Vetrarflótti KILROY 2018 - Mið-Ameríka

Vetrarflótti KILROY 2018 - Mið-Ameríka

Dreymir þig um að flýja kuldann og stinga af í sólina en vantar ferðafélaga til að fara með þér á vit ævintýranna? Hvernig líst þér á að skreppa til Kosta Ríka, Gvatemala, Belize og Mexíkó í 30 daga ferð með 7 öðrum ævintýragjörnum Íslendingum?

Ferðin er frá 15.02.2018 - 17.03.2018 og það er pláss fyrir 8 manns á aldrinum 18 - 30 ára. Samgöngur, gisting, og heill hellingur af spennandi afþreyingu er innifalið í verðinu. Við settum saman þétta dagskrá af mögnuðum upplifunum en pössuðum þó að hafa nægan tíma fyrir slökum og letilíf inn á milli. 

Það er enginn farastjóri í ferðinni heldur er hópurinn að ferðast á eigin vegum á milli staða. Á hverjum áfangastað er svo skipulögð dagskrá þar sem lókal leiðsögumenn eða kennarar taka á móti hópnum og sjá um skipulag.

Nokkrir hápunktar ferðarinnar:

 • Viku surfskóli í Santa Teresa í Kosta Ríka.
 • 18 daga ævintýraferð um Gvatemala, Belize og Mexíkó.
 • Heitar náttúrulaugar, virk eldfjöll og fljótandi hraun.
 • Snorklferð innan um hákarla og Manta Rays.
 • Fornar Maya-borgir inn í miðjum frumskóginum.
 • Og margt, margt fleira

Vetrarflótti KILROY 2018 - Mið-Ameríka

Frá 555.000 kr.
Vetrarflótti KILROY 2018 - Mið-Ameríka
30 dagar
Innifalið: Flug, gisting, ævintýraferð um Kosta Ríka, Gvatemala, Belize og Mexíkó, viku surfskóli á Kosta Ríka, ISIC/IYTC kort & bókunargjald. Ferðast frá 15. febrúar til 16. mars 2018. Ferð fyrir 8 manns.
Fá frekari upplýsingar eða skrá mig í ferðina

Dagskráin:

15 - 16. febrúar: Flogið frá Reykjavík til San Jose í Kosta Ríka með millilendingu í New York. Lent er um morguninn 16. febrúar þar sem hópurinn er sóttur upp á flugvöllinn og skutlað á hótelið. Seinni parturinn er frjáls og mælum við með því að kíkja á El Mercado Sentral markaðinn þar sem þú finnur ferska og gómsæta ávexti og aðrar framandi og spennandi matvörur. 

17. febrúar: Eftir morgunmat er ekið til La Fortuna sem er fyrst og fremst þekkt fyrir eldfjallið Arenal en það var á meðal virkustu elfjalla heims til ársins 2010. Farið er í létta göngu um svæðið og er útsýnið þar algjörlega ólýsanlegt! Dagurinn endar svo í Baldi Hot Springs þar sem þú færð tækifæri til að slaka á í heitum náttúruhverum áður en haldið er aftur til baka til La Fortuna. Algjör draumur!

18. febrúar: Í dag snýst allt um spennu og adrenalín! Eftir góðan morgunmat er ekið til Monteverde þar sem þín bíður Zip-line ævintýraferð. Já þér á eftir að líða eins og Tarzan er þú sveiflast á milli trjátoppanna í um 75 - 100 metra hæð yfir frumskóginum. Hægt er að fara 14 mismunandi leiðir, þar af eina sem fer í gegnum 175 metra löng göng. 

19. - 25. febrúar: Sofa, borða, surfa  - svona verður öll þessi vika. Ekki slæmt! Þið fáið 2 klst. af surfkennslu á hverjum degi en megið æfa ykkur eins mikið og þið viljið þar fyrir utan (þið hafið aðgang að öllum búnaði í skólanum). Hér er nægur tími til að slappa af á ströndinni, fara í jóga, skreppa til næstu bæja og stranda eða bara gera hvað sem þig langar til! 

