5 hlutir sem þú verður að upplifa í Tælandi

5 hlutir sem þú verður að upplifa í Tælandi

Einstök náttúra, skemmtilegt dýralíf, hvítar sandstrendur, afskekktar eyjar, dásamlegt hitabeltisloftslag, skemmtilegir markaðir, ótrúlega góður matur og vingjarnlegt fólk. Það er ekki að ástæðulausu að Tæland er einn vinsælasti áfangstaður Asíu! 

Tæland býður upp á allt sem ævintýraþyrst hjarta girnist og við skiljum vel að það getur verið erfitt að velja á milli áfangastaða og upplifana. Hér er listi yfir okkar uppáhalds upplifanir í Tælandi. 

1. Köfun í Tælandi

Köfun í Tælandi - KILROY

Það bíða þín endalaus neðansjávarævintýri í Tælandi - kafaðu með hákörlum, hvítháfum og djöflaskötum. Langar þig að læra að kafa? Við mælum með Koh Tao - ódýrt, einstakt neðansjávarlífríki og frábærir kennarar!

  • Við mælum meðLæra að kafa á Koh Tao - frá 43.000 ISK
  • Okkar ráð: Einn af bestu stöðunum til að sjá hvalháfa er í kringum Chumpehon Pinnacle. Einnig gætir þú átt möguleika á að sjá hvalháf þegar þú kafar í kringum Similan Island eða Phi Phi Islands. 

2. Gönguferðir í Tælandi

Gönguferðir í Tælandi - KILROY

Frelsið sem fylgir gönguferðum er ómetanlegt! Þú kemst út fyrir hina hefðbundnu ferðamannaslóð og færð tækifæri til að upplifa náttúruna í nýju ljósi. Skelltu þér í nokkra daga göngu um fallega hrísgrjónaakra, lítil þorp, stóra hella og ævintýralega regnskóga. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því!

3. Siglingar í Tælandi

Siglingar í Tælandi - KILROY

Hvernig líst þér á að sigla um kristaltæran sjó í sól og hita? Ímyndaðu þér að þú sitjir um borð og horfir á næsta áfangastað - paradísareyja með hvíta sandströnd og litrík kóralrif. Náðu í sundfötin og snorkgræjurnar!

4. Fitness í Tælandi

Fitness æfingabúðir í Tælandi - KILROY

Langar þig bæta líkamlegan styrk? Fitness æfingabúðir er fyrir alla - hvort sem þú villt styrkjast, bæta þolið eða léttast þá færð þú frábært tækifæri til að ná markmiðum þínum í einstöku umhverfi. 

  • Við mælum með: Bættu líkamlegan styrk á fitness námskeiði í Phuket (frá 83.125).
  • Okkar ráð: Flestir sem skrá sig í fitness eru að ferðast einir. Ekki hafa áhyggjur þó þú hafir ekki ferðafélaga. Þú átt eftir að kynnast frábæru fólki alls staðar að úr heiminum.

5. Ævintýraferðir í Tælandi

go on a round trip in thailand

Ert þú á leiðinni til Tælands og átt í vandræðum með að velja á milli áfangastaða? Við skiljum það vel. Láttu aðra sjá um ferðaplanið og einbeittu þér aðeins að því að njóta þess að vera í nýju landi og skapa ógleymanlegar minningar.

  • Við mælum með: 15 daga ferð um Tæland - frá 150.750 ISK
  • Okkar ráð: Að ferðast með öðru ævintýragjörnum einstaklingum er frábær leið til að kanna Tæland. Að auki er ferðaplanið búið til af sannkölluð ferðasnillingum.
Dreymir þig um að heimsækja Tælands?
Hafðu samband
Tengdar færslur
Hafa samband