6 ástæður fyrir því að við elskum Kúbu

6 ástæður fyrir því að við elskum Kúbu

Mojitos, salsa, strendurnar og „mañana time"! Það er ekkert land í heiminum sem líkist Kúbu! Þar færð þú tækifæri til að upplifa dásamlega menningu, læra spænsku og að dansa salsa ásamt því að slappa af á fullkomnum ströndum. Já við elskum Kúbu og það er ekki að ástæðulausu.

1. Salsa, salsa, salsa

Lærðu að dansa salsa á Kúbu - KILROYHavana = salsa og við elskum það! Þú þarft ekki að fara á næturklúbba til að dansa salsa á Kúbu þar sem þú átt eftir að finna salsa-veislu á hverju götuhorni. Ert þú ekki alveg með sporin á hreinu? Nýttu tækifærið og skráðu þig á salsanámskeið!

2. Casa Particulares

Heimagisting á Kúbu - KILROY

Á Kúbu finnur þú gistingu sem kallast „casas particulares" en þar færð þú einstakt tækifæri til að upplifa menninguna. Í raun eru þetta bara venjuleg heimili þar sem fjölskyldan leigir út herbergi til ferðamanna á hagstæðu verði. Þú getur gist í hverju casa í nokkrar nætur og oftast bjóða fjölskyldurnar einnig upp á mat - alvöru kúbverskan heimilismat! Þessar casa upplifanir verða eflaust þær bestu sem þú tekur með þér heim frá Kúbu.

3. Mojitos í morgun-, hádegis-, og kvöldverð!

Svalandi Mojitos á Kúbu - KILROY

Kúba er heimaland Mojitos - þurfum við að segja meira? 

2. Vamos a la playa!

Einstakar strendur á Kúbu - KILROY

Strendur Kúbu eru í raun næg ástæða til að heimsækja landið. Playa þýðir strönd á spænsku og eru okkar uppáhaldsstrendur Playa Los Flamencos, Playa Turquesa og Playa Ancón.

5. Bílferð með stæl

Amerískir drekar á Kúbu - KILROYGamlir amerískir bílar keyra en um götur Kúbu og það verður ekki leiðinlegt að fara á rúntinn í einum.

6. Mañana, Mañana

Ekkert stress á Kúbu - KILROYÁ Kúbu gerast hlutirnir á „mañana time" og skiptir tíminn ekki máli. Til að byrja með átt þú líklega eftir að þurfa að æfa þig í að vera þolinmóð/ur og að njóta þess að vera í núinu en á endanum áttu eftir að elska það og verður líklega erfitt að fara til baka!

Langar þig að heimsækja Kúbu?
Hafðu samband

Hjá okkur finnur þú frábærar ævintýraferðir þar sem þú færð tækifæri til að upplifa allt það besta sem Kúba hefur upp á að bjóða. Ferðaplanið er búið til af sannkölluðum ferðasnillingum svo þú getur einbeitt þér að vera í nýju landi og skapa ógleymanlegar minningar ásamt því að kynnast ferðafélögunum. 

Ef þú ert í vafa um hvaða ferð hentar þér best mælum við með að þú hafir samband við ferðarágjafa okkar og fáir frekari upplýsingar um ferðirnar og aðstoð við að bóka.

Hafa samband