4 epískar ROAD TRIP hópferðir um Norður-Ameríku!

4 epískar ROAD TRIP hópferðir um Norður-Ameríku!

Ertu tilbúin/n fyrir epískt road trip þar sem þú þarft ekki að eyða tímanum þínum bakvið stýrið? Viltu sleppa við að bera ábyrgð á því að rata og muna eftir að fylla á tankinn? Ef svarið er já þá ertu á réttum stað! Kíktu á þessar 4 stórglæsilegu road trip hópferðir þar sem þú færð tækifæri til þess að ferðast og kynnast nýju fólki í leiðinni!

Þú veist það líklegast nú þegar en við skulum nú samt aðeins minnast á það; Norður-Ameríka hefur að geyma eina mestu náttúrufegurð sem þú munt nokkurn tímann upplifa… True story! Uppskriftin að þessu epíska road trip inniheldur meðal annars iðandi stórborgir, faldar perlur og glæsilega þjóðgarða. Hvað er síðan betra en að upplifa allt þetta með öðrum ungum ævintýraförum allstaðar að úr heiminum!


Innifalið í öllum ferðunum hér fyrir neðan er:

  • Allur flutningur á milli áfangastaða
  • 1 leiðsögumaður (2 ef fleiri en 13 eru í hópnum)
  • Gisting (annað hvort hostel eða tjaldstæði)
  • Megnið af máltíðum
  • Aðgangsgjöld inn í þjóðgarða, minnisvarða o.s.fv. fyrir þær athafnir sem eru skipulagðar fyrir ferðina.

Kíktu því á þessar 4 road trip hópferðir sem munu bæði víkka sjóndeildarhringinn og kynna þig fyrir fullt af nýjum vinum.

1. Frá New Orleans til San Francisco (eða öfugt!)

Experience New Orleans on your road trip in USA
Þetta road trip mun fara með þig og hópinn þinn alla leiðina frá New Orleans til San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna. Á leiðinni muntu upplifa dulúðina í Roswell, Grand Canyon, Las Vegas, Yosemite þjóðgarðinn og marga aðra tryllta staði áður en ferðinni líkur í San Francisco.

Frá New Orleans til San Francisco

Frá Hafðu samband
Frá New Orleans til San Francisco
15 dagar
15 stórkostlegir dagar á milli New Orleans og San Francisco. Þú getur byrjað á hvorum staðnum sem er en hvort sem þú velur þá eignastu minningar fyrir lífstíð.
Lestu meira hér!

 

2. Það besta sem austur Bandaríkin & Kanada hafa upp á að bjóða!
Experience Niagara Falls with KILROY

Þú bæði byrjar og endar ferð þína í borginni sem aldrei sefur, betur þekkt sem New York! Ferðinni er fyrst heitið til Fíladelfíu og þar eftir til höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. Þaðan liggur leiðin til Niagra fossa áður en haldið er til Toronto, Montreal og Ottowa. Eftir að Kanada hluta ferðarinnar er lokið er ferðinni heitið til Boston. Síðasta stoppið áður en haldið er aftur til New York er hin glæsilega Cape Cod strandlengja. Vertu því viss um að hlaða batteríin þar áður en þú heldur áfram á vit ævintýranna. 

Austur USA & kanada

Frá Hafðu samband
Austur USA & kanada
14 dagar
14 dagar af fjöri og spennu byrja í New York. Upplifðu til dæmis bæði Niagra fossa og það besta sem Kanada hefur upp á að bjóða áður en þú snýrð aftur til New York.
Lestu meira hér!

 

3. Frá New York til San Francisco
Experience nashville on this epic road trip with KILROY

Ferðastu landshorna á milli frá New York til San Francisco í þessari æðislegu 22 daga road trip ferð. Þú munt sjá þekkt kennileiti, stórkostlega þjóðgarða, iðandi mannlíf í stórborgum eins og Nashville, Memphis, Austin og Las Vegas – og viltu vita besta partinn af þessu öllu? Þú munt upplifa þetta allt með öðrum ungum ferðalöngum!

Frá New York til San Francisco

Frá Hafðu samband
Frá New York til San Francisco
22 dagar
Þessi 22 daga ferð tekur þig landshorna á milli og er fullkomin fyrir alla sem vilja upplifa það besta sem bæði hafa upp á að bjóða.
Lestu meira hér!

 

4. Allur pakkinn: Þvert yfir landið og tilbaka!
Amazing Nature In Yellowstone | road trip with KILROY

Þetta er draumurinn! 43 epískir dagar sem byrja og enda í San Francisco. Ferðastu í austur í gegnum norðurríkin og tilbaka í gegnum suðurríkin. Ef þú myndir ekki sætta þig við neitt minna þá er þetta klárlega ferðin fyrir þig! Það er nóg um að vera og ekki séns að geta talið allt upp hér. Skoðaðu alla ferðaáætlunina hér fyrir neðan ef þig dreymir um hið fullkomna hóp road trip ævintýri!

Fram og tilbaka!

Frá Hafðu samband
Fram og tilbaka!
43 dagar
Þú munt fá meira en allt út úr þessari 43 daga ferð! Ferðin byrjar í San Francisco og heldur í áttina til New York í gegnum norðurríkin og síðan tilbaka til San Franscisco aftur í gegnum suðurríkin. Algjör tryllingur!
Lestu meira hér!

 

Ef svo ólíklega vill til að engin af þessum skipulögðu road trip ferðum heilli þig þá skaltu ekki hika við að hafa samband og við hjálpum þér að skipuleggja draumaferðina… og ekki hafa áhyggjur við hjálpum þér að finna flug líka!

Viltu vita meira um road trip hópferðir?
Sendu okkur póst!
Hafa samband