Vertu „retro“ og farðu í ferðalag um Evrópu í sumar!

Vertu „retro“ og farðu í ferðalag um Evrópu í sumar!

Tvær vikur, 21 dagur eða einn mánuður! Hér eru þrjár hugmyndir að snilldar ferðalögum í Evrópu. Dásamleg menning, heillandi strendur, frægar borgir, litlar afskekktar eyjar og fjölbreytt matargerð - allt þetta og mikið meira bíður þín!

Athugaðu að þessar ferðir eru aðeins hugmyndir. Við sérsníðum ferðir alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina.

14 dagar - Hablo espanol!

14 daga ævintýraferð í Evrópu

Byrjaðu fríið á því að læra spænsku í Barcelona. Það verður ekki leiðinlegt að geta pantað sangríu og tapas á spænsku á sama tíma og þú sígur í þig menninguna á litlu heillandi kaffihúsi.

Og við skulum ekki stoppa þar! Eftir eina viku af spænskunámi er kominn tími til að fá hjartað til að slá aðeins hraðar. Surfskólinn er staðsettur í San Vicente de la Barquera þar sem þú finnur fullkomnar öldur, færð hágæða surfkennslu og átt eftir að kynnast öðrum skemmtilegum ferðalöngum alls staðar að úr heiminum. Til að komst þangað getur þú leigt bíl og farið í stutt road trip eða fjárfest í lestar/rútu miða. Surfskólinn er staðsettur í um 757 km frá Barcelona.

Hablo espanol!

Frá 68.900 ISK
Hablo espanol!
14 dagar
Hljómar þess ferð sem algjör draumur? Ferðaráðgjafar okkar eru snillingar í að láta ferðadrauma verða að veruleika.
Hafðu samband og byrjaðu ævintýrið!

Innfalið:

  • 7 daga spænskunám í Barcelona
  • 7 daga surfskóli í San Vicente de la Barquera

Athugaðu að flug og annar fararmáti er ekki innifalið í verði.

21 dagur - Króatískt ævintýri

21 daga ævintýraferð um Króatíu

Þessi ferð hefst með ógleymanlegri átta daga siglingu, meðfram Adriatic ströndinni í Króatíu, með öðrum skemmtilegum ferðalöngum alls staðar að úr heiminum. Sólbað, afslöppun, kristaltær sjór og nýir áfangastaðir á hverjum degi! Siglingin hefst og endar í Split.

Langar þig að læra eitthvað nýtt? Eftir eina viku úti á hafi er komið að því að kanna kitesurfing hæfileikana þína. Skólinn er staðsettur nálægt Split þar sem þú finnur fullkomin skilyrði fyrir bæði byrjendur sem og reynda kitesurfara.

Að auki þar sem Split hefur að geyma mörg vel varðveitt kennileiti mælum við með því að þú eyðir nokkrum dögum í að rölta um borgina ásamt því að upplifa matinn og menninguna.

Króatísk ævintýri

142.500 ISK
Króatísk ævintýri
21 dagur
Dreymir þig um að kanna Króatíu í sumar? Ferðaráðgjafar okkar eru snillingar í að setja saman ævintýraferðir um allan heim.
Hafðu samband og byrjaðu ævintýrið!

Innifalið

  • 8 daga sigling í Króatíu
  • 8 daga kitesurfingskóli í Króatíu

Athugaðu að flug og annar fararmáti er ekki innifalið í verði.

Einn mánuður - Sól, sjór, strönd og skemmtun!

Eins mánaðar ævintýraferð um Evrópu

Hér snýst allt um sól, sjó, strönd og skemmtun. Ferðalagið hefst á því að þú lærir að surfa í Frakklandi. Surfskólinn er staðsettur í Viuex Boucau sem er þekktur fyrir að hafa einhverjar af bestu öldum heims. Þangað koma surfarar alls staðar að úr heiminum til þess að surfa, upplifa epísk partý og njóta lífsins á ströndinni.

Eftir eina viku af surfi lærir þú að kafa á Möltu. Til að komast þangað frá surfskólanum getur þú tekið lest eða leigt bíl og farið í road trip til Parísar eða Barcelona en þaðan getur þú flogið beint til Möltu.

Þegar þú kafar við Möltu átt þú eftir að upplifa svo miklu meira en litríka fiska og tæran sjó. Nei það er ekki algengt að kafa í kringum skipsflak þegar þú lærir að kafa en á Möltu þá eru skipsflökin alls staðar.

Þar sem öll ævintýri verða að enda þá er um að gera að enda það vel en hvað gæti verið betra en sigling á milli hinna stórkostlegu grísku eyja. Kannaðu forn kennileiti, heimsæktu skemmtilegar og litríkar hafnir, pantaðu ferska sjávarrétti og ekki gleyma ouzo! Siglingin hefst og endar í Santorini. Til að komast þangað getur þú flogið frá Möltu til Santorini með millilendingu í Aþenu.

Sól, sjór, strönd og skemmtun!

Frá 267.500 ISK
Sól, sjór, strönd og skemmtun!
Einn mánuður
Dreymir þig um magnaða ferð þar serm þú lærir að surfa í Frakklandi, kannar neðansjávarveröldina við Möltu og siglir á milli grísksra eyja?
Hafðu samband og byrjaðu ævintýrið!

Innifalið

  • 7 daga surfskóli í Frakklandi
  • 8 daga köfunarnámskeið á Möltu
  • 10 daga sigling um grísku eyjarnar

Athugaðu að flug og annar fararmáti er ekki innifalið í verði.

Verður það ferðalag um Evrópu í sumar?
Hafðu samband
Hafa samband