Mundu að þessi heimsreisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og við mögulega getum.
Flugleiðin:
KEFLAVÍK - NEW YORK - MIAMI - SAN JOSE // MEXIKÓBORG - TÓKÝÓ - PEKING // SHANGHAI - SEOUL - HANOI // KUALA LUMPUR - BORNEO - JAKARTA // BALÍ - BRISBANE // SYDNEY - AUCKLAND - TAHÍTÍ - LOS ANGELES // SAN FRANCISCO - BOSTON - KEFLAVÍK
// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð
Út fyrir endimörk alheimsins er heimsreisa fyrir þá sem vilja fara ótroðnar slóðir. Ótal ævintýri bíða þeirra ætla sem leggja í þessa leið, og í stað þess að skrifa fleiri orð um það ætlum við að sýna þér smá sýnishorn af þeirri epík sem þú gætir upplifað!
Byrjað er á Austurströnd Bandaríkjanna þar sem flogið er í gegnum New York og Miami.
Í Kosta Ríka er upplagt er að læra að surfa eða fara í sjálfboðastarf með framandi dýrum. Þaðan getur þú síðan ferðast landleiðis eða farið í skipulagðri ferð í gegnum Mið-Ameríku upp til Mexíkó.
Skoðaðu fornar Maya minjar, surfaðu, kafaðu eða liggðu í leti á sólinni á fallegum ströndum Mexíkó.
Í Japan eru margar heillandi borgir eins og Kyoto, Osaka og Tókýó, æðislegur matur, heillandi menning, og merkileg saga. Hér er snilld að ferðast um með lestarpassa.
Ferðastu um Kína á eigin vegum eða með local leiðsögumanni frá Peking til Shanghai. Á leiðinni getur þú skoðað Kínamúrinn, Terracotta warriors og ótrúlega magnað landslag!
Suður-Kórea er heillandi land sem gaman er að skoða. Seoul er stórskemmtileg borg en það er líka gaman að ferðast út fyrir borgina og upplifa náttúrufegurð landsins.
Flogið er til Hanoi í Víetnam og þaðan er stutt að fara til Halong Bay. Þú getur svo ferðast til Kambódíu, Laos og Tælands á eigin vegum eða í skipulagðri ferð. Á þessu svæði er mikið af sögufrægum stöðum, himneskum ströndum og skemmtilegum borgum.
Malasía er oft vanmetinn áfangastaður í Asíu. Upplifðu stórborgina Kuala Lumpur og náttúru- og dýralífsparadísina Borneo.
Indónesía er stórt og fjölmennt land sem flestir stoppa of stutt. Ferðast er frá Jakarta til Balí og við mælum með að þú surfir á Balí og kafir við Gili eyjar.
Keyrðu á húsbíl eða ferðastu með rútupassa frá Brisbane til Sydney og fáðu afslappaðan surflífsstíl Ástralíu beint í æð!
Nýja Sjáland er líka frábær kostur fyrir road trip á húsbíl. Skemmtilegt fólk, endalaust úrval upplifana fyrir adrenalínfíkla og mögnuð náttúra sem þú kannast eflaust við úr Lord of the Rings.
Á Tahítí áttu ekki að hugsa, bara að njóta lífsins! Tær sjórinn, pálmatrén, skjannahvítar strandirnar....þetta er sannkölluð paradís!
Ævintýrið endar í Kaliforníu þar sem þú getur ferðast frá Los Angeles til San Francisco. Hér er vinsælt að leigja bíl og fara í road trip, fara í surfskóla eða í skipulagða ævintýraferð inn í einhverja af þeim mögnuðu þjóðgörðum sem eru á nágrenninu.
Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.