Sjálfboðastarf og surf í Suður Afríku

Sjálfboðastarf og surf í Suður Afríku

Langar þig að nýta hæfileika þína, þekkingu og reynslu til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélag á sama tíma og þú lærir að surfa?

The adventure surf club er verkefni þar sem börn á aldrinum 12 - 14 ára geta komið eftir skóla og lært að surfa ásamt því að fá tækifæri til að taka þátt í skipulögðum gönguferðum og stunda aðrar íþróttir. Í þessu verkefni geta börnin komið 3-5 sinnum í viku og eru að meðaltali 5-20 börn hverju sinni. Þetta er frábært tækifæri fyrir þig til að láta gott af þér leiða á sama tíma og þú lærir að surfa.

Langar þig að vinna við það að kenna börnum að surfa

Í þessu sjálfboðastarfi færð þú tækifæri til þess að:

 • læra að surfa
 • aðstoða við surfkennslu
 • fá reynslu af því að vinna með börnum og stjórna hóp
 • kynnast suður-afrískri menningu
 • eyða deginum utandyra og/eða ströndinni í Cape Town
 • kynnast öðrum sjálfboðaliðum og eignast vini alls staðar að úr heiminum

Sem sjálfboðaliði þarft þú ekki að hafa ákveðna surf reynslu en það er skilyrði að kunna að synda. Verkefnið hefst á því að þú færð 6 tíma surfkennslu og eftir það eina klukkustund á viku hjá reyndum surfþjálfurum.

Eignast vini allsstaðar að úr heiminum - sjálfboðastarf með KILROY

Innifalið í verkefninu

 • Gisting
 • Þrjár máltíðir á dag
 • Surfkennsla
 • Stuðningur á meðan á verkefninu stendur
 • Móttaka á flugvellinum

athugaðu að flug er ekki innifalið í verkefninu

 

Lágmarksdvöl eru 4 vikur og aldurstakmark er 18 ára

Nýttu einnig tækifærið og kannaðu Suður-Afríku í leiðinni. Landið býr yfir ótrúlegu dýralífi og náttúru og er hinn fullkomni áfangastaður fyrir þá sem þrá útivist og ævintýri. Dreymir þig um að fara í safaríferð, surfa á bestu surfstöðum heims, kafa og ferðast um heillandi landslag? Þá er Suður-Afríka málið. 

Langar þig að læra að surfa og á sama tíma láta gott af þér leiða?
Hafðu samband!
Tengdar færslur
Hafa samband