Sjáfboðastarf og köfun í Mexíkó

Sjáfboðastarf og köfun í Mexíkó

Hvernig lýst þér að láta gott af þér leiða á sama tíma og þú lærir að kafa? Já það er hægt! Sem sjálfboðaliði í Marine Conservation verkefninu í Mexíkó vinnur þú að því að vernda og byggja upp neðansjávarlífríkið á sama tíma og þú öðlast einstaka köfunarreynslu. Bæði reyndir og óreyndir kafarar geta tekið þátt! 

Verkefnið er staðsett á Sian Ka’an Biosphere Reserve í hjarta Mesoamerican Barrier Reef og vinnur að verndun hafsins í gegnum rannsóknir, vitundarvakningu og þróun nýrra aðferða til náttúruverndar. Sem sjálfboðaliði átt þú eftir að sinna fjölbreyttum verkefnum en á meðal þeirra er að:

 • safna og skrá upplýsingar um tegundir sjávarlífvera
 • safna og skrá upplýsingar um ástand kóralrifanna
 • byggja upp ný kóralrif
 • hreinsa ströndina
 • hreinsa hafsbotninn

Láttu gott af þér leiða á sama tíma og þú lærir að kafa - KILROY

Þú þarft ekki að vera gríðarlega reyndur kafari til þess að taka þátt í verkefninu þar sem þú átt eftir að fá þá kennslu sem þú þarft á staðnum. Til að taka þátt í fjögurra vikna verkefninu (sem er lágmarkið) þarft þú að vera með Open Water köfunarréttindin en ef þú skráir þig í átta eða tólf vikna verkefnið þá eru þau innifalin. Þá færð þú einnig tækifæri til að öðlast PADI Coral Reef Research Diver Distinctive Speciality réttindin og PADI Advanced Open Water réttindin.

Innifalið í verkefninu er:

 • Gisting
 • Móttaka á flugvellinum (ef koma er fyrir 20:30)
 • Morgun-, hádegis- og kvöldmatur (sjálfboðaliðar skiptast á að elda)
 • Um 40 - 50 kafanir á mánuði
 • Aðgangur að öllum búnaði
 • Þjálfun og fræðsla um neðansjávar lífríkið
 • Stuðningur á meðan á verkefninu stendur
 • Skyndihjálparnámskeið
 • PADI Coral Reef Research Diver Distinctive Speciality réttindi
 • PADI Open Water köfunarréttindi (fyrir sjálfboðaliða í 8 og 12 vikna verkefnum)
 • PADI Advanced Open Water réttindin

Athugaðu að flug er ekki innifalið í verði og lágmarksaldur er 18 ára.

Sjálfboðastarf og köfun í Mexíkó - KILROY

Mun ég hafa einhver áhrif?

Það getur stundum verið erfitt að sjá áhrifin strax og þú verður að gera þér grein fyrir því að engin(n) getur breytt heiminum á fáum vikum! Þú ert, ásamt fjölda annarra sjálfboðaliða, hluti af stóru verkefni sem hefur raunveruleg áhrif yfir langan tíma.

Langar þig að taka þátt í frábæru sjálfboðastarfi?
Hafðu samband
Hafa samband