Surfskóli á Balí

Surfskóli á Balí

Langar þig að læra að surfa? 

Hér er fullkomið námskeið fyrir þig! Í surfskólanum á Balí færðu aðgang að öllum búnaði og gistir á frábærum stað með fleiri hressum bakpokaferðalöngum víðsvegar að úr heiminum.

Balí er frábær staður til þess að læra að surfa fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Kennslan fer fram 5 daga vikunnar á þeim stað sem hentar best hverju sinni. Hver kennslustund er í 2 tíma og er raðað í hópa eftir því hversu mikla reynslu hver og einn hefur. 

Lærðu að surfa á Balí

Þegar þú ert ekki að leika þér í öldunum hefur þú fullt frelsi til að gera það sem þú vilt á þessari paradísareyju. Slakaðu á í hengirúmi, láttu þig fljóta um í sundlauginni, röltu um ströndina, verslaðu, hjólaðu um sveitavegina, skoðaðu þjóðgarðana eða prufaðu jóga.

Dagur í surfskólanum:

06:00 - 08:00 Byrjaðu daginn á því að fá þér nýlagað kaffi, ferska ávextir og bananapönnukökur. 

09:00 Skelltu á þig sólvarvörn því nú er tími til að leggja af stað. Farið er með loftkældum bíl á bestu surf staðina hverju sinni. 

10:00 Hitað upp, kennsla og surfað þar til að þú getur ekki meira. 

12:00 Kennsla dagsins er búin og þú getur nýtt restina af deginum eins og þig langar. Slappaðu af við sundlaugina, farðu í skoðunarferð um eyjuna, prufaðu jóga eða nýttu daginn í æfingar á brimbrettinu.

19:00 Kvöldmatur, annaðhvort á hótelinu eða á veitingastað.

22:00 Kannaðu næturlífið á Balí, horfðu á bíómynd í campinu, sötraðu bjór við sundlaugina eða farðu snemma í háttinn. 

Frábær aðstaða til að slaka á eftir góðan surf dag - Balí

Innifalið á einni viku:

 • Gisting í 7 nætur
 • 7 x morgunmatur
 • 5 x kvöldmatur
 • Surfbúnaður í 7 daga (blautbúningur og brimbretti)
 • Kennsla (5 x 2 tíma)
 • Akstur frá flugvelli að skólanum

Athugið að flug er ekki innifalið í verði!

Önnur afþreying á svæðinu

 • Jóga
 • Nudd
 • Hestaferðir
 • Gönguferðir um frumskóga og fjöll
 • Ubud og Monkey Forrest
 • Uluwatu hofið
 • Næturlífið á Kuta & Seminiak 
 • Frábærir veitingastaðir á Seminiak
 • Padang Padang
 • Tónleikar
 • Verslun
 • og svo margt margt fleira

Surfskóli á Balí er frábær viðbót við heimsreisuna, en þetta er líka góður kostur ef þú hefur bara nokkrar vikur og vilt gera eitthvað virkilega spennandi á skemmtilegum stað.

Dreymir þig um að fara í surfskóla á Balí?
Hafðu samband!
Hafa samband