Mið-Ameríku ævintýri!

Mið-Ameríku ævintýri!

Mið-Ameríka er lítill en dásamlegur hluti heimsins þar sem veðráttan er frábær og íbúarnir afslappaðir og gestrisnir. Að auki finnur þú þar einstakar strendur, græna regnskóga, fornar Myan rústir, magnað dýralíf og dásamlega menningu! 

Ef þig langar að upplifa allt það besta sem Mið-Ameríka hefur upp á að bjóða þá mælum við með því að ferðast landleiðina í stað þess að fljúga. Það er því tilvalið að skrá sig í skipulagða ævintýraferð frá Kosta Ríka til Panama. Að ferðast um með öðrum ævintýragjörnum einstaklingum alls staðar að úr heiminum er frábær leið til að kanna nýja staði. 

Ef þú bókar fyrir 30. júní 2017 færð þú 15% afslátt

Sölutímabilið: frá 6. júní - 30. júní 2017
Ferðatímabilið: frá 1. september 2017 - 28. janúar 2018

The Panama Experience

Mögnuð ævintýraferð þar sem þú ferðast frá San Jose í Kosta Ríka til Panama á 14 dögum. Ferðaplanið er búið til af sannkölluð ferðasnillingum svo þú getur einbeitt þér að því að njóta þess að vera í nýju landi og skapa ógleymanlegar minningar ásamt því að kynnast einstaklingum alls staðar að úr heiminum. 

Ferðaleiðin:

Dagur 1: San Josè

San Josè, Kosta Ríka - KILROY

Ferðin hefst í San Jose, höfuðborg Kosta Ríka. Sniðugt er að mæta þangað nokkrum dögum áður og kannaðu borgina áður en ferðin hefst. Á kvöldin lifnar borgin við og finnur þú þar marga frábæra klúbba og bari. Búðu þig undir að hrista mjaðmirnar!

Dagur 2 & 3: Puerto Viejo de Talamanca

Puerto Viejo de Talamanca í Kosta Ríka - KILROY

Frá San Jose ferðast þú til strandbæjarins Puerto Viejo de Talamanca, við Karíbahafið. Upplifðu reggí taktinn og lífstílinn og njóttu þess að slaka á í sólinni á ströndinni. Ekki sleppa því að leigja boogie- og/eða surfbretti og prófa öldurnar.

Dagur 4, 5 & 6: Bocas del Toro

Bocas del Toro í Panama - KILROY

Á fjórða degi ferðarinn ferð þú yfir landamærin yfir til Panama og heimsækir bæinn Bocas del Toro. Fornleifastaðurinn Bocas del Toro og nálægar eyjar er sannkölluð paradís - grænir frumskógar, hvítar strendur, kristaltær sjór og frábær snorkl/köfunartækifæri. P.S ekki missa af því að sjá rauða froska á Red Frog Beache.

Dagur 7 & 8: Boquete 

Rafting í Boquete, Panama - KILROY

Eftir nokkra daga af slökun við Karíbahafið er kominn tími til að kanna Panama. Hér ferðast þú yfir fjalllendi til borgarinnar Boquete sem er einnig oft nefnd höfuðborg ævintýranna og það er ekki að ástæðulausu. Hér færð þú tækifæri til að fara í rafting, hestaferð eða ævintýralega gönguferð inn í frumskóginum. Að auki færð þú hér tækifæri til að heimsækja einn stærsta kaffiakur Panama.

Dagur 9, 10 & 11: Santa Catalina

Surfað í Santa Catalina, Panama - KILROY
Næsta stopp: Kyrrahafið og Santa Catalina, einn besti surfstaður Mið-Ameríku. Þrátt fyrir að vera þekktur sem paradís allra surfara þá hefur Santa Catalina ekki orðið fyrir áhrifum fjöldaferðamennskunnar. Það veit enginn hvernig staðurinn mun líta út eftir nokkur ár svo njóttu þess að heimsækja þennan magnaða bæ áður en það breytist.

Dagur 12, 13 & 14: Panama City

Panamaborg - KILROY

Já því miður verða öll ævintýri að enda en hér lýkur því í Panamaborg, höfuðborg Panama. Panama er heimsborg þar sem flottir klúbbar og veitingastaðir eru á hverju strái. Endaðu ferðina á því að kanna sögulega hluta borgarinnar, hinn forna Casco Viejo, skoða Panama skurðinn, panta bragðgóða tapas rétti og litríka kokteila.

Langar þig að fara í bakpokaferðlag um Mið-Ameríku
Hafðu samband
Hafa samband