5 sjálfboðastörf sem veita þér ómetanlega reynslu

5 sjálfboðastörf sem veita þér ómetanlega reynslu

Að taka þátt í sjálfboðaverkefni getur verið bæði andlega og líkamlega krefjandi. En sjálfboðastarf erlendis veitir þér einnig tækifæri til að prófa að búa í framandi landi, kynnast nýrri menningu og öðlast ógleymanlega reynslu!

Þú finnur mikið úrval af frábærum sjálfboðaverkefnum í Mið-Ameríku á sviði samfélagsþjónustudýraverndar eða náttúruverndar. Það getur verið erfitt að velja úr þegar margt er í boði og því ákváðum við að taka saman stutta lýsingu á nokkrum vinsælum, einstökum og spennandi sjálfboðastörfum í Mið-Ameríku. 

#1 Köfun og sjálfboðastarf í Mexíkó

Hvernig lýst þér að láta gott af þér leiða á sama tíma og þú lærir að kafa? Já það er hægt! Sem sjálfboðaliði í Marine Conservation verkefninu í Mexíkó vinnur þú að því að vernda og byggja upp neðansjávarlífríkið á sama tíma og þú öðlast einstaka köfunarreynslu. Bæði reyndir og óreyndir kafarar geta tekið þátt! 

#2 Björgunarmiðstöð fyrir dýr í Kosta Ríka

Björgunarmiðstöðin í Kosta Ríka, staðsett á Playa Chiquita, veitir dýrum sem hafa slasast eða sem hefur verið misþyrmt þá hjúkrun og umönnun sem þau þurfa til þess að geta flutt aftur út í sitt náttúrulega umhverfi. Verkefni sjálfboðaliða eru t.d. að þrífa í kringum dýrin, undirbúa mat fyrir þau og almennt viðhald. Vinnan er fjölbreytt og dýrategundirnar margar svo að engir tveir dagar eru eins!

#3 Spænskunám og sjálfboðastarf í Nicaragua

Sjálfboðastarf er frábær leið til þess að kynnast nýrri menningu, eignast nýja vini og læra nýtt tungumál. Casa Xalteva er athvarf fyrir börn og unglingar í Granada þar sem þau geta komið bæði fyrir og eftir skóla og tekið þátt í mismunandi námskeiðum ásamt því að fá aðstoð við heimalærdóminn. Í sama húsi er einnig starfrækur einn af bestu spænskuskólum Granada en allur hagnaður af honum rennur beint til athvarfsins. Þetta er frábært tækifæri fyrir þig til að láta gott af þér leiða á sama tíma og þú lærir spænsku.

#4 The Happy Turtle project í Kosta Ríka 

Nafnið á sjálfboðaverkefninu segir allt! Í þessu verkefni vinnur þú að því að vernda skjaldbökurnar í gegnum vitundavakningu á meðal heimamanna og minnka þannig ágang og eggjatínslu. Annar hlutir er að vernda sjálf eggin og leiðbeina skjaldbökuungunum eftir að þeir klekjast út að hafinu. 

#5 Af hverju að velja? Sjálfboðastarf, surf og spænskunám

Hvernig væri að láta nokkra drauma rætast á sama tíma? Læra spænsku og taka þátt í frábæru sjálfboðaverkefni á sama tíma og þú kynnist nýrri menningu. Sem sjálfboðaliði tekur þú þátt í fjölbreyttum verkefnum sem stuðla að náttúru og dýraverndun á svæðinu á milli þess sem þú mætir í spænsku- og surftíma.

 

Langar þig að taka þátt í sjálfboðastarfi?
Hafðu samband

 

Hafa samband