6 frábærir surfstaðir í Evrópu

6 frábærir surfstaðir í Evrópu

Langar þig að upplifa eitthvað magnað í sumar? Eitthvað annað en hina týpísku utanlandsferð? Meiri spennu og ævintýri?

Ekkert mál! Þú þarft ekki að fara alla leiðina til Hawaii eða Balí til að læra að surfa. Evrópa hefur nokkra frábæra surfstaði þar sem þú finnur fullkomnar öldur og hágæða kennslu - bæði fyrir byrjendur og reynda surfara. Hvernig væri að kanna einn af þeim næsta sumar?

1. Surf í Ericeira - Portúgal

Surf í Portúgal - KILROY

Velkominn á einn af bestu surfstöðum Evrópu. Sjávarþorpið Ericeira er staðsett á vesturströnd Portúgals, í aðeins um 40 mínútna akstri frá Lissabon. Þar finnur þú fullkomnar öldur fyrir bæði byrjendur og reynda surfara. Það er ekki að ástæðulausu að það er gríðarlega vinsælt að surfa í Portúgal. 

2. Surf í Le Pin & Vieux Boucau - vesturströnd Frakklands

Surf í Frakklandi - KILROY

Á vesturströnd Frakklands finnur þú nokkra frábæra surfstaði. Surfstaðurinn Le Pin Sec er rólegur og afskekktur staður staðsettur í um klukkustundar fjarlægð norðvestur af Bordeaux. Vieux Boucau, staðsettur um 200 km sunnan við Le Pin, er hins vegar nokkuð líflegri en þangað ferðast, á hverju ári, surfarar alls staðar að úr heiminum til að upplifa öldurnar, epísk partý og njóta lífsins á ströndinni

  • Surfcamp France - Le Pin Sec

3. Surf í San Vicente - Spáni

Surf á Spáni - KILROY

Á norðurströnd Spánar finnur þú hið einstaklega fallega þorp, San Vicente. Surfstaðurinn er staðsettur í um 10 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ þorpsins þar sem þú finnur fallega hvíta strönd og frábær surfskilyrði.

4. Surf á Fuerteventura - Kanaríeyjar

Surf á Kanaríeyjum

Fuerteventura er frábær surfstaður allt árið um kring. Hér er surfskólinn staðsettur á norðurströnd eyjunnar við bæinn Corralejo. Að auki við að hafa frábær surfskilyrði allt árið um kring þá eru þar einnig margir spennandi afþreyingarmöguleikar í boði. Prófaðu fjórhjól eða farðu í snorkl ferð á milli þess sem þú æfir surftaktana.

5. Kitesurf á Sardiníu - Ítalía

Kitesurfing á Sardiníu - KILROY

Já kitesurfing er ekki það sama og að surfa - en er samt engu að síður algjör snilld. Sardinía er þekkt sem einn af bestu kitesurfingstöðum Evrópu og laðar staðurinn að kitesurfara alls staðar að úr heiminum. Surfstaðurinn er nálægt Porto Botte á suðurhluta eyjunnar. Og auka bónus við það að læra kitsurfing á Sardiníu er ítalska matargerðin.

6. Kitesurf í Komin, Neretva - Króatíu

Kitesurfing í Króatíu - KILROY

Á milli Dubrovik og Split finnur þú einn besta kitesurfingstað Króatíu. Að auki við að hafa frábær skilyrði þá er Króatía einstaklega heillandi áfangastaður, svo af hverju ekki kanna landið í leiðinni með því að fara í epíska siglingu eða road road trip. 

Dreymir þig um að fara í surfskóla?
Hafðu samband
Hafa samband