5 ógleymanlegar ferðir sem við mælum með

5 ógleymanlegar ferðir sem við mælum með

Ertu ekki búin/n að ákveða hvað þú vilt gera í fríinu þínu? Gott! Hérna getur þú séð 5 hugmyndir að ógleymanlegum ferðum sem við mælum svo sannarlega með. 

Khemer -Angkor -Wat

Cambodia on a shoestring 

Fullkomin 10 daga ferð þar sem þú munt sjá margt af því sem Kambódía hefur upp á að bjóða. Þú munt dást að ótrúlegu Khemer rústunum í Angkor Wat og glæsilegum kristaltærum vötnum í Sihanoukville. Þessi ferð er líka fullkomin ef þér finnst leiðinlegt að ferðast ein/n þar sem þú munt ferðast með hópi ferðalangra á svipuðum aldri og þú. Ef þú vilt upplifa Kambódíu þá er þetta klárlega ferðin fyrir þig.

 Lizard -galapagos

Galapagos Camping Adventure

Ferðin hefst í Quito en þaðan flýgur þú til Galapagos þar sem þú siglir á milli þriggja eyja, Santa Cruz, Foreana Island og Isabela Island, sem allar hafa einstakt vistkerfi sem einkenna hverja eyju og eru frábrugðin vistkerfum allra hinna eyjanna. Þú átt eftir að skilja mjög fljótlega hvers vegna eyjarnar eru svo hátt skrifaðar á heimsminjaskrá UNESCO. Það er bókað að þú ferð frá Galapagos með einstakar minningar í farteskinu.

 Indonesia

Indonesia on a shoestring – frá Java til Kuta

Á Java búa yfir 136 milljónir manna og er hún því þéttbyggðasta svæði heimsins! En þrátt fyrir mikinn fólksfjölda er alveg nóg pláss fyrir þig og nóg til að skoða. Þú munt upplifa stórborgir Java og strendur Balí þar sem þú kynnist menningu Indónesíu í leiðinni. Ef þú vilt sjá nýja hlið á heiminum þá er þessi ferð sniðin fyrir þig.

 Kilaminjaro -split

Kilimanjaro – Machme Route & Serengeti Adventure

Ef þú elskar alvöru áskoranir þá skaltu íhuga að klífa hæsta fjall Afríku, Kilaminjaro. Það er svo sannarlega lífsreynsla sem þú munt aldrei gleyma. Machame leiðin er fáfarnari en Marangu leiðin enda er hún aðeins erfiðari og af einhverri ástæðu er þessi leið einnig þekkt sem „Viskleiðin“. Hún er einum degi lengur en treystu okkur, þú munt ekki sjá eftir því!

Victoria -falls

Delta & Falls Overland (Eastbound)

Upplifðu liti, menningu og landslag Namibíu, Botswana og Zimbabwe í þessari vel skipulögðu 9 daga ferð. Þú heimsækir meðal annars  Kalahari eyðimörkina, kíkir á fílana í Chobe National Park og tjaldar undir fornum baobab trjám áður en þú kíkir á Viktoríu fossa. Sannarlega fullkomin ferð til að seðja ævintýraþrá þína.

Höfðar engin af þessum fimm glæsilegu ferðum til þín? Ekki örvænta við hjálpum þér að skipuleggja fríið frá A til Ö. Kíktu til okkar í fría ráðgjöf.

Bókaðu fund með ferðasérfræðingi okkar og hann hjálpar þér að skipuleggja fríið þitt.
Bóka fund
Tengdar færslur
Hafa samband