26. febrúar: Tími til að kveðja nýju vinina sem þið kynntust í surfskólanum. Eftir morgunmat heldur ferðalagið áfram til San Jose þar sem þið gistið í eina nótt áður en flogið er yfir til Gvatemala. Dagurinn er nokkuð frjáls og því tilvalið að nýta tímann vel ef það var eitthvað sem þú áttir eftir að skoða eða versla.

27. febrúar: Lent er snemma í Antigua í Gvatemala en áætluð lending þar er um kl. 08.55. Antigua er skemmtileg borg staðsett í dal sem er umkringdur af þremur stórum eldfjöllum en af þeim er Volcán de Fuego eldfjallið enn virkt og getur þú séð reykinn frá því. Dagurinn er nokkuð frjáls og því tilvalið að setjast niður á kósý kaffihús og smakka eitt af besta kaffi í heimi sem ræktað er í hlíðum eldfjallanna í kringum Antigua.

28. febrúar: Byrjaðu daginn á ferskum ávöxtum, brauði og ilmandi kaffi. Eftir morgunmat er ekið til Panajachel þar sem þú færð einstakt tækifæri til að kynnast hefðbundnu hversdagslífi gvatemalskrar fjölskyldu. Hér gistir þú og snæðir kvöldverð með fjölskyldunni ásamt því að fara í gönguferð um bæinn með þeim. Frábært tækifæri til að kynnast menningunni enn betur!

1. mars: Þú byrjar daginn með því að snæða góðan morgunmat með fjölskyldunni en þar á eftir er kveðjustund og stefnan tekin aftur til Antigua þar sem gist er í þrjár nætur.

2. mars: Hefur þig alltaf langað að finna kraftinn í virku eldfjalli undir eigin fótum? Í dag mun sá draumur rætast er þú ferð í einstaka göngu upp Pacaya eldfjallið. Það er magnað að sjá fljótandi hraunið með berum augum og já þú átt eftir að fá mörg frábær tækifæri til að taka stórkostlegar myndir. 

3. mars: Frjáls dagur í Antigua! Ef það var eitthvað sem þú átt eftir að skoða þá er núna tækifærið. Borgin er á heimsmnjaskrá UNESCO yfir merka staði og því margt að sjá og skoða ásamt því að þar finnur þú skemmtileg litrík hús, huggulega bari og marga góða veitingastaði. Og já Antigua er einnig þekkt fyrir skemmtilegt næturlíf svo við mælum með því að byrja að æfa salsa sporin.

4. mars: Í dag er keyrt til Languin en þar gistir þú næstu tvær nætur.

5. mars: Búðu þig undir magnaðan dag! Já Semuc Champey þjóðgarðurinn og Kariba Caves, hið dularfulla hellakerfi, eru staðir sem þú átt ekki eftir að gleyma. Kanba Caves einnig kallað hjarta himinsins og talinn vera sá staður sem geymir öll leyndarmál og hver veit því enn þann dag í dag hefur endinn á Kanba hellakerfinu ekki verið fundinn. Eftir ótrúlega ferð um hellana er farið í Semuc Champey þjóðgarðurinn sem er einn af fallegustu stöðum heims. Hér færð þú tækifæri til að baða þig í stórkostlegum náttúrulaugum og skoða magnaða fossa - ekki gleyma sundfötunum! 

6. mars: Eftir morgunmat er ekið til Flores. Flores er bær á lítilli eyja i Lake Peten Itza. Bærinn er umkringdur vatni, litríkur og hefur afslappað andrúmsloft - þér á líklega eftir að líða svolítið eins og að vera á eyju í karabíska hafinu. Gist er í tvær nætur á Flores

7. mars: Í dag er vaknað snemma til að fylgjast með því hvernig frumskógurinn vaknar í morgunsólinni. Ekið er til Tikal þar sem þú finnur fornar minjar frá einu sterkasta og öflugustu siðmenningu Mesóameríku. Svæðið er á heimsminjaskrá og eitt stærsta fornleifasvæði Suður- og Norður-Ameríku. Það er mögnuð upplifun að skoða þessa fornu Maya-borg. Þú getur klifrað uppá píramídana og fengið ógleymanlegt útsýni yfir frumskóginn og hofin sem gægjast upp yfir trjátoppana. Ef heppnin er með þér gætir þú jafnvel séð jagúar læðast um svæðið.

