Vetrarflótti KILROY 2018 - Asía

Vetrarflótti KILROY 2018 - Asía

Langar þig að fara í snilldar reisu en finnur ekki ferðafélaga? Hvernig líst þér á að skreppa til Dubaí, Maldíveyja og Sri Lanka í 4 vikur með 7 öðrum ævintýragjörnum Íslendingum? 

Ferðin er frá 15.03.2018 til 12.04.2018 og það er pláss fyrir 8 manns á aldrinum 18 til 30 ára. Innifalið í verðinu eru allar samgöngur, gisting og heill hellingur af spennandi afþreyingu.

ATH: 2 sæti laus

Dagskrá er þéttskipuð af mögnuðum upplifunum en inn á milli hefur þú einnig nægan tíma fyrir slökun. Það er enginn farastjóri í ferðinni. Hópurinn ferðast á eigin vegum á milli staða en svo á hverjum áfangastað er skipulögð dagskrá þar sem lókal leiðsögumenn eða kennarar taka á móti hópnum og sjá um allt skipulag.

Nokkrir hápunktar ferðarinnar:

 • Eyðimerkursafarí og skoðunarferð í Dubaí
 • Köfunarnámskeið á Maldíveyjum
 • Surfskóli á Sri Lanka
 • 10 daga ævintýraferð um Sri Lanka

Vetrarflótti KILROY 2018 - Asía

Frá 555.000 kr
Vetrarflótti KILROY 2018 - Asía
4 vikur
Innifalið: Flug, gisting, eyðimerkurferð í Dubaí, köfunarnámskeið á Maldíveyjum, ævintýraferð og surfskóli á Sri Lanka, ISIC/IYTC kort & bókunargjald. Ferðast frá 15. mars til 12. apríl 2018. Ferð fyrir 8 manns.
Fá nánari upplýsingar eða skrá mig í ferðina!

 

Dagskráin:

 

15-16. mars: Flogið frá Reykjavík til Dubaí með millilendingu í London. Lent er í Dubaí 16. mars og hópurinn sóttur upp á flugvöllin. Dagurinn er frjáls og mælum við með því að heimsækja gamla gull-markaðinn í Deira.

17. mars: Ævintýrið hefst með skoðunarferð um Dubaí þar sem þið fáið frábært tækifæri til að kynnast menningunni á sama tíma og þið skoðið skýjakljúfa og manngerðar eyjur.

18. mars: Í dag er farið í eyðimerkurferð. Hópurinn er sóttur á hótelið og keyrir inn í eyðimörkina á jeppum þar sem allir fá tækifæri til að prófa að ferðast á kameldýri, sandboarding, fara á fjórhjól í sandöldunum. Dagurinn endar svo með flugi frá Dubaí til Maldíveyja aðfararnótt 19. mars.

19. - 23. mars: Lent er í höfuðborginni Male snemma um morguninn en þaðan er auðvelt að ferðast til Island of Gan þar sem þið eyðið næstu 4 dögum í að læra að kafa. Að námskeiðinu loknu ertu komin(n) með PADI köfunarréttindi sem þýðir að þú mátt kafa niður á 18 metra dýpi með félaga.

24. - 25. mars: Gistið 2 auka nætur á Island of Gan og njótið þess að sleikja sólina, kafa og/eða snorkla í kristaltærum sjónum og kanna nálægar eyjar.

26. mars: Tími til að kveðja paradísarstrandir Maldíveyja og fljúga til næstu eyju - Sri Lanka. Tekið er á móti hópnum á flugvellinum í Colombo, höfuðborginni, og keyrt til Ahangama þar sem surfskólinn er staðsettur.

27. mars - 1. apríl: Sofa, borða, surfa  - svona verður öll þessi vika. Ekki slæmt! Þið fáið 2 klst. af surfkennslu á hverjum degi en megið æfa ykkur eins mikið og þið viljið þar fyrir utan (þið hafið aðgang að öllum búnaði í skólanum). Hér er nægur tími til að slappa af á ströndinni, stunda jóga á ströndinni, kanna nálæga bæi og strendur eða bara gera hvað sem þig langar til! 

2. apríl: Tími til að kveðja nýju vinina sem þið kynntust í surfskólanum og hefja næsta ævintýri. Eftir morgunmat hittið þið leiðsögumanninn og einkabílstjórann ykkar sem mun taka ykkur í ævintýraferð um þetta fallega land næstu 10 daga. Þið byrjið á að keyra til Yala, þar sem gist verður í eina nótt. Á leiðinni þangað er stoppað í Ridiyagama þjóðgarðinum.

3. apríl: Lagt er af stað eldsnemma um morguninn og er fyrsti viðkomustaðurinn Yala þjóðagarðurinn, næst stærsti þjóðgarður Sri Lanka þar sem þið eigið þið líklega eftir að sjá fíla, buffalóa, krókódíla, dádýr, fjölda fugla og mögulega hlébarða. Þar á eftir að haldið áfram til Ella, fjallaþorpsins sem allir ferðalangar verða ástfangnir af. Hér er tilvalið að enda daginn á góðum tebolla á svölum hótelsins, en útsýnið hér er einnig magnað! Grænar hlíðar, fossar og gróður hvert sem litið er. Gist er í Ella.

