Spænsku- og surfnámskeið í Kosta Ríka

  • 24 maí 2017
  • Eftir Erna
Spænsku- og surfnámskeið í Kosta Ríka

Kosta Ríka er magnaður áfangastaður þar sem þú getur rölt um hvítar strendur, kafað í kristaltærum sjó, gengið á eldfjöll, upplifað frumskóga, skoðað tilkomumikið dýralíf OG JÁ lært spænsku og að surfa! 

Hvernig lýst þér á að láta nokkra drauma rætast á sama tíma? Læra spænsku, að surfa og upplifa menninguna og landslagið í Kosta Ríka? Námskeiðið fer fram í Jakera Jungle Surf Camp, lítil paradís inn í regnskóginum, sem er í um 5 mín göngufjarlægð frá ströndinni, kaffihúsum, börum og verslunum á Playa Santa Teresa. 

Spænskunám í Kosta Ríka - KILROY

Námskeiðið hefst á fyrsta og þriðja sunnudegi hvers mánaðar og getur þú valið að vera í eina eða tvær vikur. Svona lítur vikudagskráin út:

Mánudaga - föstudaga
07:00-08:30 - morgunmatur
09:00-11:00 - Surfkennsla / surfæfing
12:00-13:00 - hádegismatur
14:00-16:00 - spænskukennsla

Laugardagur - sunnudagur
07:00-08:30 - Frjáls tími
10:00-11:00 - Brunch
12:00-16:00 - Frjáls tími (brottför)

Jóga á ströndinni í Kosta Ríka - KILROY

Þegar þú ert ekki að leika þér í öldunum eða læra spænsku þá hefur þú frelsi til að gera það sem þú vilt. Slakaðu á með góða bók í hengirúmum, sleiktu sólina í kósý sólstólum, röltu um ströndina, kannaðu nærliggjandi svæði, æfðu þig í spænskunni á markaðnum og upplifðu menninguna í Kosta Ríka. Athugaðu að á hverjum sunnudegi eru t.d. frábærir jógatímar á ströndinni (um 45 mín og kosta um 15$).

Innifalið er:

  • gisting
  • morgun- og hádegisverður (brunch um helgar)
  • surfkennsla
  • spænskukennsla
  • aðgangur að öllum surfbúnaði á meðan á námskeiðinu stendur 

Athugaðu að flug er ekki innifalið í verði!

Spænskunám og sjálfboðastarf í Kosta Ríka er frábær viðbót við heimsreisuna! Einnig er þetta góður kostur ef þú hefur bara nokkrar vikur og vilt gera eitthvað virkilega spennandi á skemmtilegum stað.

Hafa samband