Enskuskólar í Bandaríkjunum, Englandi og á Möltu!

Enskuskólar í Bandaríkjunum, Englandi og á Möltu!

Langar þig að læra ensku eða bæta núverandi kunnáttu? Þá er besta leiðin að fara út í málaskóla. Þar munt þú heyra tungumálið sem þú vilt læra allan daginn og færð fjölda tækifæra til að æfa tal. Þannig lærir þú tungumálið miklu hraðar en hérna heima. 

Hjá okkur finnur þú frábært enskunám í Bandaríkjunum, Englandi og á Möltu. Hvort sem þú ert algjör byrjandi eða vilt bæta orðaforðann þá erum við með námskeiðið fyrir þig. 

Allir skólarnir eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Venjan er sú að við komu tekur þú stöðupróf sem skilgreinir á hvaða stigi þú ert í náminu. Þetta er gert til að setja þig í bekk með fólki sem kann álíka mikið og þú. Þannig átt þú eftir að læra sem mest!

Þú getur á valið:

  • Standard námskeið - 26 klukkustundir á viku
  • Intensive námskeið - 32 kennslustundir á viku

Lágmarksdvöl eru 2 vikur en mælt er með að fara í 4-5 vikur til að fá sem mest út úr dvölinni. Hafðu samband við ráðgjafa okkar sem veitir þér nánari upplýsingar!

Við erum í samstarfi með enskuskólum í mismunandi borgum en hér fyrir neðan eru stuttar lýsingar á vinsælustu skólunum.

Miami

Enskuskólar í Miami - KILROY

Enskuskólinn í Miami hefur magnaða stasetningu - alveg við ströndina og rétt hjá Ocean Drive á South Beach þar sem allt iðar af lífi. Stutt er einnig í verslanir og veitingastaði. Að auki býður skólinn upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir nemendur eins og blak á ströndinni, grill veislur og helgaferðir á spennandi staði.

New York

Enskuskólar í New York - KILROY

Skólinn í New York er alltaf vinsæll. Þar búa nemendur á heimavist og fá aðgang að frábærri aðstöðu, þar á meðal er sundlaug, líkamsrækt og setustofa þar sem nemendur geta hist. Skólinn er staðsettur í um u.þ.b. 40 mín fjarlægð með lest frá Manhattan.

San Francisco

Enskuskólar í San Fransisco - KILROY

Skólinn í San Francisco er með frábæra staðsetningu - í göngufjarlægð við bæði Golden Gate brúnni og ströndinni. Að auki stoppar sporvagninn rétt við skólann og þannig getur þú ferðast auðveldlega til og frá skólanum. Skólinn býður upp á dags- og helgarferðir þar sem þú getur t.d. farið til Los Angeles eða heimsótt Yosemite þjóðgarðinn.

San Diego

San Diego - málaskólar

Enskuskólinn í San Diego er tilvalinn fyrir þá sem vilja læra ensku í sól og afslöppuðu umhverfi en á sama tíma vera nálægt veitingastöðum og flottum verslunum. Að auki er í hverri viku sett upp ný dagskrá með spennandi afþreyingarmöguleikum fyrir nemendur.

Malta

Enskuskólar á Möltu - KILROY

Sól og hiti allt árið umkring. Skólinn á Möltu er staðsettur í St. Julians, í göngufjarlægð við ströndina og fjölda veitingahúsa. Hvernig lýst þér á að læra ensku á sama tíma og þú upplifir miðjarðarhafsloftslagið? Mikil áhersla er lögð á hlustun og tal og átt þú eftir að fá fjölda tækifæra til að æfa þig á næsta markaði, kaffihúsi og/eða ströndinni.

London

Enskuskólar í London - KILROY

Það er gríðarmargt að skoða, sjá og upplifa í London. Borgin er þekkt fyrir fjölbreytta menningu og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Skólinn í London er stór en hefur vinalegt umhverfi og frábæra aðstöðu fyrir nemendur. Að auki hefur hann snilldar staðsetningu - ekki nema í um 10 mínútna göngufjarlægð frá London Eye, Thames og leikhúslífinu í West End. 

Bournemouth

Enskuskólar í Bournemouth

Bournemouth er vinsæll sumarleyfisstaður og finnur þú þar fjölbreytta afþreyingu og náttúru. Skólinn hefur frábæra staðsetningu en þú ert ekki nema í 10 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni og alveg við miðbæinn, það er því er stutt í verslanir, kaffihús, veitingastaði, kvikmyndahús og leikhús sem veitir þér fjölda tækifæra til að æfa þig í ensku.

Athugaðu að við bjóðum upp á enskuskóla í mörgum öðrum borgum. Ef þú vilt frekari upplýsingar um þær borgir sem eru í boði þá ekki hika við að hafa samband við ráðgjafa okkar.

Langar þig að bæta enskukunnáttu þína?
Hafa samband
Hafa samband