18 ástæður fyrir því að þú ættir ekki að bóka þessa ferð!

18 ástæður fyrir því að þú ættir ekki að bóka þessa ferð!

Að ferðast með öðru ævintýragjörnu, ungu fólki og eignast vini allsstaðar að úr heiminum er frábær leið til þess að kanna nýja staði en á sama tíma getur það verið mikil áskorun. Af hverju að fara út fyrir hina hefðbundnu ferðamannaslóð þegar það eru svo margir staðir í heiminum þar sem þú getur verið meðal þúsunda annarra ferðamanna.

Cape Town to Victoria Falls Adventure er skipulögð ferð sem fer með þig, í gegnum fjögur lönd, frá iðandi stórborgarlífinu í Cape Town til hinna mikilfenglegu Viktoríu fossa. Safarí, gisting í tjöldum undir stjörnubjörtum himni, dásamleg menning og fullt af spennandi afþreyingu. Já þessi ferð gæti orðið að hápunkti ársins en það eru nokkur atriði sem við verðum að vara þig við.

Dagur 1 - Cape Town

Ævintýrið hefst í Cape Town þar sem þú byrjar á því að hitta hópinn, sem samanstendur af ævintýragjörnum einstaklingum alls staðar að úr heiminum, sem þú átt eftir að ferðast með næstu 18 daga. Vertu varkár en þetta getur leitt til mikils aukakostnaðar í framtíðinni þegar þú þarft að heimsækja alla nýju vinina.

Þú átt eftir að kynnast skemmtilegu fólki alls staðar að úr heiminum.

Dagur 2 - Lambert´s Bay

Dagurinn hefst með góðum morgunverði áður en þú upplifir dramatíska landslagið á vesturströnd Suður-Afríku. Ekki viss um að þú eigir eftir að sjá eitthvað stórkostlegt á þessari leið.

Wolfberg Arch, Cederberg - Suður-Afríka

Dagur 3 - Orange River

Mælt er hér með því að slaka á og njóta þess að synda í lengstu á Suður-Afríku. Ókei það er líklega ekki í þessum hluta árinnar hér fyrir neðan en samt!

Orange river - Augrabies fossarnir

Dagur 4 - Fish River Canyon

Á fjórða degi ferðarinnar er farið yfir landamærin til Namibíu. Hér munu leiðsögumennirnir (eru tveir) aðstoða þig í gegnum allt ferlið. Það á eftir að verða erfitt að ferðast í framtíðinni þegar þú þarft að standa í þessu öllu sjálf(ur). Og Fish River Canyon, já það er stærsta gljúfur Afríku og þú gætir líklega náð nokkrum ágætum myndum hér. 

Stærsta gljúfur Afríku - Fish River Canyon, Namibía

Dagur 5 - Namib eyðimörkin

Dreymir þig um að upplifa milljón stjörnu gistingu? Í dag er heppnin með þér! Að gista í tjaldi getur þó verið ávanabindandi en við höfum heyrt sögur af ferðalöngum sem hafa flutt í tjald eftir heimkomu.

Milljón stjörnu gisting í Namib eyðimörkinni - KILROY

Dagur 6 - Namib eyðimörkin

Í dag átt þú eftir að svitna mikið er þú kannar undarlega eyðimerkur landslagið. Seseriem Canyon, the Soussusclei Dunes og ganga upp á hina mögnuðu Dune 45. Af hverju að gera sjálfum sér þetta jafnvel þótt þú gætir upplifað eitt magnaðasta sólarlag lífs þíns?

Magnað sólarlag í Namib eyðimörkinni

Dagur 7 - Swakopmund

Á leið þinni til Swakopmund færð þú tækifæri til að slaka á og njóta útsýnisins úr bílnum. Já það er yndislegt að þurfa ekki að skipuleggja og hugsa ætíð um næstu leggi ferðarinnar og geta aðeins einbeitt sér að því að njóta þess að vera í nýju landi og skapa ógleymanlegar minningar en hvernig verður það að mæta aftur í vinnuna/skólann þar sem þú þarft að taka allar ákvarðanirnar?

Stórkostlegt landslag - Namib eyðimörkin

Dagur 8 - Swakopmund

Swakopmund er þekkt sem ævintýraborg Afríku. Já það verður erfitt að velja á milli allra afþreyingarmöguleikanna. Verður það fallhlífarstökk, sandbretti eða fjórhjólaferð, svona til að nefna nokkra? Að auki þá munu allir ferðafélagarnir vita nákvæmlega hverju þú þorir og þorir ekki.

