Sjáfboðastarf og köfun á Seychelles

Sjáfboðastarf og köfun á Seychelles

Elskar þú að kafa? Í þessu frábæra sjálfboðaverkefni færð þú tækifæri til að safna nokkrum karmastigum á sama tíma og þú stundar köfun. Já það er hægt og þar að auki á mögnuðum áfangastað, Seychelles, þar sem þú getur slakað á undir pálmatré sem bærist í golunni, sleikt sólina á hvítum ströndum, kannað dýralífið inn í frumskóginum, borðað mangó og banana beint af trjánum og síðast en ekki síst öðlast einstaka köfunarreynslu á sama tíma og þú vinnur að því að vernda og byggja upp neðansjávarlífríkið. Hljómar nokkuð vel?

Hér tekur þú þátt í frábæru verkefni sem vinnur að verndun hafsins í gegnum vitundarvakningu og rannsóknir. Sem sjálfboðaliði tekur þú þátt í fjölbreyttum verkefnum en þar á meðal er að:

 • safna og skrá upplýsingar um ástand kóralrifanna
 • safna og skrá upplýsingar um tegundir sjávarlífvera
 • vinna að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum
 • þróa og setja saman upplýsinga- og kennsluefni

Marine Conservation á Seychelles - KILROY

Flestar rannsóknir fara fram neðansjávar og átt þú því eftir að eyða mestum tíma þínum þar - u.þ.b ein til tvær kafanir/snorklferðir á dag, fimm daga vikunnar. Þú þarft ekki að vera gríðarlega reyndur kafari til þess að taka þátt í verkefninu þar sem þú átt eftir að fá þá kennslu sem þú þarft á staðnum en krafa er gerð á að þú hafir PADI Open Water köfunarréttindin, eða annað svipað, og góða enskukunnáttu.

Að auki átt þú eftir að öðlast einstaka reynslu og bæta kunnáttu þína á fjölbreyttum sviðum. Sem sjálfboðaliði færð þú tækifæri til að:

 • læra að greina mismunandi sjávar- og kóraltegundir í Indlandshafinu
 • þróa tækni til að rannsaka kóralrifin
 • öðlast PADI Advanced og PADI Coral Reef Research Diver réttindin
 • heimsækja paradísareyjar
 • kanna fjölbreytt köfunarsvæði
 • heimsækja varpstaði Hawksbill og Green skjaldbakanna
 • fara á önnur köfunarnámskeið og/eða skemmtikafanir á afslætti með nálægum köfunarfyrirtækjum.
 • og síðast en ekki síst upplifa fjölbreytt ævintýri á einstakri eyju

Taktu þátt í frábæru sjálfboðaverkefni á Seychelles - KILROY


Innifalið er:

 • gisting
 • allur matur á meðan á verkefninu stendur
 • stuðningur allan sólarhringinn
 • fjölbreytt námskeið
 • skyndihjálp og CPR þjálfun
 • kynning á nærliggjandi svæði
 • aðgangur að nálægum þjóðgörðum
 • PADI Advanced Open Water réttindin
 • PADI Coral Reef Research Diver Distinctive Speciality réttindin

Athugaðu að flug til og frá Íslandi er ekki innfalið í verði og lágmarksaldur er 18 ára. 

Sjálfboðastarf á Seychelles er frábær viðbót við heimsreisuna en einnig góður kostur ef þú hefur takmarkaðan tíma og langar að gera eitthvað virkilega spennandi á einstökum áfangastað.

Sjálfboðastarf á Seychelles - KILROY

Langar þig að taka þátt?
Hafðu samband
Hafa samband