Einstakt tækifæri - surf, sól og frábærir ferðafélagar

Einstakt tækifæri - surf, sól og frábærir ferðafélagar

Langar þig að taka þátt í spennandi sjálfboðastarfi á sama tíma og þú ferðast um og surfar á nokkrum af bestu surfstöðum Suður-Afríku?

Hér færð þú tækifæri til að taka þátt í sérstöku 10 daga sjálfboðaverkefni í Suður-Afríku - aðeins ein dagsetning í boði.

 • 11. desember 2017

Í þessu frábæra verkefni tekur þú þátt í því að veita 12 börnum úr fátækari hverfum Cape Town tækifæri til að fara í 10 daga surfferðalag um the Garden Route en flest þeirra hafa aldrei farið út fyrir Cape Town. Sem sjálfboðaliði ferðast þú með börnunum á milli frægra surfstaða ásamt því að heimsækja og taka þátt í frábæru dýraverndunarverkefni.

Taktu þátt í spennandi sjálfboðaverkefni í Suður-Afríku

Í þessu sjálfboðaverkefni færð þú tækifæri til þess að:

 • ferðast um the Garden Route
 • surfa á nokkrum af bestu surfstöðum Suður-Afríku
 • fá reynslu af því að vinna með börnum
 • kynnast menningunni í Suður-Afríku
 • upplifa einstakt landslag
 • kynnast og taka þátt í dýraverndunarverkefnum
 • kynnast öðrum sjálfboðaliðum alls staðar að úr heiminum

Spennandi sjálfboðastarf í Suður-Afríku

Innifalið:

 • gisting
 • surfnámskeið
 • 3 máltíðir á dag
 • allar ferðir á milli áfangastaða

Athugaðu að flug er ekki innifalið í verði.

Sjálfboðastarf er frábær viðbót við heimsreisuna en einnig góður kostur ef þú hefur takmarkaðan tíma og langar að gera eitthvað virkilega spennandi á einstökum áfangastað.

Langar þig að taka þátt í sjálfboðastarfi?
Hafðu samband
Tengdar færslur
Hafa samband