Adrenalínfull ævintýri í Swakopmund, Namibía

Dagur 9 - Etosha þjóðgarðurinn

Vilt dýr, eru þeir eitthvað ruglaðir? Og að tjalda í miðjum þjóðgarðinum? Hver sofnar við hljóðin í villtum dýrum? Ljónsöskur, þungur flóðhestagangur og eitthvað sem hreyfist í runnanum við hliðin á tjaldinu á klárlega eftir að halda þér vakandi. 

Kannaðu villt dýralíf í Etosh þjóðgarðinum - KILROY

Dagur 10 - Etosha þjóðgarðurinn

Já, við erum ekki ljúga, það eru tveir dagar af safaríi í Etosha. Það er kannski einstök upplifun að sjá ljón, nashyrninga, fíla, gíraffa, sebrahesta og hýenur í sínu náttúrulega umhverfi með eigin augum en þú veist að þú getur einnig séð það í sjónvarpinu heima.

Safarí í Etosha þjóðgarðinum er einstök upplifun - KILROY

Dagur 11 - Windhoek

Windhoek, höfuðborg Namibíu er nútímaleg borg þar sem þú getur heimsótt kirkjur, kastala og skemmtilega markaði. Þú átt mjög líklega eftir heillast að borginni en um leið og þú mætir á handverksmarkaðinn þá á veskið þitt eftir að tæmast og bakpokinn fyllast.

Kannaðu stórkostlegt handverk á mörkuðum Windhoek, Namibía

Dagur 12 - Kalahari eyðimörkin

Önnur eyðimörk og núna í Botsvana! Hver vill vera í miðri auðninni og kynnast undarlegum aðferðum til að komast af, frá San Bushmen ættbálkinum, eins og það hvernig þú ættir ekki að henda fyrsta pissinu en samkvæmt þeim þá kemur það sér vel að eiga það á þurrka tímum.

Upplifðu menningu San Bushman ættbálksins í Kalahri eyðimörkinni

Dagur 13 - Maun

Núna eru það tveir dagar af akstri til Okavango Delta með næturgistingu í Maun. Þessum tíma þarft þú að eyða í loftkælda overland trukknum sem kemur þér á milli staða á öruggan máta.

Ferðast er um í rúmgóðum overland trukk - KILROY

Dagur 14 - Okavango Delta

Okavango Delta, stærsta óseyri heims, er heimili fjölbreytt dýralífs. Eftir að þú hefur upplifað hefðbundna Mokor ferð (sjá mynd hér fyrir neðan) aðstoðar þú við að setja upp tjaldbúðirnar og já tjaldið mun, aftur hér, vera eina vörnin þín gagnvart viltu dýralífinu. 

Upplifðu ógleymanlega Mokoro ferð - Okavango Delta

Dagur 15 - Nata

Meira af viltu dýralífi og núna að næturlagi! Hér færð þú tækifæri til að fylgjast með dýrunum koma að vatnsbólinu og já það er nálægt svæðinu þar sem þú gistir.

Fylgstu með þegar dýrin koma að vatnsbólinu á næturnar - KILROY

Dagur 16 - Kasane

Og það er ekki búið þar sem í dag heimsækir þú einnig Chobe þjóðgarðinn. Að auki þá er sólsetrið þar bara í meðallagi.

Einstakt sólarlag í Chobe þjóðgarðinum - Botsvana

Dagur 17 - Viktoríu fossar

Í dag er það fjórða og síðasta landið, Simbabve, þar sem þú heimsækir hina kraftmiklu Viktoríu fossa. Ef þú ert lofthrædd/ur þá mælum við með því að sleppa því að bóka þyrluflugið.

Útsýnið yfir Viktoríu fossa - KILROY

Dagur 18 - Viktoríu fossar

Til hamingju, þú komst á leiðarenda! Þessi dagur verður þó líklega sá erfiðasti þar sem þú þarft núna að kveðja alla nýju vinina og taka ákvörðun um hvert þú eigir að fara næst.

Því miður þá þurfa öll ævintýri að enda

Hefur þú enn áhuga á þessari ferð? Kynntu þér hana hér fyrir neðan!

 

Langar þig að fara í ævintýraferð?
Hafðu samband
Hafa samband