4 vikur - 4 áfangastaðir

4 vikur - 4 áfangastaðir

Langar þig að læra spænsku á sama tíma og þú ferðast um Panama og Kosta Ríka? Skoðaðu þetta 4 vikna spænskunámskeið!

Námskeiðið er sett upp þannig að þú lærir spænsku á sama tíma og þú ferðast um Panama og Kosta Ríka og upplifir allt það besta sem löndin hafa upp á að bjóða - menninguna, söguna, tónlistina, matinn og strendurnar. Námið er í 4 vikur og ert þú u.þ.b. í viku á hverjum stað þar sem þú færð góðan grunn í tungumálinu í frábærum málaskólum og fjölda tækifæra til þess að æfa þig í að tala og hlusta á spænsku.

Þú munt heimsækja:

 • Panama city (Panama)
 • Bouquete (Panama)
 • Bocas del Toro (Panama)
 • Turrialba (Kosta Ríka)

Bocas del Toro í Panama - KILROY

Innifalið:

 • Spænskukennsla
 • Ferðalög á milli staða
 • Gisting
 • Morgunverður
 • Kynning á hverjum áfangastað - einu sinni í viku
 • Danskennsla - einu sinni í viku
 • Matreiðslunámskeið - einu sinni í viku
 • Happy hour drykkir á föstudögum
 • Panama City ævintýri: Casco Viejo / Panama Canal ferð
 • Panama City ævintýri: tvær nætur á San Blas eyjunni
 • Boquete ævintýri: Canopy ferð
 • Bocas ævintýri: Catamaran sigling
 • Turrialba ævintýri: Rafting á Pacuare ánni og gisting
 • Akstur til og frá flugvellinum.

Athugaðu að flug er ekki innifalið í verði

 

Af hverju Panama og Kosta Ríka?

Panama er einstakur áfangastaður þar sem þú finnur mikið af fallegum ströndum, spennandi regnskógum, afskekktum eyjum og dásamleg kóralrif. Landið er enn frekar lítið sótt af ferðamönnum svo drífðu þig áður en það breytist.

Einstakar strendur í Panama - KILROY

Kosta Ríka er sannkallað draumaland náttúru- og dýralífsunnenda. Þar getur þú meðal annars slappað af á fallegum ströndum, kafað innan um litríka fiska, gengið á eldfjöll, upplifað frumskóga og skoðað einstakt dýralíf. Þér á ekki eftir að leiðast í Kosta Ríka.

Canopying í Kosta Ríka - KILROY

Spænskuskóli er frábær viðbót við heimsreisuna! Einnig er þetta góður kostur ef þú hefur bara nokkrar vikur og vilt gera eitthvað virkilega spennandi.

Langar þig að læra spænsku?
Hafðu samband
Tengdar færslur
Hafa samband