Áttu ferð til Bandaríkjanna í vændum? Ekki þá gera þetta...

Áttu ferð til Bandaríkjanna í vændum? Ekki þá gera þetta...

Menningarhefðir eru jafn mismunandi og þær eru margar og því er ekki slæm hugmynd að kynna sér aðeins menningu hvers lands áður en maður ákveður að kíkja í heimsókn! Við vitum öll að Bandaríkin eru svo sannarlega mögnuð og ekki síður fjölbreytt en hvað má gera og hvað má ekki? Hér finnur þú nokkur viðmið!

Crowd -new -dimension

1. Ekki standa of nálægt!

Sama hvað þú gerir skaltu reyna að halda þig í hæfilegri fjarlægð frá manneskjunni við hliðina á þér. Flestir Bandaríkjamenn elska sitt persónulega rými og um leið og einhver stígur inn fyrir það gæti það verið uppskrift að vandræðalegu augnabliki. Þegar þú hittir nýja manneskju byrjaðu því alltaf á handabandi frekar en kossum og knúsum.

 Tips -new -dimension

2. Ekki sleppa að borga þjórfé

Í Bandaríkjunum treystir þjónustufólk á þjórfé og því er mjög illa séð að þú sleppir að greiða þjórfé á veitingahúsum. Skyndibitastaðir eru undantekning á reglunni en allstaðar annarstaðar þar sem þú þiggur þjónustu, sest niður og borðar skaltu vera viss um að greiða hæfilega mikið þjórfé en reikningurinn gefur oftast í skyn hversu mikið það skal vera.

 Laughing -new -dimension

3. Ekki alhæfa!

Bandaríkjamenn rétt eins og aðrir eru ekki allir eins og því skaltu forðast það eins og heitan eldinn að alhæfa eitt yfir alla. Það að byrja samræður á „Þið ameríkanarnir…“ er ekki vinsælt!

 Time -new -dimension

4. Ekki mæta of seint

Þegar að tímasetning á viðburði eða fundi úti í Bandaríkjum er sett klukkan 8 þá meina þeir að þú átt að vera mætt/ur klukkan 8! Þá bjargar hið klassíska, íslenska „…þetta reddast“ hugarfar þér ekki. Í stuttu máli sagt… Vertu á réttum tíma!

Cowd 2-new -dimension

5. Ekki stoppa vitlausu megin

Ef þú ert á gangi í Bandaríkjunum á vel troðinni gangstétt og þarft að stoppa þá er alltaf sterkur leikur að stíga til hliðar þegar þú hefur tækifæri til svo þú stoppir ekki umferðina fyrir aftan þig. Ef það er ekki í boði þá skaltu standa hægra megin svo fólk geti farið framhjá þér vinstra megin. Það sama gildir um rúllustiga!

 Football

6. Football eða Soccer

Gerðu sjálfum þér greiða og ekki einu sinni reyna að tækla þessa deilu þegar þú ferðast um Bandaríkin!

 Usa -map

7. Ekki vanmeta stærð Bandaríkjanna

Bandaríkin eru gríðarstór og ekki nokkur möguleiki á að sjá allt sem ríkin góðu hafa upp á að bjóða á einungis nokkrum dögum. Taktu þér því góðan tíma og skipulegðu ferðina vel. Ferðaráðgjafar okkar eru að sjálfsögðu tilbúnir til þess að aðstoða þig með það.

Bandaríkin hafa upp á ótalmargt að bjóða en hér fyrir neðan getur þú séð nokkrar af okkar uppáhalds ferðum til Bandaríkjanna!

Road Trip: Austurströnd Bandaríkjanna

Frá Hafðu samband
Road Trip: Austurströnd Bandaríkjanna
Upplifðu Austurströndina. Þessi hugmynd að ferð gerir ráð fyrir nægum tíma til þess að upplifa nokkrar af bestu borgum Austurstrandarinnar: New York, Boston og Washington. Þegar þú keyrir suður hefur þú einnig tækifæri til að sjá The Great Smokey Mountains.
Lestu meira hér!

Road Trip: Kalifornía

Frá Hafðu samband
Road Trip: Kalifornía
Hér færðu tækifæri til að sjá allt það besta sem Kalifornía hefur upp á að bjóða. Langar strendur, mögnuð skíðasvæði, frægar stórborgir, bestu skemmtigarðana og heimsfræg náttúruundur.
Lestu meira hér!

Road Trip: Hawaii

Frá Hafðu samband
Road Trip: Hawaii
Eins vikna road trip um Hawaii! Magnaðir surfstaðir, stórkostleg náttúra, frábær matarmenning og sögulegar minjar. Spenntu beltin og leggðu af stað í ævintýralegt road trip um Hawaii.
Lestu meira hér!
Hafa samband