Surfævintýri í Marokkó

Surfævintýri í Marokkó

Marokkó er frábær áfangastaður til að læra að surfa. Hvort sem þú ert byrjandi eða reynslubolti sem langar að bæta tæknina þá er surfskóli í Marokkó frábær skemmtun.

Surfskólinn er staðsettur í bænum Thagazout þar sem þú finnur kjöraðstæður fyrir surf. Kennsla fer fram 5 daga vikunnar og er hver kennslustund í um 2 tíma. Raðað er í hópa eftir því hversu mikla reynslu hver og einn hefur og færðu þú þannig alla þá kennslu sem þú þarft. Að auki færð þú aðgang að öllum búnaði og gistir á frábærum stað með fleiri skemmtilegum bakpokaferðalöngum víðsvegar að úr heiminum. 

Læra að surfa í Marokkó - KILROY

Þegar þú ert ekki að leika þér í öldunum hefur þú fullt frelsi til að gera það sem þú vilt á þessum frábæra áfangastað. Heimsæktu Paradise Valley, upplifðu markaðina í Agadir eða slakaðu á í hamam baði. Námskeiðin hefjast á hverjum sunnudegi allt árið um kring.

Innifalið er:

  • gisting
  • 7 x morgunverður
  • 5 x kvöldverður
  • surfkennsla (5 x tveir tímar)
  • 2 jógatímar
  • aðgangur að öllum surfbúnaði á meðan á námskeiðinu stendur

Athugaðu að flug er ekki innifalið í verði!

Surfskóli í Marokkó er frábær viðbót við heimsreisuna! Einnig er þetta góður kostur ef þú hefur bara nokkrar vikur og vilt gera eitthvað virkilega spennandi á skemmtilegum stað.

Hafðu samband og byrjaðu surfævintýrið
Senda fyrirspurn

 

Aðrar magnaðar ævintýraferðir í Marokkó!

Hafa samband