Enskunám í Bandaríkjunum

Enskunám í Bandaríkjunum

Langar þig að læra ensku eða bæta núverandi kunnáttu? Hjá okkur finnur þú frábært enskunám í Bandaríkjunum. Hvort sem þú ert algjör byrjandi eða vilt bæta orðaforðann þá erum við með námskeiðið fyrir þig. 

Enskunám í Bandaríkjunum

Allir skólarnir í Bandaríkjunum eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þú getur farið í enskuskóla í New York, Boston, Miami, Los Angeles, Seattle, San Fransisco, Santa Cruz, Santa Barbara, San Diego, Chicago, Washington DC og Honolulu.

Þú getur á valið:

  • Standard námskeið - 26 klukkustundir á viku
  • Intensive námskeið - 32 kennslustundir á viku

Lágmarskdvöl eru 2 vikur en mælt er með að fara í 4-5 vikur til að fá sem mest út úr dvölinni. Hafðu samband við ráðgjafa okkar sem veitir þér allar nánari upplýsingar!

Frábært enskunám í New York - KILROY

New York - Skólinn í New York hefur alltaf verið vinsæll, en hann er heimavistarskóli þar sem þú hefur aðgang að sundlaug, líkamsrækt og frábærri aðstöðu þar sem nemendur geta hist. Skólinn er staðsettur í um u.þ.b. 40 mín fjarlægð frá Manhattan. 

Enskuskóli í Miami - KILROY

Miami - Málaskólinn í Miami hefur magnaða stasetningu - alveg við ströndina og rétt hjá Ocean Drive á South Beach þar sem allt iðar af lífi. Stutt er einnig í verslanir og veitingastaði. Að auki býður skólinn upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir nemendur eins og blak á ströndinni, grill veislur og helgaferðir á spennandi staði.

Lærðu ensku í Los Angeles - KILROY

Los Angeles - Enskuskólinn í Los Angeles er tilvalinn fyrir þá sem vilja læra ensku í sól og afslöppuðu umhverfi en á sama tíma vera nálægt veitingastöðum og flottum verslunum. Að auki er í hverri viku sett upp ný dagskrá með spennandi afþreyingarmöguleikum fyrir nemendur.

Enskuskóli í San Francisco - KILROY

San Francisco - Skólinn í San Francisco er með frábæra staðsetningu - í göngufjarlægð frá Golden Gate brúnni og ströndinni. Að auki stoppar sporvagninn við rétt við skólann og þannig getur þú ferðast auðveldlega til og frá skólanum. Skólinn býður upp á dags- og helgarferðir þar sem þú getur t.d. farið til Los Angeles eða heimsótt Yosemite þjóðgarðinn.

Skemmtilegur enskuskóli í Boston - KILROY

Boston - Málaskólinn er í u.þ.b. 20 mínútna strætóferð frá miðborg Boston og Harvard Square sem er þekkt sem miðstöð háskólalífsins. Heimavistin er á sama stað og skólinn en þú getur einnig valið um að gista hjá fjölskyldu.

Athugaðu að við bjóðum upp á enskuskóla í mörgum öðrum borgum sem og í Englandi og á Möltu. Ef þú vilt frekari upplýsingar um þær borgir sem eru í boði þá ekki hika við að hafa samband við ráðgjafa okkar.

Langar þig að bæta enskukunnáttu þína?
Hafðu samband!

 

Tengdar færslur
Hafa samband