Surfarinn

Surfað um allan heim - heimsreisa með KILROY
Frá ISK 420.600 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • ✈️ Flugmiðar
  • ISIC kort
Surfarinn er heimsreisa sem fer á marga bestu surfstaði heims. Þetta er reisa fyrir byrjendur sem og reynda surfara þar sem við bjóðum upp á frábæra surfskóla um allan heim. Surf er ekki bara íþrótt, heldur lífsstíll og menningarheimur sem þú verður að kynnast! Sjórinn, sólin og skemmtunin bíður - drífðu þig af stað!

Mundu að þessi heimsreisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og mögulegt er.

Flugleiðin:
KEFLAVÍK - KAUPMANNAHÖFN - DUBAI - CAPE TOWN - SRI LANKA - SINGAPORE - BALI - BRISBANE // SYDNEY - CHRISTCHURCH // AUCKLAND - HAWAII - LOS ANGELES - BOSTON - KEFLAVÍK

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Surfarinn

Surf, sól og skemmtun út um allan heim!

Upplifðu surfmenninguna í 7 löndum í fjórum heimsálfum! Í þessari heimsreisu eru nokkrir af bestu surfstöðum heims heimsóttir. Þú getur annað hvort surfað á eigin vegum eða farið í surfskóla þar sem þú færð kennslu, allan búnað, flotta gistingu, samgöngur og mat. Surfskólar eru frábær skemmtun fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Svo eru þeir líka skemmtileg leið til að kynnast nýju fólki frá ólíkum löndum.

Ef þú færð nóg af því að surfa er margt fleira spennandi hægt að gera á þessum áfangastöðum, t.d. læra að kafa, fara í road trip, liggja í leti eða fara í skipulagða ævintýraferð.

1. Cape Town

Cape Town í Suður Afríku er einstök borg þar sem surfmenningin lifir góðu lífi í bland við afríska og evrópska menningarstrauma. Hér er gaman að labba á Table Mountain, fara í vínsmökkun, skoða mörgæsir og þeir hugrökkustu geta kafað með hvíthákörlum.

Cape Town - Suður Afríka

2. Sri Lanka

Sri Lanka er lítil eyja með mikið af fallegum ströndum, grænum skógum og dásamlegu fólki. Frábær staður til þess að læra að surfa, en hér er einnig að finna staði þar sem vanir surfarar geta skemmt sér í stórum öldum.

Surfskóli á Sri Lanka - KILROY

3. Singapore

Í Singapore er tilvalið að taka smá pásu frá ströndinni og surfinu til þess að upplifa stórborgarlífið.

Singapore - Asía

4. Balí

Á Balí er vinsælasti surfskóli KILROY. Hér er nóg af flottum ströndum til þess að velja úr og nóg við að vera alla daga og öll kvöld! Vinsælt er að læra að kafa á Balí eða nærliggjandi Gili eyjum.

Surfskóli á Balí - KILROY

5. Ástralía

Surf er nánast þjóðaríþrótt Ástralíu. Hér finnur þú staði eins og Surfers Point, Gold Coast og Sunshine Coast. Eins og þetta sé ekki nóg til að láta alla surfsjúka vilja heimsækja þetta risavaxna land, þá eru Ástralir stórskemmtilegir og vinalegir! Búðu þig undir fullt af grillveislum á ströndinni með nóg af bjór og hressu fólki.

Surf - Ástralía

6. Nýja Sjáland

Ef þú ert spennu- og adrenalínfíkill ætti Nýja Sjáland að vera efst á listanum þínum! Hér er ekki bara hægt að surfa, þú getur farið í rafting, á kajak, í fallhlífastökk, á skíði og í teygjustökk. Góða skemmtun!

Surfskóli í Nýja Sjálandi - KILROY

7. Havaí

Havaí er sólrík paradísareyja með ótrúlegri náttúru og fullkomnum ströndum. Á Hawaii er frábært að surfa en hér er einnig að finna magnaða köfunarstaði. Hafðu þó í huga að Hawaii er ekki ódýr áfangastaður!

Hawaii - Bandaríkin

8. Los Angeles

Kalifornía er fæðingarstaður surfsins og hér er síðasta tækifærið til að fara í frábæran surfskóla áður en þú snýrð aftur heim á klakann! Þú getur líka leigt bíl í Los Angeles og rúntað á milli mismunandi surfstranda - jafnvel kíkt á Grand Canyon og kastað teningum í Las Vegas svona fyrst þú ert komin(n) á staðinn...

Surfskóli í Kaliforníu - KILROY

Fáðu fría ráðgjöf hjá ferðsérfræðingi okkar
Bóka fund

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Hafa samband