Allt sem þú þarft að vita!

Allt sem þú þarft að vita!

Þá er loksins komið að því og já við erum svolítið öfundsjúk. Fyrsta heimsreisan er alltaf einstök! En eins og þú hefur líklega tekið eftir að þá er margt sem þarf að huga að áður en lagt er af stað og getur undirbúningurinn oft virst yfirþyrmandi – sérstaklega ef þetta er í fyrsta skiptið sem þú ert að fara að ferðast í lengri tíma.

Til að einfalda aðeins fyrstu skrefin þá finnur þú hér nánari upplýsingar um þau atriði sem þú þarft að huga að og þann undirbúning sem þarf að eiga sér stað áður en þú byrjar að bóka sjálfa ferðina. 

1. Hvert á að fara?where should you travel to? | backpacking with KILROY

Heimurinn er orðinn minni, fá svæði eru ókönnuð og nánast allir áfangastaðir innan seilingar. Það þýðir þó ekki að þú ættir að heimsækja alla þá staði sem þig langar að sjá í fyrstu ferðinni þinni – sérstaklega ekki ef þú hefur takmarkað ráðstöfunarfé. Það getur verið dýrt og erfitt að ferðast á suma áfangastaði þó svo að fjarlægðin sé ekki mikil. Sniðugt er því að byrja á því að búa til eftirfarandi lista yfir:

1) Staði sem þú verður að sjá. 
2) Staði sem þú vilt gjarnan sjá. 
3) Staði sem gætu verið athyglisverðir ef þeir hækka ekki verðið.

Athugaðu að á listanum geta verið lönd, borgir, kennileiti, hátíðir, náttúrufyrirbæri og svo framvegis. 

Ferðaráðgjafar okkar geta svo aðstoðað þig við að sérsníða ferðina að þínum óskum á eins ódýran og þægilegan hátt og mögulegt í samræmi við aðstæður hverju sinni eins og veðurfar og pólitískra aðstæðna.

2. Hversu lengi? - Tíminn skiptir miklu máli

Time Is Everything New

  • Ekki hugsa bara um fjölda landa - þú vilt njóta ferðarinnar og sleppa við óþarfa stress.

Þú getur auðveldlega ferðast í kringum heiminn á nokkrum dögum en er það þess virði? Ekki gleyma þér í því að vilja sjá og upplifa allt án þess að hafa tíma til að njóta þess og kynnast stöðunum sem þú heimsækir.

Mikilvægt er því að setja niður þann tíma sem þú hefur áður en þú byrjar að bóka flugin. Sem dæmi þá tekur það almennt um 2 mánuði að ferðast um heila heimsálfu. Þetta gildir t.d. ef maður ferðast um Asíu; frá Hong Kong í norðri yfir til Víetnam, Kambódíu, Tælands, Malasíu, Indónesíu og endar svo á Balí í suðri. Það er einnig mögulegt að fara í hringferð um Ástralíu, keyra „route 66“ í Bandaríkjunum eða ferðast frá Buenos Aires til Bogota á tveimur mánuðum. Auðvitað er hægt að komast þetta á skemmri tíma en það þýðir að nánast allur tíminn mun fara í flug og samgöngur á milli áfangastaða svo þú hefðir lítinn tíma til að upplifa og njóta. Ef þig langar hinsvegar aðeins til að sjá eina borg eða eitt land þá geturðu auðvitað reiknað með mun minni tíma.

  • Mundu eftir að eiga alltaf nokkra auka daga á hverjum stað og bóka sveigjanlega flugmiða - það er yndislegt að geta tekið skyndi ákvarðanir.

Og það mikilvægasta er að bæta við nokkrum dögum og bóka sveigjanlega flugmiða. Af hverju? Jú þú verður að eiga frjálsan tíma til þess að taka skyndi ákvarðanir eins og að skella þér á Full moon party á Koh Pangang eða læra að kafa á Fiji.

