ferðast landleiðis í gegnum Bólivíu eða Chile til Perú. Þú getur heimsótt hina heillandi Santiago, séð salteyðimörkina í Uyuni, ferðast um ótrúleg fjöll og upplifað einstakt andrúmsloft í La Paz.

Salar de Uyuni - Bólivía

3. Perú

Það er margt spennandi hægt að gera í Perú, en landið er eflaust frægast fyrir Inca Trail og Machu Picchu sem ætti að vera á "to-do" lista flestra. Við mælum einnig með að fara í siglingu um Lake Titicaca þar sem mögulegt er að gista í heimagistingu og fara í Amazon skóginn. Svo er maturinn í Perú algjört æði!

Machu Picchu - Perú

4. Bogota

Bogota, höfuðborg Kólumbíu, er borg mikilla anstæðna sem býður upp á margar merkilegar og fróðlegar upplifanir fyrir alla ferðalanga; gamlar kirkjur og róleg torg innan um háa skýjakljúfa og stórar umferðargötur. Hún var áður miðpunktur mikilla pólitískra átaka en er nú ein stærsta stórborg Ameríku og er flokkuð með San Francisco, Dubai og Berlín þegar litið er á fjárhagslega, pólitíska og menningarlega þróun. Frá Bogota er hægt að ferðast til fleiri spennandi staða í Kólumbíu.

Kólumbía - KILROY

5. Panama

Fullkomnar strandir, afskekktar eyjar, þéttvaxinn skógur og litrík kóralrif. Ekki slæmt! Panama er nokkurs konar hlið á milli Suður- og Mið Ameríku svo þar finnur þú skemmtilega menningarblöndu frá báðum svæðum, auk þess sem stert áhrif Karíbahafsmenningar eru áberandi.

Panama - KILROY

6. Kosta Ríka

Kosta Ríka er uppáhalds land margra, og það er sko alls ekki að ástæðulausu! Þrátt fyrir að vera lítið land er náttúran ótrúlega fjölbreytt, dýralífið einstakt og endalaust af möguleikum í boði fyrir adrenalínsjúka ferðalanga. Þú getur surfað, kafað, farið í rafting, klifið eldfjöll, látið þig falla í gegnum fossa og farið í safaríferðir. Þér á ekki eftir að leiðast í Kosta Ríka!

Fjölbreytt dýralíf - Costa Rica

7. Gvatemala

Eyddu nokkrum dögum í höfuðborginni eða ferðastu út fyrir borgina og upplifðu náttúru og dýralíf Gvatemala. Landið er þekktast fyrir fjölbreytta náttúru - allt frá köldu hálendi til rakra frumskóga eða heitra stranda - og merkar minjar frá Mayum. Tikal eru stærstu Maya minjarnar sem hafa fundist, en það er mikið um Maya hof víða um landið.

Tikal - Guatemala

8. El Salvador

El Salvador er ekki mikill ferðamannastaður og hingað ættir þú að koma ef þig langar að fara út fyrir hina hefðbundnu slóð. El Salvador er minnsta land Mið-Ameríku en hér er mikið um fallega þjóðgarða, kolsvartar strandir og áhrifamikil eldfjöll. Svo er þetta draumaáfangastaður surffólks því skilyrðin fyrir surf eru fullkomin.

Sólarlag - El Salvador

9. Kúba

Havana er svo sannarlega einstök borg sem allir ættu að heimsækja a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni. Kúba er föst í einhverskonar tímaskekkju og það sést vel á byggingum og bílaflota Havana. Lífsgleðin er samt sem áður allsráðandi og þú heyrir heillandi tónlist koma út úr hverju húsi og allsstaðar sérðu fólk dilla sér eða spila á hljóðfæri á götum úti. Það er vel þess virði að eyða góðum tíma í Kúbu, fara út fyrir Havana og upplifa fallegar strandirnar og heillandi borgir byggðar á nýlendutímanum.

Havana - Kúba

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Hafa samband