Í form á Fiji

Í form á Fiji

Dreymir þig um að upplifa eitthvað magnað? Fara í ferð sem er stútfull af útivist, hreyfingu og fjölbreyttum upplifunum? Fiji er ekki bara slökun á ströndinni með ferska kókoshnetu í einni hendi og sólarvörnina í hinni. Segðu Bula og skráðu þig á sjö daga fitness námskeið þar sem þú færð tækifæri til upplifa menninguna á Fiji á sama tímga og þú tekur þátt í fjölbreyttum æfingum.

Fitness æfingabúðirnar eru staðsettar á Viti Levu eyjunni og hafa í boði fjölbreytta tíma þar á meðal Body fit, Cardio, Box, Zumba, Hot Hula dans, sjálfsvarnartímar og Open Mat.

Get fit in Fiji - KILROY

Námskeiðið er uppbyggt þannig að þú færð ákveðna vikudagskrá með vel völdum tímum og upplifunum en þess á milli hefur þú fullt frelsi til að taka þátt í öðrum tímum sem í boði eru þér að kostnaðarlausu.

Fyrsta námskeiðið hefst 3. september 2017 en þar á eftir hefst nýtt á hverjum sunnudegi.

Dagskráin

Get fit in Fiji - the schedule

Að auki við að mæta í frábæra líkamsræktar tíma átt þú eftir að:

 • Fara í skoðunarferð um nærliggjandi svæði.
 • Stunda jóga á ströndinni (tveir tímar).
 • Taka þátt í 4 km morgunhlaupi að „the Mud Pools” (sem þú munt prófa).
 • Upplifa magnaðan dekurdag sem inniheldur morgun Pilates, eins klukkustundar nudd og eins klukkustundar andlitsbað, hand- og fótsnyrtingu.
 • Hálfs dags fjallganga og þorpsheimsókn.
 • Slökun á Cloud 9 (pallur út á miðju hafi).
 • Spila strandblak og læra að dansa Hot Hula.

Hvar mun ég gista?

Gistingin er staðsett við ströndina og aðeins í um 20 mínútna göngufjarlægð, eða 8 mínútna hlaupafjarlægð, frá líkamsræktarstöðinni. Þú getur valið á milli þess að gista í dorm herbergi, með 6 eða 8 rúmum, eða bókað einkaherbergi, með eða án loftkælingu. Allir gestir fá aðganga að þráðlausu neti, farangursgeymslu, kaffihúsi og sundlaug.

Innifalið:

 • Móttaka á flugvellinum
 • Gisting
 • 1 x morgunverður, 3 x hádegisverður og 1 x kvöldverður
 • Allar ferðir í dagskrá
 • Ótakmarkaður aðgangur að líkamsræktarstöðinni.

Fitness æfingabúðir á Fiji er fullkomin viðbót við heimsreisuna ásamt því að vera góður kostur ef þig langar að upplifa eitthvað nýtt og spennandi á einstökum áfangastað.

Þú átt eftir að:

Strandblak - í form á Fiji

Fá tækifæri til að spila fullt af strandblaki.

Prófaðu Mud bath á Fiji

Baða þig upp úr drullu í „the mud pool”.

Ferskir drykkir á Bamboo cafe - fitness æfingabúðir á Fiji

Upplifa dásamlega menningu.

Snilldar gönguferðir á Fiji

Fara í magnaðar göngur og heimsækja lítil afskekkt þorp.

Gisting er innifali - fitness á Fiji

Gista á frábæru stað...

Gist er við ströndina - Fitness á Fiji

...sem er staðsettur alveg við ströndina!

Cloud 9 á Fiji

Synda í kristaltærum sjó og njóta sólarinnar um borð á Cloud 9...

Sólarlagið á Fiji - KILROY

...og kynnast bæði heimamönnum og öðrum ferðalöngum alls staðar að úr heiminum.

Langar þig að fara í fitness æfingabúðir?
Hafðu samband
Tengdar færslur
Hafa samband