3. Peningar, Peningar, Peningar – nokkur góð ráð!
Kayaking in tropic surroundings

Því miður er ekki hægt að setja þetta upp sem stærðfræði formúlu og fá út eitt svar en sniðugt er að setja útgjöldin upp í tvo flokka: útgjöld áður en ferðin hefst og útgjöld í ferðinni. 
  • Útgjöld áður en ferðin hefst er kostnaðurinn við bólusetningar, vegabréfsáritanir, útbúnað, flugmiða, ferðatryggingu og mögulegar ævintýraferðir, málaskóla eða allskonar annarskonar hluti sem þig langar að gera og er betra að bóka áður en ferð hefst. 
  • Útgjöld í ferðinni er kostnaðurinn vegna t.d. matar, gistingu, samgöngur. Að auki þarft þú að huga að því að það er ætíð ófyrirséður kostnaður.

Það er ekki auðvelt að áætla hvað maður kemur til með að eyða í sjálfri ferðinni en kostnaðurinn fer t.d. mikið eftir því hvaða áfangastaði þú heimsækir. Í Japan kostar til dæmis appelsína það sama og ódýrt hótel með morgunmat á Indlandi.

Gott er að miða við það að eiga í það minnsta 165.000 kr. -280.000 kr. á mánuði og er þá allt innifalið - útgjöld fyrir ferð og á meðan að á ferð stendur. Auðvitað er þetta samt mismunandi eftir manneskjum, löndum og fleira. Með þessari upphæð ættirðu samt að geta notið þess að ferðast sem bakpokaferðlangur og farið í fjölbreyttar ævintýraferðir. 

Mundu þó að það er algengt að þeir sem ferðast í styttri tíma eyða oft hærri upphæð á dag. Þegar þú hefur stuttan tíma viltu hafa þétta dagskrá og ná að gera sem mest.

4. Mikilvæg atriði sem þú verður að muna eftir

Boring But Important New

Þetta hljómar kannski leiðinlega og tekur dágóðan tíma en er algjörlega þess virði. Mundu að nokkuð áður en þú leggur af stað verður þú að hafa nokkra hluti á hreinu. Þetta eru ferðaskjöl, vegabréfið, vegabréfsáritanir (visa), peningur, tryggingar og síðast en ekki síst bólusetningar.

  • Hvert ert þú að fara? Þarftu að sækja um vegabréfsáritun? Þarftu bólusetningar? Allt eru þetta gríðarlega mikilvægir þættir sem gætu ollið því að þú fáir ekki að heimsækja áfangastaði einfaldlega vegna þess að þú kynntir þér ekki reglurnar áður. 
  • Hvernig er veðurfarið og hvenær er best að heimsækja áfangastaðina.
  • Vertu viss um að vegabréfið þitt gildi lengur en 6 mánuði eftir að þú heimsækir síðasta áfangastaðinn í ferðinni.

Að auki þá er gott að taka smá tíma í að kynna sér hvað er að gerast á löndunum sem þú ætlar þér að heimsækja á vefsíðu utanríkisráðuneytisins. Stundum er því miður ekki rétti tíminn til að heimsækja sum lönd og/eða svæði.

Og að lokum - fjárfestu í góðum ferðatryggingum. Við getum ekki lagt of mikla áherslu á það! Dr. Walters hefur ágætar tryggingar sem við mælum með fyrir ferðalanga okkar. Nánari upplýsingar finnur þú hér.

5. Lykillinn að vel heppnaðri heimsreisu er sveigjaleiki og góður undirbúningur.
How to book your travel best

Bókaðu sveigjanlega flugmiða! Það er eiginlega ekki hægt að plana heimsreisu fyrirfram þannig að ferðaplanið standist nákvæmlega. Það getur alltaf komið uppá, þú gætir orðið ástfangin/n, veikst eða einfaldlega langað að skoða eitthvað annað. Þó er það þannig að í flestum tilfellum er best að bóka mikilvægustu hlutina fyrirfram. Þú bæði spara pening og einnig lendir ekki í því að geta ekki lært að surfa eða gengið að Machu Picchu þar sem það er fullbókað. 

Og nú er bara að byrja að skipuleggja! Ef það er eitthvað sem þú ert ekki alveg viss um þá ekki hika við að hafa samband við ferðaráðgjafa okkar. Hér getur þú svo einnig hannað þína eigin reisu ásamt því að fá ráðgjöf um hvert sé sniðugt að fara, hversu lengi, hvað það kostar o.s.frv.

Nýjasta reisan okkar!
Asíu freisting

 

Hefur þú einhverjar spurningar?
Hafðu samband
Hafa samband