Classic Burma Spice - Ævintýraferð um Myanmar

Classic Burma Spice - Ævintýraferð um Myanmar

Í þessari ævintýralegu ferð heimsækir þú alla hápunkta Myanmar en tekur einnig hjáleiðir sem leyfa þér að sjá sjaldséðar hliðar landsins, kynnast heimamönnum og upplifa hvað það er sem gerir þetta land svona einstakt!

Dagur 1. - Yangon
Ævintýrið byrjar í Yangon, fyrrum Rangoon. Hér finnur þú fyrir margra ára einangrun og á sama tíma breskum nýlenduáhrifunum. Þetta er svo greinilega Asía, en á sama tíma svo allt öðruvísi og ótrúlega einstakt. Eftir að búið er að sækja þig á flugvöllinn og skutla þér á hótelið hefur þú frjálsan tíma til þess að skoða borgina.

Yangon - Myanmar

Dagur 2. - Yangon & Shwedagon Pagoda
Leiðsögumaður sækir þig á hótelið og þú færð einka-ferð um markaði Yangon. Eftir það hefur þú frjálsan tíma til þess að kanna litríkar götur Yangon. Heimsæktu Shwedagon Pagoda - hið gyllta stolt, prófaðu testofurnar, smakkaðu Mohinga, horfðu á sólsetrið og borðaðu góðan kvöldmað umkring(ur) vinalegum og brosandi heimamönnunum.

Golden Pagoda - Stolt Yangon

Dagur 3. - Yangon & rúta til Mandalay
Þú hefur tíma til þess að kíkja á markað um morguninn eða rölta fram hjá Strand Hotel og detta nokkur hundruð ár aftur á nýlendutímann. Birgðu þig upp af gómsætu nesti fyrir ferðalag næturinnar, en þú munt ferðast með local næturrútu til Mandalay.

Að ferðast með rútum gerir þér kleift að spjalla við heimamenn - Myanmar

Dagur 4. - Mandalay
Þú kemur til Mandalay í tæka tíð til þess að sjá sólina rísa. Þú ert eflaust pínu þreytt(ur) eftir rútuferð næturinnar svo leiðsögumaður skutlar þér á hótelið. Þú hefur allan daginn til þess að kanna þessa nútímalegu stórborg þar sem kínversk áhrif eru allsráðandi. Hér finnur þú falleg munkaklaustur, litríka markaði, gamlar testofur og afslappaðan hversdagsleika. Í Mandalay er einnig fjörugasta næturlíf sem þú munt upplifa í Myanmar.

Mandalay - Myanmar

Dagur 5. - Mandalay
Dagurinn byrjar á hjólaferð þar sem þú upplifir bæði líflegar götur borgarinnar og sjarma sveitanna í kringum Mandalay. Stoppað verður á matarmörkuðum, bómullarframleiðslu og sveitabæum áður en snúið er aftur til borgarinnar. Restina af deginum getur þú notað í að skoða Mandalay. Við mælum með að þú kíkir á U-Bein brúnna, leigir jafnvel lítinn bát og horfir á sólsetrið - það er sjón sem þú munt aldrei gleyma.

Horfðu á sólsetrið af U-bein bridge í Mandalay - Búrma

Dagur 6. - Mandalay & Bagan
Ferðast er frá Mandalay til hinnar ævintýrulegu og töfrandi Bagan með almenningsrútu. Á leiðinni geturðu notið þess að sjá hversdagslíf Myanmar þjóta fram hjá og rútan mun eflaust fyllast af munkum á leiðinni. Bagan er einn besti staðurinn í Asíu til þess að skoða forn trúarhof. Sólarupprás og sólsetur eru fallegustu stundir dagsins í Bagan.Það er magnað að sjá græna hrísgrjónaakra þjóta fram hjá rútuglugganum

Dagur 7. - Bagan
Í dag færð þú að upplifa öll fallegustu hof og minjar Bagan í hjólaferð með leiðsögn. Bagan er UNESCO World Heritage Site og hér er nóg að sjá! Eftir að hjólaferðinni lýkur hefur þú frjálsan tíma til þess að upplifa og njóta.

