Sjálfboðastarf með skjalbökum í Grikklandi

Sjálfboðastarf með skjalbökum í Grikklandi

Það styttist í sumarfríið! Ef þú ert í vafa um hvað þú eigir að gera þá er hér frábær hugmynd þar sem þú færð tækifæri til að næla þér í nokkur karmastig á sama tíma og þú víkkar sjóndeildarhringinn og öðlast ógleymanlega reynslu. Sjálfboðastarf með skjaldbökum í Grikklandi! Þú getur valið að vera frá tveimur upp í 12 vikur og jafnvel skellt þér einnig í siglingu um hinar stórkostlegu grísku eyjar - þitt er valið!

Sem sjálfboðaliði átt þú eftir að sinna fjölbreyttum verkefnum þar á meðal:

  • Strandvarsla og leit að nýjum varpstöðum
  • Söfnun og skráning upplýsinga
  • Verndun varpstaða

Sjálfboðastarf í Grikklandi

Hvað er innifalið? 

Að auki við verðmæta reynslu og nýja vini um allan heim er eftirfarandi innifalið:

  • Móttaka á flugvellinum
  • Gisting
  • Allar máltíðir
  • Stuðningur allan sólarhringinn
  • Aðgangur að öllum nauðsynlegum búnað
  • Þjálfun og fræðsla

Athugaðu að starf þitt mun ekki aðeins stuðla að verndun skjaldbaka í Grikklandi þar sem allar niðurstöður eru nýttar í mótun á alþjóðlegri dýraverndunarstefnu sem og að vekja athygli á þeim áskorunum sem náttúru og dýralífið stendur frammi fyrir í dag.

Hvar er verkefnið staðsett?

Sjálfboðastarf í Grikklandi

Verkefnið er staðsett í um 10 mínútna fjarlægð frá Giannitsochori sem er lítið sjávarþorp vestur af Aþenu.

Sjálfboðastarfið sem hluti af lengra ferðalagi?

Nýttu tímann og kannaðu grísku eyjarnar. Að sigla á milli grísku eyjanna er algjörlega goðsagnakennt! Einstök náttúrufegurð, mögnuð saga og frábær matur! Ef þú færð svo nóg af því að skoða fornar borgir, frægar minjar og krúttlega bæi getur þú kannað hið litríka neðansjávarlíf eða sleikt sólina á þilfari skútunnar. 

 

Tilbúin(n) að eyða sumrinu í Grikklandi?
Já - hafa samband
Hafa samband