• apr.28

  Sigurvegari í heimsreisuleik KILROY

  Eftir Jakob
  Þakkir til þín Til að byrja með viljum við þakka öllum sem tóku þátt. Leikurinn fór langt fram úr björtustu vonum. Margir velta því kannski fyrir sér af hverju við erum að gefa svona stóra vinninga. Galdurinn felst í samfélagsmiðlum. Við setjum litlar fjárhæðir í uppsetningu, hönnun og auglýsingar. Í staðinn fer mest öll upphæðin í það sem skiptir máli, sjálfan vinninginn. Að þessu sinni var það HEIMSREISA. Svo vonum við að Íslendingar láti orðið berast á samfélagsmiðlum. Þannig að án ykkar allra sem deildu og lækuðu, væri þetta ekki hægt. Við þökkum þér kærlega fyrir það. 

  En að því sem skiptir máli!

  Sigurvegari í heimsreisuleik KILROY  Dregið var úr leiknum með forriti frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í samfélagsmiðlum og kallast KOMFO. Einn aðili var valinn af handahófi og vinnur 400.000 kr heimsreisu með KILROY. <... Lesa meira
 • apr.01

  Velkomin(n) heim pakki

  Eftir Jakob
  Allir þeir sem hafa farið í langt ferðalag vita hversu blendnar tilfinningar maður upplifir við heimkomu. Flestir óska þess að vera enn á ferðalagi,  því þegar maður þekkir frelsistilfinninguna sem fylgir feðalögum þá er erfitt að hætta. Á hverjum degi gerast ný ævintýri og maður kynnist heilum helling af allskonar fólki. Hver dagur er öðrum betri. Í stuttu máli þá eru ... Lesa meira
 • mar.31

  Surfskóli í Portúgal

  "I took off on a wave, went down the side, popped out the other end, and went, shit, I'm still alive!"

  Langar þig að upplifa eitthvað magnað í sumar? Eitthvað annað en í týpískum utanlandsferðum? Meiri spennu og ævintýri? Þá getum við hiklaust mælt með surfskólanum í Portúgal. Hér snýst lífið um hanga á ströndinni, surfa, kynnast fólki og njóta þess að vera til! Lesa meira
Hafa samband