8. mars: Nýtt land! Í dag er ekið yfir landamærin til Belize city og þaðan tekin ferjan til Cave Caulker. No Shirt, No Shoes…No Problem - já þú átt eftir að sjá þessi skilti út um allt á Cave Caulker að auki eru þar engir bílar eða stress. Sannkölluð paradís og gistir þú þar í þrjár nætur.

9. mars: Það er komið að því - sól, kristaltær sjór og litríkt neðansjávarlíf. Í dag ferð þú í frábæra snorklferð þar sem þú átt mjög líklega eftir að rekast á nokkra hákarla og Manta Rays. Mundu eftir sólarvörninni - það er gríðarlega auðvelt að gleyma sér í sjónum.

10. mars: Frjáls dagur í Caye Caulker! Sleiktu sólina á ströndinni, pantaðu þér humar, röltu um bæinn, hlustaðu á reggae og/eða syntu í kristaltærum sjónum - þú hefur frelsi til að gera það sem þú vilt. 

11. mars: Já því miður þá verður þú að kveðja þessa paradís en ekki örvænta því það bíða þín önnur mögnuð ævintýri. Í dag er ferðadagur og nýtt land heimsótt en hér ferðast þú til Chetumal í gegnum San Pedro og þaðan til Tulum í Mexíkó. Gist er í Tulum í tvær nætur.

12. mars: Frjáls dagur í Tulum! Sól, strendur, kristaltær sjór og fornar Maya-rústir - þarf eitthvað meira?

13. mars: Næsti og síðasti áfangastaðurinn er ekki síðri. Síðustu þrjár næturnar gistir þú á Playa del Carmen þar sem ströndin iðar af lífi og fjöri.

14. mars: Í dag er er farið í dagsferð til Chichen Itza en það svæði er eitt best varðveittasta forleifasvæði landsins. Þar finnur þú hinn fræga Kukulkan píramída, einnig þekktur sem El Castillo - það er 91 trappa upp á toppinn.

15. mars: Frjáls dagur í Playa del Carmen. Ef þú elskar sólina og ströndina þá mælum við með að eyða deginum þar en að auki getur þú nýtt tímann ef það var eitthvað sem þú áttir eftir eða dreymir um að skoða.

16. mars: Öll ævintýri þurfa víst einhvern tímann að taka enda og þessu lýkur klukkan 06.20 á Keflavíkurflugvelli þann 17. mars. Flogið er í gegnum Toronto á leiðinni heim til Íslands.  

Langar þig að ferðast lengur? Ekkert mál! Auðvelt er að lengja ferðina og sem dæmi kíkja yfir á Kúbu á spænsku- og salsanámskeið. 

Gagnlegar upplýsingar

 • Vetrarflótti KILROY er fyrir fólk á aldrinum 18 til 30 ára.
 • Ferðatímabilið er frá 15. febrúar til 17. mars 2018.
 • Vetrarflótti KILROY er skipulögð ferð frá Íslandi fyrir 8 manns. Þetta er hugsað sem valkostur fyrir fólk sem langar að ferðast en vill ekki fara eitt í ferðalag.
 • Það er skylda fyrir alla sem skrá sig í ferðina að vera með ferðatryggingu.
 • Ferðatrygging, vegabréfsáritanir og bólusetningar eru á ábyrgð ferðalanganna sjálfra, ekki KILROY.
 • Verðið er frá 555.000 kr. á mann en getur hækkað eftir því sem nær líður eða gengi breytist. Það borgar sig því að bóka og greiða sem fyrst til þess að fá þetta verð.
 • Skráningarfrestur er til 30. nóvember 2017

Að kynnast ferðafélögunum fyrir brottför

Við munum halda fund með öllum sem ætla í ferðina fyrir brottför, annað hvort á skrifstofunni okkar eða í gegnum Skype. Við munum auk þess búa til lokaðan Facebook hóp þar sem fólk getur skipst á gagnlegum upplýsingum og kynnst aðeins áður en farið er út.

Viltu skrá þig í Vetrarflótta KILROY 2018
Hafðu samband

 

Hafa samband