Spænskunám, sjálfboðastarf og endalaus ævintýri!

Spænskunám, sjálfboðastarf og endalaus ævintýri!

Hvernig væri að láta nokkra drauma rætast á sama tíma? Læra spænsku og næla þér í nokkur karmastig á sama tíma og þú upplifir menninguna, surfið og landslagið í Kosta Ríka. 

Verkefnið er staðsett í Jakera Jungle Surf Camp, lítil paradís inn í regnskóginum, sem er í um 5 mín göngufjarlægð frá ströndinni, kaffihúsum, börum og verslunum. Hægt er að vera í eina, tvær, þrjár eða fjórar vikur.

Lærðu spænsku og taktu þátt í frábæru sjálfboðaverkefni í Kosta Ríka

Hefðbundin vika

Frá mánudegi til föstudags lærir þú spænsku og tekur þátt í fjölbreyttum sjálfboðaverkefnum með undartekningu á miðvikudögum en þá er sjálfboðastarfinu skipt út fyrir magnaða gönguferð um svæðið. Svona lítur hefðbundin vika út:

Mánudaga - föstudaga
07:00-08:30 - morgunmatur
09:00-11:00 - sjálfboðaverkefni dagsins / gönguferð á miðvikudögum
12:00-13:00 - hádegismatur
14:00-16:00 - spænskukennsla

Laugardagur - sunnudagur
07:00-08:30 - Frjáls tími
10:00-11:00 - Brunch
12:00-16:00 - Frjáls tími (brottför)

Jóga á ströndinni í Kosta Ríka

Um helgar hefur þú fullt frelsi til að kanna nærliggjandi svæði og prófa mismunandi afþreyingu. Á hverjum sunnudegi eru t.d. frábærir jógatímar á ströndinni (um 45 mín og kosta um 15$).

Spænskukennslan

Hvort sem þú ert algjör byrjandi eða vilt bæta orðaforðann þá færð þú þá kennslu sem hentar þínum þörfum. Venjan er sú að við komu taka nemendur stöðupróf sem skilgreinir á hvaða stigi þeir eru í náminu. Þá er einnig lög mikil áhersla á verklega kennslu og færð þú fjölda tækifæra til að æfa þig.

Lærðu spænsku í Kosta Ríka

Sjálfboðastarfið

Þú tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum en þar á meðal eru: 

  • Dýraverndun: Markmiðið hér er að vernda skjaldbökuegg og unga fyrir ágangi manna og dýra sem og annarra umhverfisáhrifa eins og flóða. 
  • Náttúruvernd - ströndin: Hér starfar þú með strandvörðunum, "Santa Teresa Lifeguards", við að hreinsa og viðhalda nálægum ströndum.
  • Náttúruvernd - regnskógurinn: Hér er markmiðið að vernda helstu auðlind regnskógarins - VATNIÐ! 
  • Samfélagsþjónusta - Jakera klúbburinn: Í samstarfi með skólanum á svæðinu vinnur þú hér að því að skipuleggja og halda námskeið sem tengjast t.d. íþróttum, listum eða náttúruvernd.

Vertu hluti af frábært sjálfboðaverkefni í Kosta Ríka

Innifalið er:

  • gisting
  • morgun- og hádegisverður (brunch um helgar)
  • spænskukennsla
  • þjálfun í daglegu starfi
  • stuðningur á meðan á verkefninu stendur

Athugaðu að flug er ekki innifalið í verði!

Spænskunám og sjálfboðastarf í Kosta Ríka er frábær viðbót við heimsreisuna! Einnig er þetta góður kostur ef þú hefur bara nokkrar vikur og vilt gera eitthvað virkilega spennandi á skemmtilegum stað.

Viltu næla þér í nokkur karmastig og læra spænsku
Hafðu samband!
Hafa samband