Ævintýraleg ganga sem þú mátt ekki missa af!

Ævintýraleg ganga sem þú mátt ekki missa af!

Tæland býður upp á allt sem ævintýraþyrst hjartað girnist, alveg frá hinu villta norðri til paradísareyja í suðri. Tæland er ekki bara slökun á ströndinni með litríkan kokteil í einni hendi og sólarvörnina í hinni. Ef þú ert náttúruunnandi og vilt gera eitthvað fleira en að liggja í sólbaði þá er þessi ferð fullkomin fyrir þig.

Svæðið í kringum Chiang Mai, í norður Tælandi, er þekkt fyrir græna frumskóga, mikilfengleg fjöll og frábærar gönguleiðir. Uppáhalds gönguleiðin okkar er Ban Jabo Hilltribe trek og það er ekki að ástæðulausu.

Dagskráin:

Dagur 1 - Chiang Mai

Í dag hittir þú hópinn sem þú átt eftir að ferðast með næstu fimm daga. Athugaðu að við mælum einnig með því að eiga nokkra auka daga fyrir eða eftir ferðina í Chiang Mai til að upplifa þessar frábæru borg almennilega en þar getur þú lært að elda tælenskan mat, upplifað menninguna á mörkuðunum eða fengið útrás fyrir adrenalínþörfinni í t.d. teygjustökki eða ziplining. Mundu bara að verða ekki of þreytt(ur) áður en sjálf ganga hefst.

Dagur 2 - Chiang Mai til Ban Pha Mon

Byrjaðu daginn á ferskum ávöxtum, brauði og ilmandi kaffi. Eftir morgunmat hefst gangan á því að gengið er í gegnum bambusskóga og hrísgrjónaakra á leiðinni að Ban Pha Mon, þorp Lahu ættbálksins, þar sem gist er í eina nótt.

Thailand Chiang Mai Pha Mon Village Landscape Gadv

Hér færð þú tíma til að kynna þér fjölbreytta hannyrðatækni eða slakaðu á í nuddi - þú átt það skilið!

Dagur 3 - Ban Pha Mon til Ban Muang Pam

Reimaðu á þig gönguskóna og undirbúðu þig undir að upplifa stórkostlegt landslag. Að auki færð þú tækifæri til að sjá og læra um þær plöntur sem notaðar eru til lækningar á svæðinu. Stoppað er í hádegismat við einstaka náttúrulaug þar sem þú getur kælt þig og slakað á fyrir mat. 

Thailand Chiang Mai Pha Mon Village Local Cooking Gadv

Þar á eftir er gengið í Karen þorpið þar sem þú færð tækifæri til að kynna þér andalækningar og/eða spila fótbolta við börnin í þorpinu. Gist er í Karen eina nótt.

Dagur 4 - Ban Muang Pam til Ban Jabo

Eftir frábæran morgunverð gengur þú í gegnum græna frumskóga meðfram ánni, Pam. Fyrsta stoppið er við hinn 1666 m djúpa helli Tham Lod en farið er í gegnum hann á bambus fleka - algjörlega einstök upplifun. Eftir hellaskoðun og ljúffengan hádegismat er gengið að Ban Jabo þorpinu þar sem þú færð tækifæri til að kynnst Lahu menningunni og matargerð.

Dagur 5 - Ban Jabo til Chiang Mai

Já því miður endar ferðin í dag en ekki fyrr en þú hefur borðað morgunmat og notið þess að horfa á stórkostlega landslagið allt í kringum þig. 

Thailand Black Lahu Highlands Local Living Gadv

Hvað er innifalið:

  • Gisting
  • 4 x morgunmatur
  • 3 x hádegismatur
  • 3 x kvöldverður
  • Ferð í Lod cave 
  • Bamboo rafting
  • Allar samgöngur til/frá innifaldri afþreyingu
  • Enskumælandi leiðsögumaður

Athugaðu að flug til og frá Íslandi er ekki innfalið í verði.  

Ef þig langar að bæta þessari mögnuðu gönguferð við ferð þína til Tælands þá ekki hika lengur og hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar sem munu sérsníða gönguna inn í ferðaplanið þitt. 

Viltu fá aðstoð vð að skipuleggja næsta ævintýri?
Hafðu samband
Hafa samband