19 ástæður fyrir að heimsækja EKKI Fiji

19 ástæður fyrir að heimsækja EKKI Fiji

Þú hefur eflaust heyrt sögur af hvítum ströndum, pálmatrjám, kristaltærum sjó, glæsilegum fossum, vinalegu heimafólki og litríkum kokteilum. Já, Fiji er svo sannarlega hitabeltis paradís með yfir 300 eyjar en það eru nokkrir hlutir sem við bara verðum að vara þig við.

1. Þú ert eflaust búin/n að sjá sjálfa/n þig fyrir þér liggjandi í hengirúmi á hvítri Fiji strönd. Það hljómar svo sannarlega eins og draumastaðan... allt þar til þú þarft að standa upp úr þessari sveiflandi martröð!

Travel to Fiji and find a hammock at the beach

2. Instagramið þitt mun fyllast af myndum af stórkostlegum fossum sem eru vísir til þess að fylla fylgendur þína af öfundsýki. Þú gætir meira að segja misst einhverja vini út af þessu áður en þú snýrð aftur heim úr fríinu! 

Amazing waterfalls in Fiji

3. Vinir eru ekki það eina sem þú átt í hættu með að tapa þegar heimsækir Fiji. Það eru einnig líkur á því að þú munir tapa öllum peningnum þínum þegar þú veðjar á eitt gott krabbakapphlaup.

Crab race in Fiji

4. Það er nokkuð augljóst að fólkið sem heimsækir Fiji leiðist frekar fljótt, enda er það endalaust að hoppa á milli eyja. Fólk kallar þetta eyjahopp og það er víst mjög stressandi - enda 300 eyjar í heildina sem hægt er að hoppa á milli!

View from Mamanuca Islands

5. Talandi um eyjahopp á Fiji – Þú munt eflaust verða sjóveik/ur á meðan þú siglir á milli glæsilegra eyja sem eru eins og klipptar út úr bíómynd. Nei takk fyrir!
The beautiful islands of Fiji

6. Þú munt upplifa fullt af ónýtum og niðurníddum húsum á Fiji. Flest þeirra eru bara viðarstólpar á ströndinni með engum veggjum. Hræðilegt alveg.

Bungalows on the beach of Tivua Island

7. Það er sagt að heimamenn Fiji stunduðu eitt sinn" mannát en fjögurra kvísla viðargaffallinn sem notaður var við mannátið fæst ennþá í minjagripaverslunum eyjanna... Just saying...Fiji has a history of cannibalism

8. Til þess að hafa allan varann á þá skaltu ekki snerta hausa Fiji búa þar sem það er algjört nei nei, þótt þú verðir ekki borðaður fyrir það... eða hvað?

Fijians dancing with fire on the beach

9. Heimsókn þín til Fiji mun eflaust gera þig að Fiji fíkli þar sem þú munt alltaf vilja kíkja til Fiji fyrir þitt næsta Fiji Fix.

Beautiful Taveuni Island in Fiji

10. Þess er óskandi að þú munir geta haldið þig í góðri fjarlægð frá Beqa's fire walkers – Hver með sínu rétta ráði myndi annars gera þetta? Eins og það sé ekki nógu heitt á Fiji nú þegar!The Beqa´s fire walkers!

11. Kava er mikilvægasti menningarsiðurinn á Fiji. Upplifðu dásamlegt bragð af drulluvatni sem mun gera tunguna þína tilfinningalausa, afhverju ekki.

Taste the kava in Fiji

12. Heimsókn til Fiji mun láta þig kunna að meta kaldan og dimman íslenskan vetur. Lægsta hitastigið í Fiji er um 18 gráður - og það er á kvöldin!

Sunset at Nananu-i-Ra island, Fiji

13. Þú getur aldrei flúið pressuna um að lifa heilsusamlegum lífsstíl, ekki einu sinni á Fiji. Hver vill annars svitna í fitness búðum, þegar þú ert umkrind/ur pálmatrjám og hvítri strönd? Enginn? Hélt ekki!

Fitness in Fiji

14. Þú getur ekki ímyndað þér hversu erfitt það er að aðlagast hversdagslegu lífi þegar þú snýrð aftur heim frá Fiji þar sem að setningar eins og það liggur ekkert á" er ekki ásættanleg afsökun fyrir seinkun.

Enjoy the easy life in Fiji

15. Fiji er ein hamingjusamasta þjóð heims. Eftir að hafa hangið með heimamönnum í einhverja daga gætu þeir hafa yfirfært hamingjuna á þig.

Indigenous Fijian men dancing a traditional meke wesi spear dance

16. Bula þýðir líf" og þú átt eftir að nota það mikið! Þú getur notað það til þess að heilsa, kveðja, bjóða fólk velkomið, tjáð ást þína og miklu fleira. Með öðrum orðum... hversu ruglingslegt. Bula!

Visit Fiji and get addicted

17. Ekki einu sinni hugsa um að kafa á Fiji, þar sem að restin af heiminum mun aldrei geta keppt við þá fegurð sem þú munt sjá. Það er því eins gott að afpanta köfunarnámskeiðið strax þar sem þú átt í hættu með að upplifa neðansjávarheim Fiji alltof oft.

Diving in Fiji

18. Meira að segja Hindu musterin eru litrík... einum of litrík.
Hindu temple in Nadi Island, Fiji

19. Þú munt að öllum líkindum upplifa sanna ástarsorg og missa af fluginu þínu heim (eða allavega óska þess að þú hafir misst af því).Sailing in Fiji

Þrátt fyrir allt þetta myndum við samt allan daginn fórna okkur til þess að upplifa allt það sem Fiji hefur upp á að bjóða. Hefur þú áhuga á að vita meira um Fiji? Hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar og þeir hjálpa þér að skipuleggja hina fullkomnu Fiji ferð!

Viltu meiri upplýsingar um Fiji?
Já takk!
Tengdar færslur
Hafa samband