4. aprílNjóttu þess að sofa út um morguninn. Í kringum hádegi fáið þið kennslu í Sri Lanka eldamennsku og fáið svo að borða afraksturinn í hádegismat. Í dag er tilvalið að fara í göngu um þetta fallega svæði, rölta um markaði bæjarins eða fara í útsýnistúr á tuktuk. Gist er í Ella.

5. aprílByrjaðu daginn á ferskum ávöxtum, brauði og te og njóttu þess að fylgjast með páfuglum, öpum eða öðrum dýrum í garðinum. Eftir morgunmat er keyrt til Nuwara Eliya þar sem gist verður eina nótt.

6. aprílÍ dag er vaknað snemma því þið þurfið að leggja af stað fyrir sólarupprás. Þið keyrið í þjóðgarðinn Horton Plains þar sem þið farið í gönguferð að enda veraldar (World's End). Útsýnið hér er ólýsanlegt, en það virðist sem allt landið liggi við fætur manns. Seinna um daginn er keyrt til Adams Peaks, heilagur staður fyrir búddista, hindúa, múslima og kristna. Fjallið er um 2.234 metra hátt og mælt með því að ganga upp að nóttu til að upplifa hið magnaða sólarupprás - fyrir marga er ferð upp á Adams Peak hápunktur ferðarinnar í Sri Lanka. Gist er í Adam´s Peak.

7. aprílEftir morgunmat er haldið af stað til Kandy. Kandy var síðasta höfuðborg konungveldisins Sri Lanka áður en Bretar hertóku landið. Þetta er einstaklega falleg borg sem gaman er að skoða og verður farið í skemmtilega skoðunarferð með leiðsögn um kvöldið. Gist er í Kandy.

8. apríl: Í dag er ekið til Sigiriya (um 2 klst.) og á leiðinni er stoppað í kryddgarði þar sem þú færð að sjá hvernig ýmis krydd og lækningarplöntur eru ræktaðar og nýttar. Þegar komið er til Sigiriya er Lion Rock, óvenjulegur 200 metra klettur í miðjum frumskógi þar sem eitt sinn stóð risastór konungshöll upp á, skoðaður. Þetta er einn af þeim stöðum sem erfitt er að lýsa með orðum eða myndum - þú verður bara að upplifa þetta! Gist er í Sigiriya.

9. apríl: Eftir morgunmat er keyrt til Dambulla þar sem þið skoðið hið magnaða Dambulla Rock Temple. Þetta Buddha hof var byggt fyrir um 2.000 árum síðan og er eitt af fallegustu hella-hofum Sri Lanka, enda er það á heimsminjaskrá Unesco.  Eftir hádegismat er ferðalaginu haldið áfram og Minneriya þjóðgarðurinn heimsóttur. Þjóðgarðurinn er heimili hundruði fíla og er einn besti staðurinn í allri Asíu til þess að sjá villta fíla. Gist er í Sigiriya á sama hóteli.

10. apríl: Síðasta stoppið! Njótið þess að ganga um þessa fallegu borg og skoða einstök hof, kaþólskar kirkjur, markaði. Gist er í Negombo

11. apríl: Öll ævintýri þurfa víst einhvern tíman að taka enda og þessu lýkur klukkan 23:10 þann 12. apríl á Keflavíkurflugvelli. Flogið er í gegnum Dubaí og London alla leið til Íslands.

Gagnlegar upplýsingar

 • Vetrarflótti KILROY er fyrir fólk á aldrinum 18 til 30 ára.
 • Ferðatímabilið er frá 15. mars til 12. apríl 2018.
 • Vetrarflótti KILROY er skipulögð ferð frá Íslandi fyrir 8 manns. Þetta er hugsað sem valkostur fyrir fólk sem langar að ferðast en vill ekki fara eitt í ferðalag.
 • Það er skylda fyrir alla sem skrá sig í ferðina að vera með ferðatryggingu.
 • Ferðatrygging, vegabréfsáritanir og bólusetningar eru á ábyrgð ferðalanganna sjálfra, ekki KILROY.
 • Verðið er frá 555.000 kr. á mann en getur hækkað eftir því sem nær líður eða gengi breytist. Það borgar sig því að bóka og greiða sem fyrst til þess að fá þetta verð.
 • Skráningarfrestur er til 30. nóvember 2017

Að kynnast ferðafélögunum fyrir brottför

Við munum halda fund með öllum sem ætla í ferðina fyrir brottför, annað hvort á skrifstofunni okkar eða í gegnum Skype. Við munum auk þess búa til lokaðan Facebook hóp þar sem fólk getur skipst á gagnlegum upplýsingum og kynnst aðeins áður en farið er út.

Viltu skrá þig í Vetrarflótta KILROY 2018
Hafðu samband

 

Hafa samband