Hofin í Bagan - Burma

Dagur 8. - Bagan
Þú hefur heilan dag til þess að kanna Bagan, enda er nóg við að vera! Skoðaðu fleiri hof, farðu á markað, njóttu útsýnisins yfir Irrawaddy River eða röltu um stræti Nyaung U.Ungir munkar í Bagan - Myanmar

Dagur 9. - Nyaungshwe
Nýr dagur - ný borg - ný ævintýri! Þú ferðast með rútu frá Bagan til Nyaungshwe, sem er ævintýri út af fyrir sig þar sem þú kynnist heimamönnum og sérð hversdagslífið í sveitum Myanmar. Komið er til Nyaungshwe um klukkan 17:30 og þú getur skoðað borgina á eigin vegum. Flestir ferðalangar verða ástfangnir af þessum stað!

Að heimsækja Myanmar er eins og að detta inn í nýjan heim

Dagur 10. - Nyaungshwe Inle Lake
Rólegheit og náttúrufegurð einkenna Nyaungshwe. Skoðaðu teekrurnar, eyddu nokkrum klukkustundum á bát og njóttu stórkostlegs útsýnisins frá Inle Lake eða farðu í gönguferð í tilkomumiklum fjöllunum. Hápunktur dagsins er svo matreiðslunámskeið! Þú byrjar á því að kaupa hráefnið á markaðinum og færir þig svo í útieldhús í fallegum garði þar sem þú færð kennslu í að elda hefðbundinn Myanmar-mat.

Veiðimaður á Inle Lake - Myanmar

Dagur 11. - 12. -  Nyaungshwe & Inle Lake
Það er ekkert skipulag þessa tvo daga, en við mælum með að þú leigir bát og farir út á Inle Lake þar sem útsýnið er sannarlega einstakt. Þú getur líka leigt hjól og hjólað í kringum vatnið. Það er nóg af fallegum stöðum á leiðinni sem gaman er að stoppa á og drekka te undir grænum trjánum. Vertu viss um að þú fáir góðan skammt af fersku sveitalofti og rólegu andrúmslofti áður en haldið er aftur til hinnar iðandi Yangon.

Að ferðast til Myanmar er ógleymanleg upplifun

Dagur 13. - 14. Yangon
Ferðast er til Yangon með rútu. Þú færð einn loka dag í Yangon á eigin vegum til þess að njóta borgarinnar áður en ferðinni lýkur og þú heldur á vit nýrra ævintýra.

Skoðaðu falleg hof í Yangon

Innifalið í verði:

  • Gisting (11 nætur á hóteli, 2 nætur í næturrútu)
  • Matur (11x morgunmatur, 2x hádegismatur
  • Samgöngur (Yangon-Mandalay-Bagan-Nyaungshwe-Yangon) Athugið að samgöngur innan borganna eru ekki alltaf innifaldar í verði. Hafið samband við ferðaráðgjafa fyrir frekari upplýsingar
  • Enskumælandi leiðsögumenn/bílstjórar á ákveðnum stöðum. Til þess að tryggja að þú hafir sem mest frelsi er ekki leiðsögumaður með í för alla ferðina.
  • Ferðir og afþreying samkvæmt ferðalýsingu

Ekki innifalið í verði:

  • Þjórfé fyrir leiðsögumenn
  • Skipulagðar ferðir sem ekki eru teknar fram í ferðalýsingu
  • Aðgangur inn í hof, söfn o.s.frv.
  • Vegabréfsáritun til Myanmar

Verðið á þessari ferð veltur á því hversu margir ferðast saman. Verðdæmið hér að neðan miðast við að 2 séu að ferðast saman. Hafðu samband við ferðaráðgjafa til þess að fá upplýsingar um verð.

Tengdar færslur
Hafa samband