Marine conservation á Filippseyjum - raunveruleg áhrif

Marine conservation á Filippseyjum - raunveruleg áhrif

Köfun er frábær tilbreyting frá erilsömu ferðalagi. Þú kemst inn í gjörólíkan heim þar sem þú þarft ekki að gera eða segja neitt - eingöngu að dást að sköpunarverki móðir náttúru.

Köfun ætti að vera á öllum „to-do” listum, sérstaklega á Filippseyjum en að auki við að öðlast einstaka köfunarreynslu ættu allir að huga að því að neðansjávarlífríkið okkar er viðkvæmt og mikilvægt er að stuðla að verndun þess.

Það geta allir lagt sitt af mörkum eins og að:

 • nota margnotaflöskur í stað þess að kaupa alltaf nýja (á mörgum stöðum í heiminum endar plastið í hafinu)
 • nota sólarvörn sem er ekki hættuleg lífríki kóralanna
 • og það mikilvægasta, ekki snerta neitt er þú kafar eða snorklar

Get ready for voluteering & diving in the Philippines with other travelers

Ef þú hefur svo tíma og langar að láta gott af þér leiða á sama tíma og þú kafar þá ættir þú að kynna þér Marine Conservation verkefnið. Verkefnið er staðsett á Visayas á Filippseyjum og vinnur að verndun hafsins í gegnum rannsóknir, vitundarvakningu og þróun nýrra aðferða til náttúruverndar. Helstu verkefni sjálfboðaliða er að:

 • safna og skrá upplýsingar um tegundir sjávarlífvera
 • safna og skrá upplýsingar um ástand kóralrifanna
 • byggja upp ný kóralrif
 • hreinsa ströndina
 • hreinsa hafsbotninn

Mun ég hafa einhver áhrif?

Það getur stundum verið erfitt að sjá áhrifin strax og þú verður að gera þér grein fyrir því að engin(n) getur breytt heiminum á fáum vikum! Þú ert, ásamt fjölda annarra sjálfboðaliða, hluti af stóru verkefni sem hefur raunveruleg áhrif yfir langan tíma.

Marine conservation in the Philippines - KILROY

Hér eru nokkrar staðreyndir og tölur um þau áhrif sem sjálfboðastarfið hafði á síðasta ári (2016):

 • í heildina tóku 70 sjálfboðaliðar um allan heim þátt og unnu samtals 2314 daga
 • starf sjálfboðaliðanna hefur búið til störf fyrir 20 "sea rangers" á Filippseyjum
 • byggt hefur verið varðhús fyrir starfsmenn sem nú vinna að því að vernda ákveðin hafsvæði
 • gróðursett voru yfir þúsundir mangrove trjáa
 • lífríkið á nokkrum hafsvæðum hafa verið endurreist
 • nokkur tonn af rusli hefur verið hreinsað af hafsbotninum

Langar þig að leggja þitt af mörkum á þessu ári. Hér fyrir neðan finnur þú nánari upplýsingar um verkefnið.

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi verkefnið eða hefur áhuga á að taka þátt í öðru sjálfboðaverkefni.

Tengdar færslur
Hafa samband