Sjálfboðastarf og köfun á Fiji

Sjálfboðastarf og köfun á Fiji

Elskar þú að kafa? Langar þig að safna nokkrum karmastigum á sama tíma og þú stundar köfun? Í þessu vinsæla sjálfboðaverkefni færð þú tækifæri til að aðstoða við að vernda og byggja upp neðansjávarlífríkið á Fiji.

Hvað sérðu þegar þú ímyndar þér Fiji? Hvítar strendur, kristaltæran sjó, pálmatré og ferskar kókoshnetur. Þú hefur nokkuð rétt fyrir þér. Ímyndaðu þér núna að þú sért staddur/stödd í þessari paradís og lætur gott af þér leiða í frábæru dýraverndunarverkefni á sama tíma og þú öðlast einstaka köfunar reynslu. Hljómar nokkuð vel?

Þú þarft ekki að vera gríðarlega reyndur kafari til þess að taka þátt í verkefninu þar sem þú átt eftir að fá þá kennslu sem þú þarft á staðnum. Til að taka þátt í fjögurra vikna verkefninu (sem er lágmarkið) þarft þú að vera með Open Water köfunarréttindin en ef þú skráir þig í átta eða tólf vikna verkefnið þá eru þau innifalin. Þá átt þú einnig eftir að öðlast PADI Coral Reef Research Diver Distinctive Speciality réttindin og PADI Advanced Open Water réttindin.

Sjálfboðastarfið hefst með þjálfun þar sem þú lærir að þekkja mismunandi tegundir fiska og kórala. Sem sjálfboðaliði átt þú eftir að sinna fjölbreyttum verkefnum en á meðal þeirra er að:

 • safna og skrá upplýsingar um tegundir sjávarlífvera
 • safna og skrá upplýsingar um ástand kóralrifanna
 • hreinsa hafsbotninn
 • taka þátt í því að skipuleggja og kynna mikilvægi umverfisverndunar í nálægum samfélögum

Láttu gott af þér leiða á sama tíma og þú kafar við Fiji

Hvar er náttúruverndarverkefnið staðsett?

Sjálfboðaverkefnið er staðsett á hinni einstöku og fallegu Caqalai eyju nálægt Moturiki eyju. Caqalai er frekar lítil en þekkt fyrir einstakt landslag.

Innifalið:

 • Gisting
 • Móttaka á flugvellinum (ef koma er fyrir 20:30)
 • Morgun-, hádegis- og kvöldmatur (sjálfboðaliðar skiptast á að elda)
 • Um 40 - 50 kafanir á mánuði
 • Aðgangur að öllum búnaði
 • Þjálfun og fræðsla um neðansjávar lífríkið
 • Stuðningur á meðan á verkefninu stendur
 • Skyndihjálparnámskeið
 • PADI Coral Reef Research Diver Distinctive Speciality réttindi
 • PADI Open Water köfunarréttindi (fyrir sjálfboðaliða í 8 og 12 vikna verkefnum)
 • PADI Advanced Open Water réttindin

Athugaðu að flug er ekki innifalið í verði.

Myndir frá verkefninu

Sjáflboðastarf á Fiji - KILROY
Þetta verður útsýnið þitt á hverjum degi...

Magnað sólarlag á Fiji - KILROY

...ásamt því að þú átt eftir að upplifa einstakt sólarlag eftir frábæra köfunardaga.

Frábært dýraverndurnarverkefni á Fiji - KILROY
Þú gætir hitt þessa í vinnunni.

Sjálfboðastarf og köfun á Fiji - KILROY

Þú átt eftir að kynnast öðrum frábærum sjálfboðaliðum alls staðar að úr heiminum...

Kafað innan um hákarla á Fiji - KILROY

...og upplifa einstakt og fjölbreytt neðansjávarlíf

Sjá fleiri sjálfboðastörf hér

Langar þig að taka þátt?
Hafðu samband

Hafðu samband

Hafa samband